Fréttablaðið - 23.02.2019, Page 2

Fréttablaðið - 23.02.2019, Page 2
Veður Suðaustan 13-20 og rigning. Snýst í suðvestan 18-25 með éljum eftir hádegi á morgun. Hiti 2 til 5 stig fyrir hádegi. SJÁ SÍÐU 46 595 1000 Madeira Blómahátíð á Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra Verð frá kr. 256.995 29. apríl í 10 nætur Fyrsta loftslagsverkfall ungmenna hér á landi fór fram þegar ungt fólk safnaðist saman á Austurvelli í hádeginu í gær. Krafan var einföld; að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum. Það voru Landssamtök íslenskra stúdenta sem boðuð til verkfallsins sem á sér sænska fyrirmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara nú við neyslu á efninu tian eptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootrop ics. Talið er að einstaklingur hafi látist hér á landi nýlega eftir að hafa tekið inn tianeptine, efni sem finna má í fæðubótarefnum sem seld eru á netinu. Læknar telja að efnið hafi valdið dauða viðkomandi en ekki er hægt að veita nánari upp- lýsingar um málið að svo stöddu. Tianeptine er ekki selt hér á landi en það er selt sem þynglyndislyf í sumum Evrópulöndum, Asíu og Suður-Ameríku undir heitunum Coaxil og Stablon. MAST segir það ekki ljóst hvort við- komandi hafi flutt efnið inn sem lyf eða keypt það sem fæðubótarefni af net- inu. Dæmi eru um að tia- neptine hafi verið notað af sprautufíklum í Rúss- landi og Bandaríkjunum en þegar því er sprautað í æð er víman sambærileg neyslu ópíóða. Einföld leit leiðir í ljós að auðvelt er að nálgast efnið á netinu sem fæðubótarefni, en ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna og lyfja. Er efnið þá yfirleitt markaðssett sem „snjall-lyf“ og sagt að það örvi minni, sköpunar- gáfu og einbeitingu. Sagt er að það „opni heilann“ og geti jafnvel gert einstaklinga gáfaðri. MAST bendir á að engar, eða fáar, rannsóknir styðji staðhæfingar framleiðenda. Vaxandi notkun á Nootropics- efnum valdi áhyggjum því ekki er vitað með vissu hvaða áhrif lang- tímanotkun þeirra hefur á líkamann og heilastarf- semina. – ab Lést af völdum snjall-lyfs  Ungmenni fóru í verkfall fyrir loftlagsmál Tianeptine er selt undir vörumerkinu Stablon. NORDICPHOTOS/GETTY SAMKEPPNI Aðalfundi Íslandspósts ohf. (ÍSP), sem halda átti í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félags- ins, það er fjármálaráðherra. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram. Samtímis frestast birting ársskýrslu. Ekki er tilgreint hvers vegna þetta var ákveðið. Í upphafi mánaðar var boðað til aðalfundar ÍSP og átti hann að fara fram í höfuðstöðvum félagsins þann 22. febrúar kl. 16. Síðla þann 21. febrúar barst hins vegar tilkynn- ing þar sem fram kom að aðalfund- inum hefði verið frestað og að stjórn myndi boða til aðalfundar á ný í samræmi við samþykktir félagsins og ákvæði hlutafélagalaga. Samkvæmt samþykktum ÍSP skal halda aðalfund fyrir lok júlímán- aðar ár hvert. Undanfarin ár hefur hann verið haldinn síðasta föstudag febrúarmánaðar og var stefnt að því nú áður en til hinnar skyndilegu frestunar kom. Sem kunnugt er hefur rekstur ÍSP verið þungur undanfarin ár. Af fundargerðum stjórnar, sem Frétta- blaðið fékk afrit af að hluta, má meðal annars sjá að í árslok 2015 tók fyrirtækið 500 milljóna króna lán til að auka við handbært eigið fé. Samkvæmt ársreikningi þess árs var handbært eigið fé jákvætt í árs- lok um 419 milljónir. Af koma áranna 2016 og 2017 var aftur á móti viðunandi vegna óvænts hagnaðar af einkaréttar- bréfum eftir að í ljós kom að fækkun dreifingardaga skilaði meira hag- ræði en ráð var gert. Árið 2017 hækkaði stjórn ÍSP laun forstjóra fyrirtækisins um 25 prósent og í ársbyrjun 2018 greiddi félagið launauppbót til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu. Á haust- mánuðum var staðan hins vegar sú að eigið fé reyndist uppurið og veð- rými í fasteignum sömuleiðis. Því lokaði viðskiptabanki þess, Lands- banki Íslands, fyrir frekari lán. Þess vegna leitaði ÍSP á náðir ríkisins sem lánaði félaginu 500 milljónir og veitti heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar á þessu ári þótt ekki væri búið að greina í hverju rekstrarvandinn liggur. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hví ákveðið hefði verið að fresta fund- inum. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Með því að fresta aðalfundi frestast jafnframt birting ársskýrslu ÍSP en hún hefur meðal annars að geyma upplýs- ingar um kaup og kjör stjórnenda. Af fundargerðum stjórnar má ráða að þau hafi tekið breytingum milli ára. Áreiðanlegar heimildir Frétta- blaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríf lega á árinu 2018, á sama tíma og fyrirtækið stefndi í gjaldþrot. joli@frettabladid.is Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. Meðal upplýsinga í ársskýrslu eru breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Framkvæmdir við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða kosta um 700 milljónir króna en áttu upphaflega að vera enn meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríflega á árinu 2018. Fleiri frá loftslagsverkfallinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Frétta-+PLÚS FJÖLMIÐLAR Vegna yfirlýsingar sem Efling stéttarfélag sendi frá sér í gær í tilefni af frétt Fréttablaðs- ins um launakröfur aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vill blaðið taka fram að það stendur við frétt sína að öllu leyti. Útreikningar í fréttinni byggja á kröfugerð SGS sem Efling hefur haldið til streitu í viðræðum við SA. Í umræddum útreikningum er, eins og skýrlega var tekið fram í fréttinni, miðað við regluleg heildar- laun nokkurra starfsstétta innan aðildarfélaga SGS miðað við sam- setningu launaliða árið 2017. Auk óbreytts fjölda greiddra yfir- vinnutíma er gert ráð fyrir því að hlutfallið á milli reglulegra launa og grunnlauna haldist óbreytt og að hæsta aldursþrep verði hækkað úr fimm árum í sjö ár, í samræmi við kröfur Eflingar, sem gerir ráð fyrir tveggja prósenta bili á milli aldurs- þrepa. Athugasemd frá Fréttablaðinu 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -3 5 E 4 2 2 6 3 -3 4 A 8 2 2 6 3 -3 3 6 C 2 2 6 3 -3 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.