Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 28
in og það er ég sem kýs hugsanir mínar og þar með þær tilfinningar sem koma upp, ef þær henta ekki þá er um að gera að breyta hugsuninni á meðvitaðan hátt. Það getur tekið tíma að tileinka sér þetta hugarfar en ég vil endilega hvetja fólk til að prufa, því þetta hefur reynst mér dýrmætt tól.“ Eitt þeirra verkefna sem Linda hefur unnið að undanfarin ár er vef- síðan lindape.is en hún segir það í raun hafa verið óumf lýjanlegt að fara í einhvers konar rekstur enda renni í æðum hennar blóð frum- kvöðuls og viðskiptakonu. „Mér finnst vefviðskipti mjög spenn- andi enda fylgja þeim ótal tæki- færi. Þetta er bara lítið hliðarverk- efni sem ég hef sinnt, með fram skólanum, en nú þegar námið er að klárast, hyggst ég setja meiri tíma í vefverslunina mína. Mér finnst alltaf gefandi að leið- beina fólki um heilsu, útlit og vel- líðan og minn helsti markhópur er og verður konur, alls staðar í heim- inum. Ég hef selt við vægast sagt góðar móttökur fallega kimono- kjóla og kaftana-toppa og hef annað slagið boðið upp á heilsuprógrömm, en hægt er að fá raf bók á síðunni minni, sem er sjö daga áætlun að vellíðan, og í henni eru meðal ann- ars heilsusamlegar uppskriftir. Nú um helgina er ég svo að setja af stað nýja og spennandi vöru, undir vöru- merkinu „Luxe By Linda“ en það eru vörur úr silki, gjafapakkning sem inniheldur koddaver, augngrímu og hárband, allt úr silki. En Linda segir það að sofa á Luxe-silkinu vera eitt á lífinu þar og hér sé að vakna við sólskin og fuglasöng 350 daga árs- ins. „Svo tíni ég sítrónur og appels- ínur af trjánum hjá mér og er með einkasundlaug. Það er vel hægt að venjast þessu líferni, en eins og ég nefndi þá hefur þetta mest áhrif á heilsuna mína og fyrir það er ég þakklát. Lífið hér er annars dásam- lega gott, einfalt, okkur líður vel og höfum það virkilega gott. Hér er líka hægt að njóta lífsins fyrir minni pening en maður á að venjast á Íslandi. Ísabella hefur fótað sig vel og eignast vinkonur. Hún talar ensku eins og alvöru Ameríkani og leið- réttir mig annað slagið ef henni finnst framburðurinn ekki vera upp á tíu,“ segir Linda og hlær. „Hún er mikil námsmanneskja og gengur vel í skóla og finnst svo voða gott að vera heima með mér í rólegheit- unum og ég þakka auðvitað fyrir að hún nenni enn að f lækjast með mér, enda orðin unglingur. Hún er með ferðabakteríuna eins og ég, kann nokkur tungumál og þekkir að mig minnir fána hundrað og sex- tíu landa. Ég hef verið einstæð móðir alla hennar barnæsku og alið hana upp alfarið ein og því erum við ein- staklega nánar og höfum gert mjög mikið saman, bara við tvær. En ég má þó ekki alltaf knúsa hana og kyssa á almannafæri lengur og ég er greinilega ekki alveg jafn kúl og ég taldi mig vera,“ segir Linda og hlær. Skipbrotið var falin blessun Lokun Baðhússins var nokkuð áber- andi í fjölmiðlum á sínum tíma og sagði Linda farir sínar í samskipt- um við Regin, fasteignafélag, ekki sléttar en nú þegar liðið er frá segist hún líta á þau endalok sem upphaf einhvers betra. „Veistu að þrátt fyrir erfiða reynslu, þá lít ég í dag á þetta skipbrot og viðsnúning sem varð á lífi mínu, sem falda blessun. Ég trúi því statt og stöðugt að minn æðri máttur haldi um stjórntaumana og viti betur en ég hvað er mér fyrir bestu. Og í þessu tilviki var auð- sjáanlega komið að kaf laskilum og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa losnað úr þessari útgerð. Mér leið ekki