Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 36
Atvinnuráðgjafar okkar leitast við að veita einstaklingsmið- aða þjónustu sem er sniðin að óskum atvinnurekenda. Þjónustuskrifstofur Vinnu-málastofnunar starfrækja ráðningaþjónustu þar sem atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki. „Þetta er auglýsing sem nær til breiðs hóps og nýtur atvinnurekandi aðstoðar atvinnu- ráðgjafa við ráðningaferlið,“ segir Þóra Ágústsdóttir deildarstjóri EURES- fyrirtækjaráðgjafar hjá Vinnumálastofnun. Hún segir Vinnumálastofnun hafa á skrá fjölda hæfra ein- staklinga sem búi yfir margs konar menntun og reynslu og gætu því hentað fjölbreyttum fyrirtækjum. „Vinnumálastofnun er með höfuð- stöðvar í Reykjavík en er auk þess með sjö þjónustuskrifstofur um land allt. Atvinnuráðgjafar okkar leitast við að veita einstaklings- miðaða þjónustu sem er sniðin að óskum atvinnurekenda,“ segir Þóra og bætir við að öll þjónusta sé atvinnurekendum að kostnaðar- lausu auk þess sem fyllsta trúnað- ar sé gætt. Vinnumarkaðsúrræði Atvinnurekendur og atvinnu- leitendur geta nýtt sér mismun- andi vinnumarkaðsúrræði sem Þóra segir að sé helsta verkfæri Vinnumálastofnunar til að skapa ný störf og koma atvinnuleit- endum aftur út á vinnumarkað- inn. Meðal úrræða er tímabundin starfsþjálfun þar sem markmiðið er að atvinnuleitandi fái tækifæri á vinnumarkaði og fyrirtækið fær styrk allt að 270.000 kr. á mánuði með viðkomandi. Einnig geta fyrirtæki fengið styrk við ráðningu flóttamanna og fólks með skerta starfsgetu, svokallaðir vinnu- samningar öryrkja. Helstu skilyrði fyrir ráðningu einstaklings í vinnumarkaðs- úrræði eru að fyrirtækið þarf að vera skráð og í öruggum rekstri og hafi ekki sagt upp starfsmönnum síðustu mánuði. Samstarf opinberra vinnu- miðlana Vinnumálastofnun er aðili að EURES (European Employment Þjónusta atvinnurekendur Vinnumálastofnun sinnir ekki eingöngu víðtækri þjónustu við atvinnuleitendur heldur er þar einnig rekin ráðningaþjónusta sem byggir á persónulegri ráðgjöf til atvinnurekenda. Þóra Ágústs- dóttir deildar- stjóri EURES – fyrirtækja- ráðgjafar hjá Vinnumála- stofnun. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Services) sem er samstarfsvett- vangur opinberra vinnumiðlana milli ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu og er starfrækt í 31 landi í Evrópu. „Markmið EURES er að stuðla að auknum hreyfanleika vinnandi fólks á milli landa og bregðast við staðbundnum sveifl- um á vinnumarkaði,“ lýsir Þóra en um 900 EURES ráðgjafar starfa í Evrópu. Haldið er úti öflugri vefgátt sem veitir upplýsingar um allt er viðkemur starfsemi EURES. Á Íslandi má nálgast upplýsingar með því að skoða vefsíðu Vinnu- málastofnunar, vmst.is og vefgátt EURES, eures.europa.eu sem er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku. Þar geta fyrirtæki fengið beinan aðgang að ferilskrám atvinnuleitenda á EES svæðinu. Vefgátt EURES veitir einnig upplýsingar um starfs- og lífsskilyrði og ástandið á vinnu- markaði í hverju landi fyrir sig. Þóra hvetur fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustuna nánar til að hafa sam- band við EURES – fyrirtækjaráð- gjöf á netfanginu vinnumidlun@ vmst.is eða í síma 515-4800. Við erum lausnin við skorti á hæfum og sérhæfðum starfs-mönnum, iðnaðarmönnum, framleiðslufólki, matreiðslumönn- um, vélamönnum, meiraprófs- bílstjórum, hótel- starfsmönnum og svo mætti lengi telja,“ segir Haraldur Ólafs- son, framkvæmda- stjóri Alþjóðlegu