Fréttablaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 30
Ekkert kínverskt fyrirtæki hefur vakið jafnmikla athygli á Vesturlöndum undanfarin misseri og tæknirisinn Huawei. Þetta einkarekna fyrir-
tæki er undir smásjá Bandaríkjanna
vegna meintra njósna og brota gegn
viðskiptaþvingunum, metnaðarfull
áform þess að verða leiðandi á sviði
5G-fjarskiptatækni eru í hættu og
fjármálastjórinn og fyrirtækið sjálft
sæta ákæru vestan hafs.
Það var engin lognmolla í kring-
um Huawei undanfarna viku. Auk
fyrrnefndrar ákæru ræða ríki Evr-
ópusambandsins nú um að banna
notkun á fjarskiptabúnaði fyrir-
tækisins. Huawei heldur hins vegar
sínu striki. Tæknimiðlar greindu frá
því í gær að nýr, samanbrjótanlegur
og hreint út sagt gullfallegur sími
frá fyrirtækinu fari á markað síðar í
þessum mánuði.
Uppruninn
Ren Zhengfei, fyrrverandi verk-
fræðingur fyrir kínverska herinn,
stofnaði Huawei árið 1987. Tíma-
setningin var hárrétt hjá Ren enda
leituðust yfirvöld á þessum tíma við
að betrumbæta vanþróað og hreint
út sagt lélegt fjarskiptakerfi ríkisins.
Á þessum tíma reiddi Kína sig á
erlend stórfyrirtæki. Í stað þess að
gera samninga við erlendu fyrirtæk-
in réði Ren til sín rannsakendur sem
aðstoðuðu hann við hermismíði (e.
reverse engineering).
Huawei lagði fyrst um sinn
áherslu á framleiðslu skiptiborða
og varð fljótt leiðandi á því sviði í
Kína. Árið 1994 komst Ren svo að
samkomulagi við kínverska herinn
um að byggja upp nýtt fjarskiptanet
fyrir Kína. Þannig hófst hið nána
samband Huawei við ríkið.
Fram liðu stundir og Huawei
færði út kvíarnar og hóf viðskipti við
fjölmörg ríki heims. Fyrirtækið varð
fljótt eitt það stærsta á sviði tækni í
heimalandinu.
Angar Huawei teygja sig nú um
allan heim. Það starfrækir rannsókn-
arstöðvar í nærri tuttugu ríkjum og
er í samstarfi við allflest stærstu
fjarskiptafyrirtæki heims. Að því
er Kenneth Frederiksen, forstjóri
Huawei í Skandinavíu, sagði við
Viðskiptablaðið í desember 2016
lék Huawei til dæmis lykilhlutverk
í 3G- og 4G-væðingu Íslands.
Starfsemi fyrirtækisins má skipta
í þrennt. Í fyrsta lagi framleiðir það
búnað fyrir fjarskiptanet, í öðru
lagi ýmsan skrifstofubúnað fyrir
fyrirtæki og opinberar stofnanir
og í þriðja lagi framleiðir Huawei
neytendatækni. Símar fyrirtækisins
njóta þó nokkurra vinsælda. Má til
að mynda kaupa þá í Elko, hjá Sím-
anum og Vodafone.
Þjófnaður
Fyrsta stóra hneykslismálið í sögu
Huawei kom í febrúar 2003 þegar
Cisco Systems höfðaði einkamál
gegn Kínverjunum fyrir að brjóta
gegn höfundaréttarlögum. Huawei
var sakað um að afrita kóða í eigu
Cisco við gerð tækja sinna. Ári síðar
varð Huawei við kröfu Cisco, fjar-
lægði kóðann og Cisco lét málið
niður falla í kjölfarið.
En samkvæmt skjölum sem Wiki-
Leaks hefur birt um kínversk tækni-
fyrirtæki í gegnum tíðina var Cisco
ekki sátt. Huawei hélt í raun áfram
að nota stolna kóðann að minnsta
kosti til 2005. Ástæðan fyrir því að
Cisco hélt málsókn sinni áfram var
ekki jákvæð viðbrögð Huawei held-
ur þau að kínverskir fjölmiðlar réð-
ust í ófrægingarherferð gegn Cisco.
Orðsporshnekkirinn var metinn
verri en stuldur Huawei.
Þetta er langt frá því að vera eina
brotið af þessu tagi sem Huawei
hefur orðið uppvíst um. Starfs-
maður fyrirtækisins var gómaður
við að taka ljósmyndir og teikna
upp eftirlíkingar af tækni sem sam-
keppnisaðili var með baksviðs á
tæknisýningu árið 2004, Motorola
sakaði Huawei um hugverkastuld
árið 2010, reyndar án árangurs, og
hið kínverska ZTE gerði slíkt hið
sama árið 2011. Nær okkur í tíma
hefur T-Mobile höfðað mál gegn
Huawei fyrir að stela tækninni á bak
við vélmennið Tappy. Það er notað
til þess að kanna þol snjallsíma og
hermir eftir mannlegri snertingu.
