Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 18
Haukar - Njarðvík 85-72
Stigahæstir: Haukar: Russell Woods Jr. 29,
Hilmar Smári Henningsson 20, Ori Garmizo
17, Daði Lár Jónsson 9. Njarðvík: Elvar Már
Friðriksson 24, Jeb Ivey 15, Maciek Baginski
12, Logi Gunnarsson 8.
Skallagr. - Breiðablik 91-90
Stigahæstir: Skallagrímur: Domogoj Samac
26, Bjarni Guðmann Jónsson 22, Matej
Buovac 19, Gabríel Sindri Möller 10.
Breiðablik: Erlendur Ágúst Stefánsson 27,
Snorri Vignisson 19, Árni E. Hrafnsson 17..
Efri
Njarðvík 26
Tindastóll 24
Stjarnan 24
KR 22
Keflavík 20
Þór Þ. 16
Neðri
Grindavík 14
ÍR 14
Haukar 14
Valur 10
Skallagrímur 6
Breiðablik 2
Nýjast
Domino’s-deild karla
Frumraun Geirs
með Akureyri
HANDBOLTI Keppni í Olís-deild karla
hefst aftur um helgina eftir rúmlega
mánaðarhlé vegna heimsmeistara-
mótsins í handbolta.
Geir Sveinsson stýrir Akureyri í
fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti
Haukum klukkan 16.00 í dag. Geir tók
við Akureyringum af Sverre Jakobs-
syni um áramótin.
Akureyri fékk fimm stig í síðustu
fjórum leikjum sínum fyrir áramót
og er í 10. sæti deildarinnar. Haukar
eru aftur á móti í 2. sætinu, einu stigi
á eftir toppliði Vals sem mætir Stjörn-
unni klukkan 20.00 í kvöld. Valsmenn
unnu fjóra síðustu leikina fyrir ára-
mót og hafa ekki tapað síðan 20.
október. Stjörnumenn eru í 7. sætinu.
Klukkan 18.00 á morgun eigast KA
og Fram við fyrir norðan.
KA-menn eru með tíu stig
í 9. sætinu, einu stigi frá
sæti í úrslitakeppninni.
Frammarar töpuðu sjö
af síðustu átta leikjum
sínum á árinu 2018 og
eru í fallsæti.
Loks tekur botn-
lið Gróttu á móti
FH klukkan 19.30
annað kvöld. Sel-
t i r n i n g a r h a f a
tapað sex leikjum
í röð og eru í
erfiðri stöðu. FH
er með 18 stig í
fjórða sætinu.
– iþs
Milkilvægur sigur Hauka gegn toppliðinu
Haukar unnu mikilvægan sigur í baráttu sinni um sæti í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í körfubolta þegar liðið skellti toppliðinu í Schenker-
höllinni að Ásvöllum í gær. Fram undan er æsileg barátta Hauka við Þór Þorlákshöfn, ÍR og Grindavík um sæti í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KÖRFUBOLTI „Maður heyrir margt
inni á vellinum sem maður spáir
ekkert í og er bara hluti af leiknum.
En það er leiðinlegt að heyra svona
fordóma. Þá er þetta ekki lengur
körfubolti og maður tekur það miklu
meira inn á sig. Mér var brugðið,“
sagði Kristófer Acox um atvik
sem átti sér stað í leik Tinda-
stóls og KR í fyrradag. Lands-
liðsmaðurinn varð þá fyrir
kynþáttafordómum í fyrsta
sinn á körfuboltaferlinum.
„Ég hef verið heppinn að
þurfa aldrei að takast á við
neitt þessu líkt. Það var virki-
lega leiðinlegt að heyra þetta,“ bætti
Kristófer við.
Atvikið átti sér stað í seinni hálf-
leik þegar KR-ingar voru að vinna
forskot Stólanna upp. Einn stuðn-
ingsmanna Tindastóls hrópaði
ókvæðisorð að Kristófer. Tindastóll
var 15 stigum yfir í hálfleik, 51-36,
en KR jafnaði í 77-77 með þriggja
stiga körfu Julians Boyd þremur
sekúndum fyrir leikslok. KR vann
svo framlenginguna 11-14 og leikinn
88-91. Þetta var fyrsta tap Stólanna á
heimavelli í vetur.
„Þetta var enn þá hörkuleikur og
Þakklátur fyrir stuðninginn
Ofbeldi sem við líðum ekki
„Mig rekur ekki minni til þess að
svona háttsemi hafi gerst áður á
körfuboltaleik hér á landi. Auð-
vitað get ég ekki fullyrt það að
þetta hafi ekki gerst, en ég hef
allavega ekki fengið svona mál inn
á mitt borð í minni formannstíð.
