Mosfellingur - 11.01.2018, Side 14

Mosfellingur - 11.01.2018, Side 14
Einn tveir og elda og knattspyrnudeild Aftureldingar hafa gert með sér samning um að Afturelding sjái um afhendingu á tilbúnum matarkössum sem Einn tveir og elda er að fara af stað með. Allir þeir viðskiptavinir sem panta hjá Einn tveir og elda og óska eftir að sækja sína matarpakka til Aftureldingar styrkja Aftureldingu í leiðinni um 5% af sölunni. „Þetta þáttur okkar í því að styrkja íþrótta- hreyfinguna í landinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson hjá Einn tveir og elda. „Við hlökkum mikið til þessa samstarfs. UMFA er eitt margra íþróttafélaga sem við munum vinna með og er eitt þeirra þriggja félaga sem verða með frá fyrsta degi.“ Afhending matarpakkanna fer fram í Vallarhúsinu við Varmárvöll á milli kl. 16 og 19 mánudaga og þriðjudaga í hverri viku. Þannig er komið til móts við óskir þeirra fjölmörgu sem vilja sækja á afhendingar- stað í sínu eigin hverfi. Stjörnukokkar í gestahlutverki Einn tveir og elda sendir á staðinn spenn- andi uppskriftir að máltíðum og allt hráefni sem þarf til eldamennskunna. Áhersla er lögð á að bjóða besta fáanlega hráefnið hverju sinni og fjölbreytilegar uppskriftir, þar sem hollusta og bragð verður í fyrirrúmi. Nánari upplýsingar er að finna á einntveir.is þar sem hægt er að panta þjónustu. Auk girnilegra uppskrifta frá kokkum Einn tveir og elda mun hópur stjörnukokka útbúa sérstakar uppskriftir fyrir viðskipta- vini. Þeirra á meðal eru Ragnar Freyr Ingv- arsson (læknirinn í eldhúsinu), Jói Fel og Gunnar Már Sigfússon, kenndur við lágkol- vetna lífsstílinn. Þeir og fleiri munu bregða sér í hlutverk gestakokka og útbúa sérstaka helgarpakka, hver á sínu sérsviði. Eftirspurnin á Íslandi fjórfaldast Máltíðamarkaðurinn er í hröðum vexti um allan heim. Ef horft er til þróunar í ná- grannalöndunum má gera ráð fyrir því að hér á landi muni markaðurinn fjórfaldast að umfangi á næstu tveimur árum. Þjónustan er einföld og þægileg í notkun, hún sparar neytendum tíma og fyrirhöfn, dregur úr matarsóun og er hagkvæmur kost- ur fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Aukin netverslun almennings og aukinn áhugi á matargerð ýtir enn frekar undir máltíða- þjónustu af því tagi sem hér um ræðir. - Fréttir úr bæjarfélaginu14 Litli skiptibókamarkaðurinn fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar lau. 13. jan. kl. 14–16. Börnum á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar sem þau eru hætt að lesa og velja sér aðrar í staðinn. Börnin fá afhentan miða með tölustaf sem gefur upp þann fjölda bóka sem þau koma með, sýna svo miðann þegar þau eru búin að velja sér bækur, og geta þá tekið jafn margar með sér heim. Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar. Markmiðið er að lengja líftíma bókanna, ýta undir áhuga barnanna á bókum og þar með lestraráhuga. Gott er að mæta tímanlega svo hægt sé að raða upp bókunum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Bókasafn Mosfellsbæjar Litli skiptibókamarkaðurinn 2018 Einn tveir og elda og Afturelding gera með sér samning • Allt sem þarf til eldamennsku Knattspyrnudeildin sér um afhendingu á matarkössum VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Mosfellsbær vekur athygli á því að eftirspurn er eftir þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu. Nú er því gott tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að afla sér leyfis til að sinna daggæslu barna í heimahúsi. Til að öðlast rétt- indi sem dagforeldri þarf að sækja sérstakt réttindanámskeið sem að öllu jöfnu er haldið í febrúar. Mosfellsbær styrkir umsækjendur sem sækja vilja námskeiðið og gerast dagforeldri. Gott samstarf er milli starfandi dagforeldra og stuðningur við starfsemina af hálfu Mosfellsbæjar. Sótt er um leyfið á heimasíðu Mosfellsbæjar / Íbúagátt, www. mos.is og eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókninni: 1. Sakavottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri 2. Læknisvottorð heimilismanna 3. Meðmæli umsækjanda Þegar umsókn hefur borist eru aðstæður á heimili skoðaðar og gefin ráð um mögulegar betrumbætur á því húsnæði sem ætlað er undir starfsemina. Allar nánari upplýsingar veitir fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Einnig er hægt að senda póst á mos@mos.is Vilt þú gerast dagforeldri? ásbjörn fyrir hönd knattspyrnudeildar og jón arnór fyrir hönd einn tveir og elda Stórtónleikar Rótarý voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu 7. janúar. Þetta var í 21. sinn sem blásið var til tónleika á vegum Rótarý. Tónlistar- dagskráin hefur ávallt verið í flutningi landskunnra listamanna en jafnframt hafa ungir verðlaunahafar Tónlist- arsjóðs Rótarý komið fram og vakið verðskuldaða athygli sem leiðarstjörnur hver á sínu sviði í tónlistarlífinu. Stuðn- ingur Rótarý hefur komið þeim að góðu gagni við öflun framhaldsmenntunar í list sinni. Umsjón í höndum Mosfellinga Mosfellingurinn Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, flutti ávarp við upphaf tónleikanna en umsjón tónleikanna að þessu sinni var alfarið í höndum Stórtónleikar Rótarý í Hörpu • Rótarýklúbbur Mosfellssveitar hélt utan um dagskrána í ár Styrkja tónlistarfólk til náms

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.