Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 88

Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 88
MAÐUR ER BROSANDI Á EINNI MYND EN 20 ÁRUM SEINNA ER EITTHVAÐ ALLT ANNAÐ UPP Á TENINGNUM. Fyrir meira en áratug var Friðgeir Einarsson staddur í Brussel. Hann átti afmæli og brá sér á flóamarkað og rakst þar á tvö myndaalbúm sem voru til sölu. „Ég keypti myndaalbúmin og sett­ ist seinna niður með þau og skoðaði myndirnar. Albúmin tilheyrðu konu sem hafði farið tvisvar í frí til Mallorca og dvalið í sumarhúsa­ byggðinni Club Romantica fyrir fjörutíu árum og síðar gifst manni í Belgíu,“ segir Friðgeir sem fannst forvitnilegt að þessi persónulegu myndaalbúm hefðu verið til sölu. „Þarna voru svo margar minn­ ingar einnar manneskju. Mér fannst ótrúlegt að þessu hefði öllu verið hent. Ég gerði að minnsta kosti ráð fyrir því að þannig hefðu mynda­ albúmin ratað á f lóamarkaðinn,“ segir Friðgeir sem varð forvitinn um líf þessarar konu. „Ósjálfrátt fór ég að púsla saman sögu konunnar út frá þessum gögnum. Búa mér til hugmyndir um manneskjuna og annað fólk sem var með henni á myndunum og hvernig það tengdist henni.“ Rakti slóðina Það liðu hins vegar mörg ár þar til Friðgeir fékk þá hugmynd að vinna verk tengt myndaalbúmunum og örlögum konunnar. „Einhver hafði vandað til verks við að setja saman albúmin. Mér fannst liggja beinast við að freista þess að skila þeim. Til þess þurfti ég að hafa uppi á kon­ unni,“ segir Friðgeir. Hann vissi það að konan fór tvisv­ ar til Mallorca í sumarhúsabyggð á eyjunni. Þótt fjörutíu ár væru liðin frá því að konan fór þangað í frí þá ákvað Friðgeir að fara á hennar slóðir. „Ég fór bara einn til Mallorca með myndaalbúm í fanginu. Ég vissi fyrir fram að það var ekki mikil von um að finna þar einhverjar vísbend­ ingar, en það var glettilega ódýrt að fljúga. Auðvitað voru ekki til nein sérstök gögn um ferðamenn, en ég var líka kominn til Mallorca til þess að finna svolítið fílinginn. Ég var búinn að skoða þennan stað svo oft á myndum og fannst pínulítið eins og ég væri að koma aftur, mörgum árum seinna, og sjá breytingarnar sem höfðu orðið með tímanum,“ segir Friðgeir og segist hafa byrjað að mynda tengsl við þetta ókunnuga fólk á ljósmyndum albúmanna. Í belgískum smábæ í paranoju „Fyrst þegar ég skoðaði myndirnar í albúmunum, þá var þetta bara eitt­ hvert fólk. En eftir því sem maður skoðar oftar og betur þá myndar maður einhvers konar tengsl við fólkið. Ekki eins og fjölskyldubönd, það væri skrýtið. Heldur einhvers­ konar bönd. Þetta er auðvitað undar legt því þessi tengsl eru algjör­ lega einhliða.“ Friðgeir fór í framhaldinu til Belgíu með myndaalbúmin til þess að rekja slóðina. Það kom honum þægilega á óvart hversu vel honum var tekið. „Mér leið stundum eins og eltihrelli og var hræddur um að vera tekinn sem slíkur. Þegar hringurinn var farinn að þrengjast var ég kom­ inn í lítinn belgískan bæ. Þar gekk ég um í paranojuástandi en það kom mér á óvart hvað fólk tók uppátæki mínu vel. Því fannst þetta forvitni­ legt og áhugavert verkefni. Ég gætti þess að vera nærgætinn í öllum sam­ skiptum við fólk, kannski var ég of mikið til baka. Ég veit ekki hvort blaðasnápur hefði gengið vasklegar fram. En mér fannst þetta einfald­ lega allt saman mjög óþægilegt,“ segir Friðgeir. „Þetta voru það persónulegar myndir að það var skrýtið og við­ kvæmt að ég, ókunnugur maður, væri á annað borð með þær.“ Lífið er hér og nú Friðgeir komst að því hvers vegna myndaalbúmunum var hent og fjallar meðal annars um það í verki Leið eins og eltihrelli Listamaðurinn Friðgeir Einarsson frumsýnir nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Verkið kallast Club Romantica. Í því greinir hann frá tilraunum sínum til að skila persónulegum myndaalbúmum sem hann keypti á flóamarkaði til upprunalegs eiganda. Hann reyndi að hafa uppi á konunni og fór á slóð myndanna til Mallorca og Belgíu. Friðgeir Einarsson með Snorra Helgasyni á sviði Borgarleikhússins. Snorri samdi tónlist við verkið Club Romantica. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Úr myndaalbúmunum sem Friðgeir keypti á flóamarkaði í Brussel. Friðgeir ræðir um myndirnar og ferlið við að hafa uppi á eiganda albúm­ anna. Snorri Helgason er honum til halds og trausts. MYND/OWEN FIENE Friðgeir kominn til Belgíu þar sem hann rakti slóðina til enda. Í albúminu er að finna mynd af nýgiftum hjón­ um árið 1985 fyrir framan þessa kirkju í Tervuren. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is sínu, Club Romantica. „Á endanum komu örlög þessa fólks í ljós. Og þá meikaði sens að myndaalbúmunum var hent. Það voru ekki mistök. Það var ástæða fyrir því sem áhorfendur komast að í leikritinu.“ Myndaalbúmin eru hluti af leik­ munum í leikritinu. „Ég sýni myndir úr þeim og rek niðurstöðu mína, áður og eftir að ég fór í þennan leið­ angur.“ Friðgeir segir aðspurður vinnslu við verkið hafa verið þroskandi. „Ég þurfti að fara yfir þægindaþröskuld­ inn og lærði líka ýmislegt um lífið. Um hvað það er, hvað maður ætti að leggja áherslu á. Maður tekur ljós­ myndir og reynir að safna minn­ ingum en svo hverfur það bara. Maður er brosandi á einni mynd en 20 árum seinna er eitthvað allt annað upp á teningnum. Ég veit að það er klisja en maður verður að njóta augnabliksins, lífið er hér og nú,“ segir Friðgeir. Club Romantica verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 28. febrú­ ar næstkomandi. Með honum á sviðinu verður Snorri Helgason, tónlistarmaður, sem semur tónlist verksins. Pétur Ármannson er leik­ stjóri, Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og búninga, Ásrún Magn­ úsdóttir sér um sviðshreyfingar og ljósahönnun annast þeir Ólafur Ágúst Stefánsson og Pálmi Jónsson. 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 3 -7 F F 4 2 2 6 3 -7 E B 8 2 2 6 3 -7 D 7 C 2 2 6 3 -7 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.