Velferð - 01.07.2007, Síða 21

Velferð - 01.07.2007, Síða 21
baukar Hjartaheilla sem eru á bensín- stöðvum og lyfjaverslunum og víðar gefa félaginu góðar tekjur. Umsýslu baukanna hafa þeir Rúrik Kristjánsson og Jónas Jóhannsson haft lengi af mikilli elju og af því tilefni færði formaðurinn þeim bókagjöf sem þakklætisvott frá félaginu. Fyrir hönd þeirra félaga þakkaði Rúrik gjðfina og notaði tækifærið og bað þá sem gætu lagt samtðkunum lið að taka með sér erlenda mynt og skipta í seðla. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þrír stjórnarmenn. Tveir voru endurkjörnir og einn nýr kosinn. Stjórn félagsins skipa eftirfarandi: Formaður: Haraldur Finnsson Varaformaður: Davíð Ingason Gjaldkeri: Óskar Árni Mar Ritari: Auður Ólafsdóttir Meðstjórnendur: Kristján Smith, Þórir Sigurbjörnsson og Sævar Pálsson Varamenn: Gunnar Waage, Sverrir Halldórsson og Þórarinn Guðnason í lok fundarins var kannaður vilji fundar- manna varðandi fundartíma og var eindreginn vilji til að þeir yrðu haldnir að kvöldi til í miðri viku en ekki um helgar eins og venja hefur verið fram að þessu. ---------------------y Að aðalfundarstörfum loknum flutti Bolli Þórsson læknir fræðsluerindi um rannsóknir Hjartaverndar. H.F HjartaHeill Guðmundur Bjarnason nýr formaður Hjartaheilla Laugardaginn 2. júní s.l. var haldinn á Akureyri formannafundur Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga en þar mæta formenn deilda ásamt starfsmönnum og stjórn. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson lét af störfum sem formaður eftir 7 ára starf. Hann hafði óskað eftir því að draga sig í hlé frá formennsku og afhenti nýjum formanni Hjartaheilla, Guðmundi Bjarnasyni fyrrum heilbrigðisráðherra, veldissprota sinn og sagðist gera það glaður í bragði. Guðmundur Bjarnason er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann var kjörinn í stjórn Hjartaheilla á síðasta ársfundi samtakanna. Guðmundur er maður með mikla reynslu af félagsmálum sem mun örugglega nýtast samtökunum okkar vel. Guðmundur var fjögur ár heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og þekkir því vel til málefna sem brenna á hjartasjúklingum. Á.Þ.Á. LÝÐH E I LSUSTÖÐ www.lydheilsustod.is FAGLEG, TRAUSTOG PERSÖNULEG PJÖNUSTA VOTTORÐ FYRIR BURÐARVIRKISMÆLINGAR n CELETTE Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér á landi Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is A vinnubrögðum vorum sést að vel er hönnuð iðjan og nýja tækni nýtir best Nýja Bílasmiðjan BÍLASMIÐJAN HF BÍLAMÁLUN • RÉTTINGAR • BÍLAMÁLUN • RÉTTINCAR VELFERÐ 21

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.