Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 22
Í kirkjunni var ég með hvítt hár þannig að ég stóð mikið út úr og svo var ég mjög tanaður sem mér fannst mjög kúl þá. Fjölmargar hug- myndir má finna að snittum, spennandi smáréttum, innbök- uðum ostum og osta- bökkum sem henta vel í fermingarveislur. Byrjið veisluundirbúninginn á gottimatinn.is en á síðunni er að finna fjölda ljúffengra uppskrifta. Uppskriftasíðan gottimat - inn.is er góður staður til að byrja á þegar kemur að fermingarundirbúningi bæði hvað varðar mat og skreytingar. Á síðunni eru til að mynda f lokkar uppskrifta tileinkaðir veislum, fermingum og ostum, þar sem finna má margs konar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir þetta stóra tilefni og getur síðan þannig hjálpað til við undirbúninginn og veitt fólki innblástur. Fjölmargar hugmyndir má finna að snittum, spennandi smáréttum, innbök- uðum ostum og ostabökkum sem henta vel í fermingarveislur. Mozzarella-snittur 1 stk. baguette-brauð 1 dós litlar mozzarella-kúlur í dós 1 box kirsuberjatómatar Fersk basilíka Ólífuolía Hvítlauksduft Gróft salt 1. Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 2 mínútur í ofni við 200°C. 2. Skerið mozzarella-kúlurnar í tvennt og dreifið yfir hverja sneið (um það bil þrír helmingar á hverri sneið) og setjið aftur í ofninn í um 2 mínútur. Leyfið ostinum aðeins að bráðna. 3. Skerið kirsuberjatómata til helminga og saxið góða lúku af ferskri basilíku, blandið saman í skál með um ½ msk. af ólífuolíu. Dreifið yfir snitturnar og njótið. Fylltar beikondöðlur Um það bil 25 döðlur 5 msk. rjómaostur frá Gott í matinn 2 msk. hnetusmjör 1 pakki beikon 1. Skerið smá rauf í döðlurnar. 2. Blandið saman rjómaosti og hnetusmjöri, setjið í zip-lock poka og klippið lítið gat á endann. Sprautið fyllingu í hverja döðlu. 3. Klippið beikonið í tvennt og vefjið því utan um döðlurnar. Gott er að miða við að minnsta kosti 1½ til tvo hringi af beikoni á hverja döðlu. 4. Hitið í ofni við 200°C þar til beikonið fer að dökkna. Camembert-snitta með sætri peru 1 stk. baguette-brauð 1½ Dala camembert-ostur 1½ pera Klettasalat (um ½ poki) Ristaðar furuhnetur (um ½ poki) Ólífuolía Hvítlauksduft Gróft salt Sykur og smjör til að brúna peru- sneiðarnar 1. Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 3 mínútur í ofni við 200°C. 2. Kælið brauðið aðeins og setjið klettasalat yfir hverja sneið. 3. Skerið peruna í sneiðar sem passa brauðstærðinni ykkar (ekki of þykkar). 4. Stráið sykri á pönnu, hitið þar til hann bráðnar og bætið þá smjörklípu saman við og lækkið hitann. 5. Brúnið perusneiðarnar á báðum hliðum, þegar þið snúið er camembert-sneið lögð á hverja perusneið þar til osturinn fer aðeins að bráðna. 6. Þá er peru/camembert-sneiðin færð yfir á snittuna, ofan á kletta- salatið. 7. Ristuðum furuhnetum er að lokum stráð yfir. Einfaldasti partíréttur aldarinnar 1 askja rjómaostur frá Gott í matinn Sweet chili-sósa Ferskur kóríander Ritz-kex eða annað kex 1. Hvolfið rjómaostinum á fal- legan disk. 2. Hellið ríkulega af Sweet chili sósu yfir og nógu af kóríander. 