Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 8
Við vitum ekkert hvort burðardýr séu að sleppa þótt við tökum minna af efnum á þessari leið. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum Ótakmarkað gamanmagn Kláraðu málið á vodafone.is, í síma 1414 eða komdu við í næstu verslun. Endalaust Internet fyrir 6.990 kr. á mánuði* Uppsetning innifalin *Aðgangsgjald og netbúnaður ekki innifalið í verði. LÖGREGLUMÁL Níu af hverjum tíu burðardýrum sem fengið hafa dóm fyrir fíkniefnainnf lutning á síð- ustu þremur árum eru útlendingar. Rúmlega þrjátíu útlendingar fengu dóm á árunum 2016, 2017 og 2018 fyrir innflutning á fíkniefnum sem burðardýr en aðeins þrír Íslending- ar. Tölurnar taka aðeins til þeirra sem fengu dóm fyrir að flytja efnin en ekki fyrir skipulagningu eða fjármögnun innflutningsins. Taka verður tölurnar með þeim fyrirvara að óvíst er að allir dómar sem féllu á umræddu tímabili hafi verið birtir á vef dómstólanna. Heimildir blaðsins herma að Íslendingar sem standa að inn- flutningi hafi í auknum mæli fært sig í aðrar innflutningsleiðir í stað þess að f lytja með farþegum sem fara gegnum Leifsstöð. Ástæður þess séu annars vegar að íslensk burðardýr séu mjög dýr í saman- burði við útlend burðardýr og því fylgi auk þess mikil áhætta þar eð það fólk sem skipuleggjendur hafa aðgang að, til dæmis vegna við- kvæmrar stöðu þess og vanskila, sé líklegra til að að vera stöðvað við komuna til landsins en útlendingar sem hvergi eru á skrá hjá lögreglu. Útlendu hóparnir sem standi að skipulagningu innflutnings hingað noti hins vegar enn farþegaaðferð- ina. Þeir eigi auðveldara með að finna ódýr burðardýr erlendis sem hvergi eru á skrá og geti með því boðið lægra verð á efnunum hingað komnum. Þessar heimildir blaðsins ríma við upplýsingar frá lögreglu um að algengara sé að burðardýr sem flytja efni innvortis séu útlendingar en þeir Íslendingar sem fara í gegn- um Leifsstöð séu frekar með efnin í farangri sínum. Hinir síðarnefndu fái gjarnan þyngri dóma vegna þess að magnið í farangri sé mun meira en það sem útlendingarnir f lytja innvortis. Töluvert færri f íkniefnamál komu upp í Leifsstöð í fyrra en árið á undan og hald lagt á mun minna af hörðum fíkniefnum. Í fréttum Stöðvar tvö um málið 21. janúar var fullyrt að f leiri burðardýr væru að sleppa óséð inn í landið og haft eftir lögreglumanni að ný persónu- verndarlög gætu verið að hafa áhrif á þróunina. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, er ekki sannfærður um svo sé. „Við vitum ekkert hvort burðardýr séu að sleppa þótt við tökum minna af efnum á þessari leið. Það gæti þýtt að innf lutningur hefði minnkað, þótt fáir vilji trúa því, en það gæti einnig þýtt að fíkniefni séu að koma inn með öðrum hætti og það eru auðvitað margar leiðir,“ segir Ólafur Helgi. adalheidur@frettabladid.is Íslensk burðardýr of dýr og áhættusöm Íslendingar fara aðrar leiðir í innflutningi fíkniefna en gegnum Leifsstöð, enda of áhættusamt að nota íslensk burðar- dýr sem gjarnan eru á skrá lögreglu. Útlendu hóparnir nota enn burðardýr sem fást með ódýrum hætti erlendis. Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -7 1 2 4 2 2 6 3 -6 F E 8 2 2 6 3 -6 E A C 2 2 6 3 -6 D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.