Mosfellingur - 11.01.2018, Side 13
Matarboxið er ný þjónusta fyrir fólk sem vill
þægindi og tímasparnað við undirbúning
máltíða fyrir fjölskylduna.
Nýverið opnaði fyrirtækið Matarboxið
í Desjamýri 1. Það eru þau Guðrún Helga
Rúnarsdóttir og Sveinn Matthíasson sem
eiga og reka Matarboxið. Matarboxið býður
upp á heilsusamlegt, fjölbreytt gæðahráefni
ásamt uppskriftum fyrir alla fjölskylduna
sem raða má saman að óskum hvers og
eins.
„Minn grunnur er að ég er næringarráð-
gjafi,“ segir Guðrún Helga. „Það sem ég hef
rekið mig á þegar ég er að hjálpa fólki er að
það er ekkert mál að segja því hvernig það
á að borða. Vandamálið er að fara í búðina,
kaupa inn ný hráefni og fara heim og elda.
Matarboxið er einfalt, þú pantar, við
tökum saman pöntunina og sendum þér
heim að dyrum þér að kostnaðarlausu,“
segir Guðrún Helga.
Hollur matur úr úrvals hráefni
Á heimasíðunni matarboxid.is er að
finna fjölbreytt úrval rétta sem fólk getur
valið og fengið senda heim. Hægt er að
velja fyrirfram ákveðin box eða velja sinn
eigin matseðil. Hægt er að fá alla rétti fyrir
annað hvort tvo eða fjóra einstaklinga.
„Matarboxið er þjónusta fyrir fólk sem vill
borða fjölbreyttari og hollari mat úr úrvals-
hráefni, prófa nýja rétti, vill aukin þægindi
og minnka matarsóun og kostnað.
Fólk fær senda til sín þá rétti sem það
velur, allt hráefni sem til þarf og uppskrift.
Það sparar tímann að fara í búðina og notar
hann frekar til að elda heima.“
Bjóða upp á fjölbreytt val
„Við bjóðum upp á 10-15 rétti í hverri
viku og skiptum út matseðlinum vikulega.
Við setjum saman box með þremur réttum.
Núna bjóðum við upp á Box vikunnar og
Veganbox og ætlum svo að bæta við Lág-
kolvetnaboxi fljótlega.
Það sem okkur sýnist vera vinsælast hjá
fólki er að blanda saman réttunum og jafn-
vel taka mismunandi rétti fyrir fjölskyld-
una. Það er hægt að panta hjá okkur og fá
heimsent alla virka daga.
Við opnuðum í desember og þetta hefur
farið vel af stað, við erum opin fyrir öllum
ábendingum. Við ætlum að mæta þörfum
viðskiptavina okkar á sem bestan hátt,“
segir Guðrún Helga að lokum og bendir
fólki á heimasíðuna þeirra þar sem allar
upplýsingar að finna.
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2017
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi
fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna B. Hansen,
framkvæmda-stjóri umhverfissviðs, í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
Vilt þú starfa sem byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ?
MOSFELLSBÆR ER ÖRT STÆKKANDI SVEITARFÉLAG ÞAR SEM ÁHUGAVERÐ VERKEFNI ERU
DAGLEGT VIÐFANGSEFNI. ÞVÍ LEITUM VIÐ AÐ ÖFLUGUM BYGGINGARFULLTRÚA Í TEYMI OKKAR.
Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010)
og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og
annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og
leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og
íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og
samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni,
framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Prófgráða í verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða
byggingarfræði skilyrði
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Að lágmarki fimm ára starfsreynsla skv. 25. gr.
mannvirkjalaganna
Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem
hönnuður sbr. 25. gr. mannvirkjalaga
Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði
Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum
byggingarleyfum er æskileg
Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru
nauðsynlegir
Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
Sjálfstæð, frumkvæði og öguð vinnubrögð eru
nauðsynleg
Önnur skilyrði sbr. ákvæði mannvirkjalaga
Varmárskóli leitar að
öflugum starfsmönnum
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur
í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er
í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi.
Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing,
jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúru-
paradís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda.
Vegna forfalla vantar:
• Sérkennara á elsta stigi
• Grunnskólakennara á yngsta stig - hlutastarf
• Þroskaþjálfi á elsta stigi
• Skólaliði í hlutastarf á elsta stigi (m.a. gangavarsla og
aðstoð í mötuneyti nemenda – ekki skúringar)
• Stuðningsfulltrúar á elsta stigi (hlutastarf)
• Matráður í mötuneytiseldhús frá og með 15. jan. (afleysing í 4 vikur)
• Frístundaleiðbeinendur frá kl. 13-17 eða eftir sam omul gi
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun samkvæmt gildandi samningum,
ef ekki fæst fólk með réttindi er annað skoðað
• Frumkvæði, sjálfstæði og f glegur metnaður
• Góð færni í samvinnu og samskiptum
U sók arfrestur er til 19. janúar 2018
Frek i upplýsingar á heimasíðu Varmárskóla og á www.mos. s en einnig veitir
Þórhildur Elfarsdóttir skólastýra í s:863-3297 nánari upplýsingar. Umsóknir
ásamt starfsferilsskrá sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu
berast á netfangið thorhildur@varmarskoli.is. Umsóknir um frístundaleiðbein-
endur veitir Ragnar Karl forstöðumaður frístundasels í netfang: ragnarkarl@
varmarskoli.is og í s: 693-6721. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru
samkvæmt jarasam ingi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkoma di stéttar-
félags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
ALLT Á AÐ SELJAST
– DÚNDUR VERÐ!
Mikið úrval af bómullarbolum, microbolum
og nærfatnaði á dömur, herra og börn.
Dömubolir úr ull/silki og ull/bómull.
Einnig úrval af kertastjökum, kristalsglösum, skartgripum, skjalatöskum,
rafmagnsvörum, leikföngum, Tupperware vörum o.fl.
Opið virka daga kl. 13-17.
Opið laugardagana
13. jan. og 20. jan.
kl. 12-16.
Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / mirella@simnet.is / facebook.com/mirella.ehf
HEILDVERSLUNIN
MIRELLA LOKAR
í Háholti 23, Mosfellsbæ 20. janúar
Þægindi
og tíma-
sparnaður
fyrir fjöl-
skyldur
Matarboxið hefur starfsemi í Desjamýri • Fjölbreytt úrval rétta sem sendir eru heim að dyrum • Val um 10-15 rétti
sveinn matthíasson og
guðrún helga rúnarsdóttir
www.mosfellingur.is - 13