vel á þeim stað sem ég var komin á með fyrirtækið og að vera undir klóm þess risa er þar stjórnaði. Ég sakna vissulega alltaf starfsfólksins míns og föstu viðskiptavinanna en þökk sé sam- félagsmiðlum að hægt er að halda sambandi. Þannig að út frá þessum erfiðleikum, eins og alltaf, má draga dýrmæta reynslu. Ég hef haft tæki- færi til að mennta mig og vera mikið erlendis, og það hefði ég ekki getað ef ég væri enn að reka fyrirtækið, þannig að þetta átti að gerast. Ég er reynslunni ríkari og sterkari fyrir vikið.“ „Svikahrappar stjórna ekki „Ég trúi því að hamingja mín hafi lítið að gera með kringumstæður eða þau verkefni sem sett eru fyrir mig eða þótt óheiðarlegt fólk verði á vegi mínum, því það sem skiptir máli er eigið hugarfar. Heilinn í okkur er nefnilega svo gríðarlega öf lugt tæki og við getum breytt hugsun okkar, því það er hún sem framkallar líðan okkar. Ég ætla ekki að gefa einhverjum svikahröppum eða ærulausu fólki úti í bæ færi á að stjórna líðan minni, þar hef ég völd- fyrir um fimmtán árum.“ Jamie er frændi fyrrverandi nágrannakonu Lindu sem kynnti þau. Allt frá því vissu þau hvort af öðru en voru í lágmarkssamskipt- um. „Við náðum svo saman aftur þegar ég leitaði til hans eftir aðstoð en Stjarna, tíkin mín, var í pössun í Kanada á meðan beðið var eftir að koma henni heim í einangrun, hann fór og bjargaði henni fyrir mig en það er töluvert lengri saga.“ Linda segir samskiptin hafa aukist í framhaldi og smám saman hafi hún fallið fyrir honum. „En segja má að það hafi verið Stjarna sem kom okkur saman.“ Linda lýsir Jamie sem miklum útivistarmanni og umhverf is- sinna. „Hann vinnur fyrir Land- helgisgæslu Kanada og elskar sjó- inn, hefur stundað bæði siglingar og róður. Ég get lofað því að ég féll ekki fyrir því að hann væri f lottur í tauinu en sem betur fer get ég sagt að það fari nú eilítið batnandi,“ segir Linda og hlær. „En hann er eitt mesta ljúfmenni sem ég þekki, stór og karlmannlegur, listakokkur og hugsar vel um mig, Ísabellu og hundana okkar. Ég er algjörlega afslöppuð og ég sjálf með honum, við hlæjum mikið saman og það er oftast gaman hjá okkur. Nú, svo finnst vinkonum mínum hann yndislegur þannig að það hefur líka sitt að segja!“ Nú er stefnan tekin á að flytja til Vancouver, þar sem Linda bjó fyrir fimmtán árum, eftirvæntingin er mikil enda segir hún borgina vera besta stað sem hún hafi búið á. Dýravelferð hjartans mál Það er því stórt ár fram undan hjá Lindu sem nú vinnur að lokaritgerð sinni sem fjallar um dýravelferð í nútíma verksmiðjubúskap enda dýrin hennar hjartans mál. „Við lifum við þunga siðferðilega byrði um meðvitað ósamræmi sem fylgir því að þykja vænt um dýr en á sama tíma vera þátttakendur í því kvalræði sem þau eru beitt, en ég kem inn á áhrif af þessari fram- leiðslu á siðfræði, heilsu, hagfræði og síðast en ekki síst á vistfræðina.“ Linda rifjar upp orð breska rithöf- undarins og dýraverndunarsinnans Ruth Harrison, sem skrifaði bókina Animal Machines á sjöunda ára- tugnum. „Orð hennar eiga vel við enn þann dag í dag: „Hversu langt ætlum við mannfólkið að ganga með drottnun okkar yfir dýrarík- inu – með því að niðurlægja dýrin, erum við þá ekki í raun og veru, að niðurlægja okkur sjálf?“” Linda vinnur eins og fyrr segir jafnframt að því að hanna nýjungar fyrir vefverslun sína en það er fleira fram undan, einkadóttirin fermist í sumar á svipuðum tíma og áætluð útskrift verður. „Nýverið gerði ég svo samning við Forlagið um að skrifa bók um heilsu og lífsstíl sem ég byrja á þegar ég lýk við lokarit- gerðina. Svo er kærastinn búinn að bjóða mér á tónleika í kastala í Vín, að sjá uppáhaldstónlistarmanninn minn, engan annan en Rod Stewart, og mikið hlakka ég til.