3. Njótið með góðu kexi. Ljúffengir fermingarréttir Gott í matinn lumar á einföldum og góðum smáréttum í fermingarveisluna. Fylltar beikon - döðlur og snittur með camembert og sætri peru eru bara brot af því sem finna má á síðunni. Waage að störfum við tónlistargerð í fermingarjakkafötunum sem hann passar ennþá í. MYND/EYÞÓR Kristján Thor Waage með hvíta fermingarhárið og í fínu fermingarfötunum. Tónlistarmaðurinn Kristján Thor Waage hefur getið sér gott orð fyrir teknótónlist en fyrsta platan hans, W, sem kom út árið 2017 fékk af bragðsgóðar við- tökur og sat á toppi Juno spilunar- listans í tvo mánuði. Önnur plata er á leiðinni og kemur hún út í mars. Færri vita að tónlistarferill Kristjáns hófst eins og margra ungra tónlistarsnillinga samtím- ans, í tölvunni sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína. Kristján fermdist árið 2006 í Ábæjarkirkju. „Ég man nú ekkert sérstaklega margt frá þessum degi. Í kirkjunni var ég með hvítt hár þannig að ég stóð mikið út úr og svo var ég mjög tanaður sem mér fannst mjög kúl þá.“ Hann segir veisluna hafa verið frekar hefðbundna. „Hún var í sal rétt hjá Laugardalshöllinni, fólk mætti og fékk kökur og kaffi og heilsaði upp á mig. Ég man ekki eftir að hafa fengið að ráða miklu í þessu ferli, man bara að það var mikið af veitingum og að mér fannst þær góðar enda þekkja foreldrar mínir mig alveg og vissu hvað ég fílaði. Þetta er annars ekkert mjög merkilegur dagur fyrir mér í minningunni,“ segir Kristján. Hann segir trúna hafa skipt máli þegar hann ákvað að fermast. „Á þessum tíma var ég kannski ekki beint trúaður en samt ekki heldur vantrúaður, meira svona forvitinn um þetta allt saman. Í dag er ég alveg vantrúaður og ef ég ætti tímavél mundi ég fara til baka og fermast borgaralega. Ég sé samt ekkert eftir því að hafa fermst í kirkjunni, það var mjög fallegt.“ Fermingarfötin voru líka fyrstu jakkafötin. „Ég var í blárri skyrtu og fínum jakkafötum og það fáránlega við þetta er að ég kemst ennþá í þau í dag, þrettán árum síðar. Ég nota þau þegar ég er að fara fínt út að borða eða eitthvað. Þau eru fín og fara mér vel og ég sé enga ástæðu til að nota þau ekki.“ Fermingargjafirnar eru öllum fermingarbörnum minnis- stæðar. „Ég fékk PSP leikjatölvu frá bróður mínum og svo voru þetta aðallega bara peningar,“ segir Kristján. „Ég held að f lestir krakkar kaupi sér eitthvert tækni- dót fyrir fermingarpeningana og ég var engin undantekning og keypti mér borðtölvu.“ Og tölvan sú hefur komið að góðum notum. „Fyrst var ég bara í leikjum í henni en bróðir minn sýndi mér f ljótlega tónlistarforrit sem ég byrjaði að fikta mig áfram með og f ljótlega var ég farinn að semja tónlist.“ Kristján sendir frá sér sína aðra plötu um þessar mundir. „Platan heitir W í öðru veldi en ég sem undir nafninu Waage,“ segir hann. Tónlistinni hefur verið lýst sem taktfastri, f læðandi en þó dans- vænni og þessi plata er eins konar framhald af fyrstu plötunni, W, sem kom út 2017. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir útgáfunni og fyrir útgáfupartíinu sem verður 16. mars á Bravó.“ Og framtíðin er björt. „ Planið er að vera hamingjusamur og líða vel og partur af því er að gefa út tónlistina mína, spila meira úti og gefa út f leiri plötur.“ Með hvítt hár í sígildum jakkafötum Kristjan Thor Waage fermdist í Árbæjarkirkju árið 2006. Hann keypti sér borðtölvu fyrir fermingar peningana og lagði þannig grunn að glæstri framtíð í teknótónlistargeiranum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 8 -9 3 C 0 2 2 6 8 -9 2 8 4 2 2 6 8 -9 1 4 8 2 2 6 8 -9 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.