ráðningarþjónust- unnar. Ráðningar- þjónustan var opnuð árið 2017 og segir Haraldur að helsti munurinn sé að þau fylli upp í ákveðið gat sem var á ráðningarmarkaði, þ.e. ráðningar á hinum vinnandi manni. „Fyrir okkar tíð voru það eingöngu starfsmannaleigur sem voru að sinna ráðningum á þessum markaði. Við erum ekki starfs- mannaleiga og bjóðum eingöngu upp á beinar ráðningar til fyrir- tækja þar sem fyrirtækin greiða okkur einskiptisgjald fyrir að finna rétta starfsmanninn eftir fyrir fram ákveðnum hæfnisskilyrðum. Ráðningarsamband er beint milli fyrirtækisins og starfsmannsins, almennt ríkir því meira traust, og þess vegna getum við fundið hæfara fólk.“ Þegar haldið var af stað í þessa ferð fóru Haraldur og hans teymi í leit að samstarfsaðila og fundu GP Recruitment í Lettlandi sem hefur starfað samfleytt síðan 2004 við afbragðsorð- spor. Fyrirtækið sér um ráðningar til fyrirtækja víðsvegar um Evrópu og utan hennar, t.d. í Kanada og Japan. „Við keppumst ekki við að ráða sem flesta og horfum frekar í gæði heldur en fjölda, þ.e. að þær ráðningar sem við tökum að okkur séu farsælar. Frá 2017 erum við að nálgast um það bil 300 manns sem við höfum ráðið hingað til lands og Færeyja, en eins og áður sagði ein- beitum við okkur að ráðningum á hinum vinnandi manni frá verkamönnum til mjög sérhæfðra iðnaðarmanna. Okkar reynsla sýnir að þetta fyrirkomulag leiðir til þess að starfsmenn fá hærri laun þar sem öllum milliliðum t.d. eins og starfs- mannaleigum er sleppt. Hærri laun gera okkur kleift að laða að okkur hæfara fólk, starfsmenn sem koma til að vinna beint hjá viðkomandi fyrirtækjum koma inn með öðru hugarfari heldur en þeir sem koma á vegum starfsmannaleigu. Þeir hafa t.d. færi á að vinna sig upp í stöðu, fá meiri ábyrgð með tilheyrandi launahækkun. Flestar okkar ráðningar eru í framtíðarstörf og þar er hlutfallið um 88% sem eru ár eða lengur hjá viðskiptamönnum. Einnig er það þannig að þeir starfsmenn sem hafa komið á okkar vegum í tíma- bundin störf hér á landi koma til okkar aftur því þeir treysta okkur. Traustið er einmitt það mikil- vægasta í þessu starfi, þ.e. að þær upplýsingar sem við látum af hendi séu réttar hvað varðar þær stöður sem við ráðum í, kaup og kjör, vinnutíma, aðstæður á vinnustað o.s.frv. Fólkið er okkar auður.“ Hjá ráðningarstofunni starfar tengiliður starfsmanna sem talar íslensku, ensku, lettnesku og rússnesku. „Allir starfsmenn eru sóttir út á völl, skráðir inn í landið, atvinnuskírteini þeirra viður- kennd, aðstoðaðir við ráðningar- samning, við að opna banka- reikning og við útvegum íslensk símanúmer en þetta ferli tekur nokkra daga og hafa viðskipta- menn okkar verið mjög ánægðir með þessa þjónustu. Okkar mark- mið er að það eigi að vera eins ein- falt að ráða starfsmenn í gegnum okkur erlendis frá og að ráða starfs- mann hér á landi, þ.e.a.s. við sjáum um allt ferlið frá a til ö.“ Traustið það mikilvægasta Hjá Alþjóðlegu ráðningarþjónustunni starfa tengiliðir starfsmanna sem talar til dæmis íslensku, ensku, lettnesku, rússnesku. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlega ráðn- ingarþjónustan sérhæfir sig í því að finna hæft starfsfólk erlend- is frá fyrir íslensk fyrirtæki. Haraldur Ólafsson, framkvæmdastjóri ráðningaþjónustunnar. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RRÁÐNINGARÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -9 8 A 4 2 2 6 3 -9 7 6 8 2 2 6 3 -9 6 2 C 2 2 6 3 -9 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.