“ Linda verður fimmtug í lok árs og segist sátt, hún sé að gera allt sem hana langi til að gera og njóta lífins eins og kostur er. Mæðgurnar eiga enn sitt annað heimili hér á landi og segir Linda Ísland alltaf verða jarð- tengingu þeirra. „Ísabella er mikill Íslendingur í sér og það togar alltaf í hana að koma aftur heim. Þrátt fyrir að hafa verið mikið erlendis er ég alltaf með annan fót- inn heima, en við höfum aðsetur á Álftanesi, í Palm Springs og Van- couver; sjór, eyðimörk og skógur. Ég fæ þar af leiðandi það besta frá öllum þessum stöðum og lifi góðu lífi, lífi sem ég hef hannað utan um vonir mínar og þrár- og þann lífs- stíl sem ég hef kosið að lifa.“ Linda bendir á að fyrir nokkrum árum hafi hún skrifað það hjá sér sem markmið að geta búið á öllum þess- um stöðum. „Þetta virkar þannig að ef við trúum á drauma okkar og fylgjum þeim eftir, þá rætast þeir oftar en ekki. Það hefur verið mín reynsla,“ segir Linda að lokum. ÉG GET LOFAÐ ÞVÍ AÐ ÉG FÉLL EKKI FYRIR ÞVÍ AÐ HANN VÆRI FLOTTUR Í TAUINU EN SEM BETUR FER GET ÉG SAGT AÐ ÞAÐ FARI NÚ EILÍTIÐ BATNANDI. ÞETTA VIRKAR ÞANNIG AÐ EF VIÐ TRÚUM Á DRAUMA OKKAR OG FYLGJUM ÞEIM EFTIR, ÞÁ RÆTAST ÞEIR OFTAR EN EKKI. Úr ævintýraferð til Oregon í Kanada síðastliðið sumar. Áslaug vinkona Ísa- bellu með í för. Þau ferðuðust um í húsbíl og hyggjast fara aftur í ár. Tekið við dómaraborðið stuttu fyrir beina útsendingu á Miss World í Kína. Ísabella hefur ferðast með mér út um allan heim. Að vera í námunda við hafið er and- leg næring fyrir mig, segir Linda. Linda, Ísabella og Jamie úti að borða á veitingastað í Palm Springs. helsta fegrunarleyndarmál hennar. „Það fer betur með bæði húð og hár að sofa á silkinu heldur en annars konar efnum eins og bómull enda skilur silkið ekki eftir krumpur í húð né ýfir hárið. Þetta var þekkt aðferð meðal kvikmyndastjarna í Hollywood hér áður fyrr og ég hef tileinkað mér þetta sjálf, enda algjör lúxus.“ Mesta ljúfmenni sem ég þekki Á dögunum birtu fjölmiðlar fréttir af því að Linda hefði fundið ástina ytra. Hið sanna er þó að í raun fann Linda hana fyrir um þremur árum en hélt sambandinu fyrir sig og sína. Hinn lukkulegi er kanadískur og heitir Jamie. „Ég hef haldið sambandinu prí- vat í að verða þrjú ár, því mér finnst gott að halda einkalífinu fyrir mig. Mér tókst vel að halda því leyndu allan þennan tíma,“ segir Linda hróðug en Jamie bjó með Lindu hér á landi í ár áður en þau fluttu öll til Kaliforníu. „En ég læði stundum inn myndum á Instagrammið mitt sem ég birti ekki annars staðar. Og þaðan fór fréttin lengra og þannig er það nú bara. Skiptir engu máli.“ Linda segir að sér líði vel í nýja sambandinu. „Mér finnst virkilega gott að hafa einhvern til að deila gleði, sorgum og daglegu lífi með, og óhætt að segja að ég hafi ekki kynnst því áður á þennan hátt. Lífið með honum er nokkuð áreynslu- laust og við erum bestu vinir,“ segir Linda en viðurkennir þó að það hafi tekið tíma að púsla lífum þeirra saman. „Lífshlaup okkar hefur verið ansi ólíkt en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég bjó í Vancouver 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -6 2 5 4 2 2 6 3 -6 1 1 8 2 2 6 3 -5 F D C 2 2 6 3 -5 E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.