Ég varð fyrst og fremst mjög hissa
og um leið sorgmæddur þegar ég
heyrði af þessu. Ég hélt að svona
lagað væri horfið úr okkar sam-
félagi og það hryggir mig að svo
sé ekki," segir Hannes Jónsson,
formaður KKÍ, um kynþáttafor-
dómana sem Kristófer Acox varð
fyrir í fyrradag.
„Við hjá körfuboltasambandinu
lítum þetta að sjálfsögðu mjög
alvarlegum augum. Við
erum ánægðir með það
hve föstum tökum
körfuknattleiksdeild
Tindastóls tók þetta
mál og hversu fum-
laus og eindregin viðbrögð þeirra
voru. Formaður deildarinnar bað
Kristófer persónulega afsökunar
beint eftir leik og yfirlýsing þeirra
sýndi skýrt merki þess að þessi
háttsemi yrði ekki liðin," segir
hann enn fremur.
„Það eru til staðar skýrir verk-
ferlar hjá sambandinu þegar svona
gerist og við höfum heimild til
þess að refsa félögum fyrir kyn-
þáttafordóma hjá þeim sem koma
að leiknun. Vegna þess hversu
snör viðbrögð Tindastóls voru
og þeirra aðgerða sem þeir hafa
gripið til og hyggjast grípa til; það
er að freista þess að finna aðilann
sem lét þessi sorglegu ummæli út
úr sér þá finnst mér mjög ólíklegt
að félaginu verði refsað. Það er
einlæg von mín að sá sem við-
hafði þessa háttsemi stígi fram
og biðjist afsökunar á ummælum
sínum."
Kristófer fékk mörg
skilaboð frá leik-
mönnum og þjálfara
Tindastóls eftir leik-
inn í fyrradag.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Eftir leik Tindastóls og
KR í fyrradag greindi
Kristófer Acox frá því að
hann hefði orðið fyrir
kynþáttafordómum í
fyrsta sinn á ferlinum.
Honum var brugðið en
þótti mikilvægt að koma
þessu frá sér eftir leik.
ég gat ekki slökkt á mér. Ég varð
að halda haus og takast á við þetta
eftir leikinn. Ingi Þór [Steinþórsson,
þjálfari KR] fór og kvartaði beint
eftir leik. Formaður Tindastóls kom
svo til mín og baðst afsökunar fyrir
hönd félagsins. Honum fannst þetta
mjög leiðinlegt,“ sagði Kristófer.
Eftir leikinn sendi Tindastóll frá
sér yfirlýsingu þar sem framkoma
stuðningsmannsins er fordæmd og
Kristófer beðinn afsökunar á henni.
Hann hrósar Tindastóli
fyrir hvernig félagið
hefur tekið á málinu.
„Ég fékk fullt af
skilaboðum frá leik-
mönnum Tindastóls
og Israel [Martin,
þjálfara liðsins]. Mér
finnst flott hvernig þeir brugðust
við. Ég ætla ekki að alhæfa um heilt
samfélag út af einum manni,“ sagði
Kristófer sem hefur fengið mikinn
stuðning, meðal annars á samfélags-
miðlum, sem hann er þakklátur
fyrir.
„Það er frábært. Ég er þakklátur
fyrir allan stuðninginn sem ég hef
fengið,“ sagði Kristófer.
En hvað vill hann að verði gert í
málinu?
„Ég get ekki farið fram á neitt.
Eina sem ég vildi gera var að koma
þessu frá mér og segja frá þessu.
Þetta á hvergi að líðast. Hvað verð-
ur gert er ekki í mínum höndum,“
FÓTBOLTI Katar varð í gær Asíumeist-
ari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn
í sögunni eftir 3-1 sigur gegn Japan
í úrslitaleik mótsins sem fram fór í
Abú Dabí í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum.
Katar varð þarna níunda landið
sem vinnur Asíukeppnina, en Japan
sem var andstæðingur Katars í
úrslitaleiknum í gær, er sigursælast
með fjóra titla.
Almoez Ali kom Katar yfir á 12.
mínútu með sínu níunda marki í
Asíukeppni, en hann á metið yfir
flest mörk skoruð í einni Asíukeppni.
Abdulaziz Hatem tvöfaldaði forskot
Katara á 27. mínútu og staðan var 2-0
í hálfleik. Takumi Minamino minnk-
aði muninn á 69. mínútu og hleypti
spennu í leikinn.
Katar átti hins vegar síðasta orðið
þegar Akram Afif skoraði úr víta-
spyrnu sjö mínútum fyrir leikslok.
Katar verður á heimavelli þegar
heimsmeistaramótið verður haldið
árið 2022. – iþs
Katar meistari í
fyrsta skipti
2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
8
-9
E
A
8
2
2
3
8
-9
D
6
C
2
2
3
8
-9
C
3
0
2
2
3
8
-9
A
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K