Kviðdómur komst að þeirri niður-
stöðu í maí 2017 að Huawei hefði
gerst sekt um hugverkaþjófnað og
var fyrirtækinu skipað að greiða
tæpar fimm milljónir dala í skaða-
bætur.
Njósnir
Öllu alvarlegra mál eru meintar
njósnir Huawei. Allt aftur til árs-
ins 2005 hafa Vesturlönd lýst yfir
áhyggjum af starfsemi Huawei.
Samningur við yfirvöld í Íran um
uppbyggingu fjarskiptanets og
sams konar samstarf við talibana í
Afganistan vöktu athygli í upphafi
þessa áratugar. Það eru hins vegar
aðgerðir Bandaríkjastjórnar sem
valda forsprökkum Huawei mestu
hugarangri.
Frá árinu 2011, jafnvel fyrr, hafa
Bandaríkin rannsakað Huawei
vegna meintra njósna fyrir hönd
kínverska ríkisins. Þetta mál vatt
hressilega upp á sig á síðasta ári
þegar Bandaríkjamenn bönnuðu
ríkisstofnunum alfarið að nota
vörur frá Huawei.
Yfirmenn sex bandarískra öryggis-
stofnana, meðal annars FBI, CIA og
NSA, komu fyrir upplýsingamála-
nefnd öldungadeildar Bandaríkja-
þings í febrúar í fyrra til þess að
ræða um meintar njósnir kínverskra
tæknifyrirtækja um almenna borg-
ara í Bandaríkjunum.
„Við höfum alvarlegar áhyggjur
af því að leyfa nokkru fyrirtæki sem
er svo nátengt erlendri ríkisstjórn
og deilir ekki okkar gildum að hafa
aðkomu að fjarskiptakerfi landsins,“
sagði Christopher Wray alríkislög-
reglustjóri um Huawei. Bandarískar
verslanir hættu í kjölfarið að selja
vörur frá Huawei.
Bandaríkjamenn hafa verið í for-
svari fyrir þessari hreyfingu gegn
Huawei. Þeir hafa til að mynda farið
fram á það við bandamenn sína,
sér í lagi þau ríki sem hýsa banda-
rískar herstöðvar, að fjarlægja tæki
Huawei alfarið úr stofnunum hins
opinbera og meina því aðkomu að
uppbyggingu fjarskiptakerfis.
Allnokkur ríki hafa tekið undir
með Bandaríkjamönnum. Ástralía
hefur bannað Huawei í stofnunum
hins opinbera og Gavin William-
son, varnarmálaráðherra Breta,
sagðist í desember hafa alvarlegar
áhyggjur af starfsemi Huawei og nú
Kínverskur risi í klandri
Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um
njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld
í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.
Styr hefur staðið um kínverska fyrirtækið Huawei undanfarin misseri. NORDICPHOTOS/GETTY
Matthew
Whitaker,
dómsmálaráð-
herra Banda-
ríkjanna, er
hann tilkynnti
um ákæru. NOR-
DICPHOTOS/AFP
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
ÞESSAR ÁKÆRUR SNÚAST
UM MEINT ALGJÖRT VIRÐ-
INGARLEYSI HUAWEI FYRIR
LANDSLÖGUM OKKAR OG
ALMENNU VIÐSKIPTA -
SIÐFERÐI
ræða Evrópusambandsríki um blátt
bann. Bretar og Kanadamenn íhuga
sams konar bann og Bandaríkin og
Ástralía hafa nú þegar sett.
Ákæran
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna
ákærði Huawei og fjármálastjórann
Meng Wanzhou í vikunni. Fyrirtæk-
ið sjálft er sakað um bankasvindl,
tækniþjófnað og að hindra fram-
gang réttvísinnar. Ákæran tengist
sum sé ekki meintum njósnum um
starfsemi hins opinbera né almenna
borgara. Meng, sem var handtekin
í Kanada að beiðni Bandaríkjanna
undir lok síðasta árs, er sökuð um
brot á viðskiptaþvingunum gegn
Íran. Fyrirtækið og fjármálastjórinn
neita sök.
„Kínversk fyrirtæki hafa til fjölda
ára brotið gegn útflutningslögum
okkar og grafið undan þvingunum.
2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
8
-A
D
7
8
2
2
3
8
-A
C
3
C
2
2
3
8
-A
B
0
0
2
2
3
8
-A
9
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K