Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 46
Fermingarmyndin yfirleitt elst vel
A-landslið kvenna í fótbolta hefur þátttöku í Algarve Cup 2019 í Portúgal á morgun og leikur við
Kanada og Skotland á næstu dögum. Hér rifja nokkrar landsliðskonur upp ferminguna sína.
Elín Metta Jensen,
leikmaður Vals.
Hvenær fermdist þú?
Ég fermdist í Háteigskirkju í Reykjavík árið 2009.
Hvað er minnisstæðast frá undirbúningnum og deginum?
Ég eyddi talsverðum tíma í að finna fín föt fyrir daginn og endaði á
að velja mér grámunstraðan kjól úr búð í Kringlunni og klæddist túrkís-
bláum sokkabuxum við hann. Síðan fékk ég að fara í hárgreiðslu hjá hárgreiðslukonu
sem setti slöngulokka í mig. Ég held þetta hafi verið ágætis „lúkk“ miðað við aðstæður.
Reyndar man ég ekkert sérstaklega eftir athöfninni sjálfri, sem er kannski svolítið
sorglegt.
Hvaða veitingar var boðið upp á?
Þær voru frekar dæmigerðar fyrir fermingarveislu, t.d. snittur, kökur og kleinur. Mér
fannst klassísku veitingarnar bestar, þ.e. pönnukökurnar og flatkökur með hangikjöti.
Fékkstu góðar gjafir?
Ég var mjög ánægð með gjafirnar. Ég fékk alls konar fína skartgripi og veglegar
bækur, en Nikon myndavélin frá mömmu og pabba sló samt mest í gegn.
Hvernig hefur fermingarmyndin elst?
Ég fór ekki í fermingarmyndatöku, en mamma tók mynd af mér og Ingunni vinkonu
minni fyrir utan Háteigskirkju. Það var ágætis mynd og hún eldist alveg ágætlega.
Hallbera Guðný Gísladóttir,
leikmaður Vals
Hvenær fermdist þú?
Ég fermdist í Akraneskirkju 16. apríl árið 2000.
Hvað er minnisstæðast frá undirbúningnum og deginum?
Það var að fá að velja föt og skó fyrir stóra daginn ásamt því
að finna út hvernig hárgreiðslan átti að vera. Mér fannst ég aga-
lega smart á sínum tíma en það er svo sem alveg hægt að deila um það í dag. Síðan
var ákveðin spenna að fá að fara í hvíta kyrtilinn og ganga til altaris í fyrsta (og
eina) skiptið.
Hvaða veitingar var boðið upp á?
Veitingarnar í veislunni voru nokkuð hefðbundnar, kökuhlaðborð og kaffi. Ég
valdi reyndar ístertu og Rice Krispies kransaköku í staðinn fyrir rjómatertu og
marsipan kransaköku og var alsæl með það.
Fékkstu góðar gjafir?
Ég var virkilega ánægð með gjafirnar sem ég fékk en skartgripir og reiðufé er
svona það helsta sem stóð upp úr, auk þess sem ég fékk „nýtt herbergi“ frá for-
eldrum mínum.
Hvernig hefur fermingarmyndin elst?
Fermingarmyndin mín eldist alveg ágætlega held ég. Ég var seinþroska svo ég var
ekki komin almennilega á þetta vandræðalega unglingaskeið, heldur leit frekar út
eins og ég væri tíu ára.
Fanndís
Friðriksdóttir,
leikmaður Vals.
Hvenær fermdist þú?
Ég fermdist í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 3. apríl árið 2004.
Hvað er minnisstæðast frá undirbúningnum og
deginum?
Það voru fermingarfræðslutím arnir sem maður
reyndi að komast hjá eftir bestu getu. Mér er t.d.
minnisstætt að við áttum að læra texta utanbókar og
segja fyrir framan prestinn. Þegar kom að veislunni
reyndist mikill hausverkur að finna föt til að klæðast
auk þess sem það fór mikill undirbúningur í að
brjóta saman servíetturnar sem áttu að vera á borð-
unum og þræða á þær perlur.
Hvaða veitingar var boðið upp á?
