Velferð - 01.07.2007, Page 23

Velferð - 01.07.2007, Page 23
c? HjartaHeill Merki og nafn samtakanna vinna á Hjartaheill er nafn Landssamtaka hjartasjúklinga og var nafninu breytt á landsþingi samtakanna haustið 2004. Mðrgum þótti nafnið fremur óþjált og dálitið neikvætt þegar kom að orðinu „sjúklinga“. Margir höfðu lagt heilann í bleyti þar til einn félagsmanna, Jón Þorvaldsson, kom með þessa snjöllu hugmynd um HjartaHeill. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Markmið Hjartaheilla eru: • Að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum. • Að vinna að úrbótum á sviði heilbrigðisþjónustu og bættri félagslegri aðstöðu hjartasjúklinga. • Að afla fjár, sem varið er til velferðarmála hjartasjúklinga og hrinda í framkvæmd markmiðum samtakanna. • Að efla rannsóknir og fræðslu varðandi hjartasjúkdóma. • Að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum til rannsókna og lækninga á hjartasjúkdómum og skapa aðstöðu til endurhæfingar. • Að fylgjast með nýjungum á sviði lækninga og endurhæfingar vegna hjartasjúkdóma. • Vinna að kynningu á málefnum hjartasjúklinga meðal almennings. • Að stuðla að aukinni sérmenntun starfsfólks á sviði hjartalækninga og endurhæfingar. • Að upplýsa hjartasjúklinga um félagslegan rétt sinn m.a. varðandi skattamál, fjárhagsaðstoð, tryggingamál, lífeyrisréttindi, læknismeðferð erlendis o.fl. • Að hafa samstarf við erlend félagasamtök, sem starfa á svipuðum grundvelli og hliðstæðum markmiðum. • Að efla samvinnu við innlend félagasamtök sem vinna að velferðarmálum. Kynnið ykkur vefsíðu Hjartaheilla og tengla: www. hj ar taheill. is Lyfjaval A P Ó T E K FAGLEG, TRAUST OG PERSÖNULEG PJÖNUSTA €T\lCOD€ ÍSLENSKAR LY FJARANNSÓKNIR ehf. Með kærri þökk fyrir samstarfið Velferð 23

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.