Mosfellingur - 11.01.2018, Page 11

Mosfellingur - 11.01.2018, Page 11
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 560.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar. Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á frumnámskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Guðrúnu Hjaltalín Guðjónsdóttur í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Menntunar- og hæfnikröfur: Spennandi sumarstörf 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði Bílpróf er skilyrði Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf að hafa sveinspróf eða vera langt komið í námi í viðeigandi fagi Mikil öryggisvitund og árvekni Heiðarleiki og stundvísi Góð samskiptahæfni KirKjuKraKKar Barnastarf fyrir 1. og 2. bekk haustið 2017 Lágafellskirkja býður upp á Kirkjukrakka, kirkjustarf fyrir börn í 1. og 2. bekk. Kirkju- krakkar eru í samvinnu við Frístundasel Lágafellsskóla á Höfðabergi og Varmárskóla. Ekki er nauðsynlegt að vera í Frístundaseli til að taka þátt og fer starfið fram í skólanum. Kirkjukrakkar eru einu sinni í viku á föstudögum: Lágafellsskóli (Höfðaberg) frá kl. 13:20 til kl. 13:55. Varmárskóli frá kl. 14:10 til kl. 14:45. Kirkjukrakkar er kristilegt starf fyrir börn í 1. og 2. bekk, þar fræðast þau um kristna trú og kærleika, syngja og leika sér. Börnin læra bænir, heyra helstu sögur Biblíunnar og velta fyrir sér siðferðisboðskapnum sem í þeim býr. Engin greiðsla er tekin fyrir kirkjukrakka. Umsjón með kirkjukrökkum í vetur hefur Guðjón Reynisson, æskulýðsleiðtogi. Hægt er að skrá börnin í kirkjukrakka með því að senda tölvupóst á: gaujandri@ gmail.com. Taka þarf fram nafn, bekk og skóla barnsins. T.T.T. æskulýðsstarf fyrir 10 til 12 ára Í vetur mun Lágafellskirkja eins og undanfarin ár vera með starf fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Þann hóp höfum við kallað T.T.T. T.T.T. er félagsskapur fyrir öll 10 til 12 ára börn sem langar til að eiga skemmtilegan vetur saman. T.T.T. fundirnir verða á fimmtudögum kl. 17:00 til kl.18:00. Þar munum við skemmta okkur við margs konar leiki og verkefni. Fundirnir verða í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. 3.hæð. Umsjón með þessu starfi hefur Guðjón Andri R. Reynisson, æskulýðsfulltrúi (gaujandri@gmail.com ) SunnudagaSKóLinn Á hverjum sunnudegi yfir vetrartímann er sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13:00. Létt stund fyrir alla fjölskylduna. Þar syngjum við auðvitað öll skemmtilegu sunnudagaskólalögin. Í vetur munum við einnig sjá myndbrot með þeim Hafdísi og Klemma sem margir krakkar þekkja af dvd-diskunum „daginn í dag“. Öll börn fá mynd með sér heim eftir hverja samveru. Umsjón með sunnudagaskólanum í vetur hafa þeir Hreiðar Örn og Þórður, organisti. Verið velkomin í sunnudagaskólann alla sunnudaga í vetur Við hlökkum til að sjá ykkur! Mosfellsbær óskar eftir íbúðum til leigu VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa vanda fólks sem neyðst hefur til þess að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, með því að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um móttöku flótta- manna frá Úganda. Stefnt er að komu fólksins í lok janúar eða byrjun febrúar nk. Af þessu tilefni óskar bæjarfélagið eftir að leigja fimm íbúðir, fjórar tveggja herbergja og eina fjögurra til fimm herbergja. Leigutíminn er tvö ár. Frekari upplýsingar veita Una Dögg Evudóttir unadogg@mos.is, Berglind Ósk B. Filippíudóttir bof@mos.is og Unnur V. Ingólfsdóttir unnur@mos.is www.mosfellingur.is - 11

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.