Ég man ekki mikið eftir veitingunum sjálfum
en borðið var mjög fagmannlega skreytt af móður
minni. Sjálf er ég ekki mikil kökumanneskja en ég
man að ég bað um að boðið yrði upp á Rice Krispies
köku.
Fékkstu góðar gjafir?
Ég fékk fullt af fallegum gjöfum, t.d. mikið af skart-
gripum sem voru úr sömu skartgripaversluninni
í Vestmannaeyjum. Eftir veisluna skipti ég öllu
skartinu í einn fallegan hring sem ég svo týndi í einni
U-17 ára landsliðsferðinni.
Hvernig hefur fermingarmyndin elst?
Bara ágætlega, það er a.m.k. gaman að skoða
gamlar fermingarmyndir.
Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir,
leikmaður
Utah Royals FC.
Hvenær fermdist þú?
Ég fermdist í október árið 2002. Þar
sem ég flutti heim frá Bandaríkjunum um sumarið
þurfti ég að fermast hálfu ári seinna en jafnaldrar
mínir.
Hvað er minnisstæðast frá undirbúningnum og
deginum?
Það sem er minnisstæðast er að ég fékk að fermast
með bestu vinkonu minni sem var líka að flytja heim
frá Bandaríkjunum. Í dag erum við enn bestu vin-
konur.
Hvaða veitingar var boðið upp á?
Það voru þessar veitingar, t.d. kransakaka, heitir
réttir og kökur sem ömmur og afar og fjölskylda
bjuggu til. En þar sem ég hef mjög einfaldan smekk
var uppáhaldsrétturinn minn flatkökurnar með
hangikjöti.
Fékkstu góðar gjafir?
það var mikið verið að gefa pening en uppáhalds-
gjöfin mín var fjólublá ferðataska sem ég fékk frá
Yrsu frænku minni og fjölskyldu.
Hvernig hefur fermingarmyndin elst?
Ég veit ekki hvað kom upp á í tengslum við
fermingarmyndirnar mínar en ég er búin að fela þær
allar. Þannig að þær hafa ekki elst vel.
Guðbjörg
Gunnarsdóttir,
leikmaður
Djurgården.
Hvenær fermdist þú?
Það var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
árið 1999
Hvað er minnisstæðast frá undirbúningnum og
deginum?
Það helsta var að undirbúningurinn hófst við
fjögurra ára aldur þegar ég pantaði kransaköku frá
frænda mínum í Sandholt bakaríi.
Hvaða veitingar var boðið upp á?
Það var heitur matur með innbökuðu lambalæri
og öðrum heitum réttum ásamt meðlæti. Í forrétt
var kaldur rækjuréttur. Eftirrétturinn, kransakakan,
var klárlega hápunktur veislunnar. Bakarinn sagðist
aldrei hafa fengið pöntun svona snemma. Hann
hafði góð tíu ár til að undirbúa hana enda minnti ég
hann reglulega á það.
Fékkstu góðar gjafir?
Við Tinna Bergs, æskuvinkona mín, fengum stóra
bláa GSM síma sem okkur fannst geggjaðir. Það var
frítt að senda SMS allt sumarið svo við sendum SMS
okkar á milli alla daga og nætur sem var í algjöru
uppáhaldi.
Hvernig hefur fermingarmyndin elst?
Ég var hálf blind á þessum aldri með stór kringlótt
Harry Potter gleraugu og á því myndir með og án
gleraugna. Myndirnar án gleraugna eru töluvert
betri.
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
Glerárgötu 36 / 600 Akureyri
Sími 415-6415 / hesja.is
Lyngás 13 / 700 Egilsstaðir
Sími 471-2299 / ab.is
FERMINGAGJAFIR
BENSÍN
Svört, rauð eða grá
RAFMAGNS
Svört, rauð eða hvít
KEMUR
1. APRÍL
Bensín- og rafmagnsvespur á góðu verði
Þarf ekki próf,
trygg ja eða skrá!
“Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi
almennings að upplýsingum og ráðgjöf
um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,,
Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is
Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir
30 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
8
-C
A
1
0
2
2
6
8
-C
8
D
4
2
2
6
8
-C
7
9
8
2
2
6
8
-C
6
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K