Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 2
Veður
Suðvestan 23-30 S-til á landinu
en mun hægari NV-til. Dregur
smám saman úr vindi og úrkomu
síðdegis, en áfram stormur eða
rok A-lands fram á kvöld. Hiti víða
3-8 stig en kólnar smám saman og
slydda eða él NV-til í kvöld.
SJÁ SÍÐU 14
Svo eru fjölskyldur
hérna sem eru að
passa að okkur vanti ekkert
og hugsa um okkur.
Það finna allir hvað þetta er
erfitt og það eru allir til-
búnir að hjálpa.
Daníel Örn Wiium,
yngri bróðir Jóns Þrastar
Á skíðum skemmti ég mér …
Þrátt fyrir hlýindakaf la og bráðnandi snjó þá skorti ekki gleðina á skíðasvæði
Siglfirðinga í Skarðsdal í gærdag, þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðn-
um, líkt og þessi hópur skíðagarpa ber glöggt vitni um. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi
Fljótshlíð, föstudaginn 22. mars 2019 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum
fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist
skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir
aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.
Reykjavík, 21. febrúar 2019.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Sw
or
ds
R
oa
d
Dr
um
co
nd
ra
Rd
Highfield-
hjúkrunarheimilið
Bonnington-
hóteliðSwords Road
Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá High-
field-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert
hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn,
hunda og þyrlu hafa farið yfir „grænu svæðin“ við hótelið og Highfield.
✿ Jón Þröstur hvarf sporlaust af Bonnington-hótelinu
?
COURTLANDS
LÖGREGLUMÁL „Við fengum verð-
skuldaðan frídag í fyrradag eftir
tvær vikur af keyrslu. Það voru allir
andlega og líkamlega örmagna. Nú
erum við bara að halda áfram að
leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir
Daníel Örn Wiium, yngri bróðir
Jóns Þrastar, í samtali við Frétta-
blaðið.
Jón Þröstur hvarf að morgni
laugardagsins 9. febrúar í White-
hall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á
öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt
kærustu sinni, en Jón var þangað
kominn til að taka þátt í pókermóti
og skoða kastala. Jón Þröstur fór af
hótelinu án síma og vegabréfs, en
talið er líklegt að hann hafi haft
greiðslukort á sér. Kortið hefur
ekki verið notað frá því hann hvarf.
Írskir miðlar hafa greint frá því að
hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en
ekki liggur fyrir hversu mikið.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra ræddi málið við
Simon Coveney, utanríkisráðherra
Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum
fyrir þann hlýhug sem við finnum
frá írsku þjóðinni í tengslum við
þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur
Þór. Hann fann það á Coveney að
hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á
írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á
milli mála. Hann þekkti mjög vel
til málsins og sagði mér að þetta
hefði vakið mikla athygli á Írlandi.
Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá
lausn í þetta mál.“
Daníel Örn er ánægður með við-
brögð ráðamanna sem séu í takt
við alvöru málsins. Hann segir fjöl-
skylduna finna fyrir miklum sam-
hug meðal írsku þjóðarinnar. „Við
finnum fyrir stuðningi á hverjum
einasta degi frá öllum. Við höfum
hitt fólk við leitina sem hefur misst
Írar biðja fyrir því að
Jón Þröstur finnist
Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráð-
herrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar
gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra.
ættingja eða týnt og það hefur hvatt
okkur til þess að halda áfram.“
Hann hefur fundið fyrir því
hvernig málið hefur smátt og smátt
vakið meiri athygli. „Ég er örugglega
búinn að banka á f leiri hundruð
hurðir hjá fólki, það taka okkur allir
opnum örmum. Það er búið að láta
okkur vita að það sé verið að biðja
fyrir honum í kirkjunum hérna,
svo eru fjölskyldur hérna sem eru
að passa að okkur vanti ekkert og
hugsa um okkur. Það finna allir
hvað þetta er erfitt og það eru allir
tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir
það til þess að við finnum hann og
óvissan taki enda.“
arib@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Ísland tekur málefni
hinsegin fólks upp við hvert tæki-
færi og setur fram f lest tilmæli til
einstakra ríkja í jafningjarýni um
réttindi þeirra. Þetta segir Guðlaug-
ur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Hann ávarpaði mann réttinda ráð
Sameinuðu þjóðanna í gær.
„Ísland beitir sér hér eftir sem
hingað til með skeleggum mál-
flutningi á erlendri grundu og með
því að betrumbæta aðstæður hin-
segin fólks heima fyrir, eins og segir
í ríkisstjórnarsáttmálanum, þann-
ig að við séum í fremstu röð,“ segir
Guðlaugur. Hann gagnrýndi ofbeldi
gegn hinsegin fólki í Tansaníu og
Tsjetsjeníu í ræðu sinni í gær.
Ráðherra ræddi einnig mannrétt-
indabrot ríkja sem sitja í ráðinu og
starfshætti ráðsins í ræðunni.
Guðlaugur efast ekki um að
stærri ríki hafi komið í veg fyrir
tækifæri smærri ríkja til að bjóða
sig fram. „Okkur finnst að í ráði
– þar sem samanlagt sitja 47 ríki –
eigi að vera hægt að koma málum
þannig í kring að öll aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna geti setið þar
endrum og sinnum, hafi þau áhuga
á því. Áhrifaríkin í hverjum heims-
hluta ættu ekki að einoka ráðið. Það
mætti alveg hugsa sér að í hverjum
ríkjahópi skiptist ríki á um að fara
fram. Ég tek þó fram að mér finnst
alls ekki óeðlilegt að fjölmennari
ríki heimsins sitji tiltölulega oft
í mannréttindaráðinu. Eftir sem
áður teljum við mikilvægt að fleiri
ríki þjóni í ráðinu.“ – þea
Flest tilmæli
um réttindi
hinsegin fólks
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra.
SJÁVARÚT VEGUR Leit Hafrann-
sóknastofnunar að loðnu hefur
engan árangur borið og ekki eru
forsendur til að gefa út loðnukvóta
þetta árið. Frá þessu er greint á vef
Austurfrétta.
Síðasta loðnuleiðangri Hafró
lauk í fyrradag en leit að fiskinum
hefur staðið yfir undanfarnar vikur.
Í gegnum árin hefur mismikill
fiskur fundist og dæmi til um afar
slæmar vertíðir. Sú síðasta var fyrir
tíu árum.
Ljóst er að loðnuleysið mun hafa
mikil áhrif, sérstaklega á Austfjörð-
um þar sem stærstur hluti hennar er
unninn. Samkvæmt Hagstofunni
nam aflaverðmæti loðnu árið 2017
3,6 milljörðum en áætlað er að
útflutningsverðmæti hafi verið um
fimmfalt hærra. – jóe
Leit að loðnu
árangurslaus
Fleiri ljósmyndir er að finna á +Plússíðu Frétta-
blaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-app-
inu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
8
-7
6
2
0
2
2
6
8
-7
4
E
4
2
2
6
8
-7
3
A
8
2
2
6
8
-7
2
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K