Mosfellingur - 11.01.2018, Page 18
Kraftlyftingamaður
Mosfellsbæjar
Kraftlyftingamaður ársins er Bjarni
Páll Pálsson. Hann setti tvö Íslandsmet
í réttstöðulyftu á árinu í 74 kg flokki,
235,5 kg. Bjarni á bæði Íslandsmetin
með og án búnaðar.
Bjarni er einn fremsti spretthlaupari
landsins en hefur náð undraverðum
árangri á skömmum tíma og hefur alla
burði til að geta náð gríðarlega langt í
kraftlyftingum. Bjarni hefur áhuga á að
fara á fullum krafti í kraftlyftingarnar og
bæti sig í hnébeygjum og bekkpressu.
Hann er þegar fremstur meðal jafningja
í réttstöðulyftu.
Ljóst er að Bjarna bíður björt framtíð
ákveði hann að einbeita sér að fullu að
kraftlyftingum.
Bjarni Páll Pálsson kraftlyftingar
Íþróttamaður Golfklúbbs
Mosfellsbæjar
Björn Óskar Guðjónsson verður 21 árs
á árinu. Hann hóf nám við University
of Lafayette í Louisiana-fylki síðasta
haust þar sem hann leikur með golfliði
skólans í bandaríska háskólagolfinu.
Björn átti mjög gott keppnissumar
hér á landi og hefur farið vel af stað
í háskólagolfinu. Hann lék glæsilegt
golf á meistaramóti GM þar sem hann
lék á átta höggum undir pari. Hann
var lykilmaður í liði GM á Íslandsmóti
golfklúbba þar sem hann vann alla sína
leiki en sveit GM hafnaði í 3. sæti í efstu
deild. Björn var einnig í karlalandsliðinu
í golfi árið 2017 og er því frábær fulltrúi
Mosfellsbæjar í golfíþróttinni.
Hann er afar skipulagður og eyðir
miklum tíma í æfingar, bæði á sumrin
og veturna. Björn Óskar er sér og
klúbbnum til sóma.
Björn Óskar Guðjónsson golf
Sundmaður Aftureldingar
Arnór er 16 ára og hefur æft sund með
UMFA í 10 ár. Helstu afrek Arnórs á
árinu voru að ná lágmörkum og keppa
á Aldursflokkameistaramótinu (AMÍ) í
júní. Hann keppti í flokki 15-16 ára og
endaði í 15. sæti í 100 m bak og 11.sæti
í 100 m bringusundi.
Arnór náði einnig lágmarki og keppti
á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug
(ÍM25) í nóvember. Hann hefur bætt sig
mikið á árinu í öllum sundum enda æfir
hann 8 sinnum í viku, þar af 6 sinnum í
lauginni og 2 þrekæfingar.
Arnór Róbertsson sund
Knattspyrnumaður
Aftureldingar
Arnór Breki er fæddur árið 1998 og er
19 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur
er Arnór að ljúka sinni fjórðu leiktíð í
meistaraflokki Aftureldingar.
Hann hefur spilað 56 leiki með Aftur-
eldingu í 2. deildinni og bikarkeppni og
skorað 5 mörk. Hann á að baki 5 leiki
með U17 ára landsliði Íslands.
Arnór er vinstri bakvörður og var algjör
lykilmaður í liði Aftureldingar í 2. deild
karla í sumar. Hann er einnig frábær
fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Arnór
mætir 100% á allar æfingar og mætir
einnig á aukaæfingar. Hann gefur gefið
mikið af sér fyrir félagið og hefur
þjálfað yngri flokka félagsins.
Arnór Breki samdi í vetur við Fjölni sem
leikur í Pepsi-deildinni. Hann mun því
leika meðal þeirra bestu á Íslandi á
næstu leiktíð. Hann er metnaðarfullur og kappsamur við að ná markmiðum sínum.
Arnór Breki Ásþórsson knattspyrna
Íþróttamaður blakdeildar
Aftureldingar
Alexander Stefánsson er fæddur árið
1990 og því 27 ára gamall. Hann hefur
verið fastamaður í íslenska landsliðinu
í mörg ár og á að baki landsleiki bæði
í A landsliði sem og í unglingalands-
liðum Íslands. Alexander kom til liðs
við karlalið Aftureldingar í blaki í
janúar 2017 og átti stóran þátt í fyrsta
bikarmeistaratitli félagsins á árinu.
Alexander var fyrirliði íslenska lands-
liðsins þegar liðið vann til bronsverð-
launa á Evrópumóti smáþjóða. Einnig
spilaði hann með landsliðinu í 2. um-
ferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi
í maí og á Smáþjóðaleikunum í San
Marino í sumar.
Alexender Stefánsson blak
Íþróttamaður taekwondodeildar
Aftureldingar
Arnar er reynslumesti taekwondomað-
ur landsins og hefur keppt í rúmlega
aldarfjórðung í hópi þeirra bestu.
Hann er yfirþjálfari deildarinnar hjá
Aftureldingu, og hefur æft við deildina
undanfarin 8 ár og verið ómetanlegur
í uppbyggingu hennar. Arnar vann
til gullverðlauna á Opna bandaríska
meistaramótinu í taekwondo í janúar í
öldungaflokki, en það mót er eitt það
sterkasta í heiminum. Í vor gerði hann
sér svo lítið fyrir og vann til silfurverð-
launa á Evrópumóti öldunga. Þess má
geta að í þessari íþrótt teljast menn
öldungar þegar 35 ára aldri er náð og
er öldungaflokkurinn því gríðarlega
sterkur á stórum mótum sem þessum.
Auk þess að vera yfirþjálfari deildar-
innar hjá Aftureldingu hefur hann tekið
að sér að vera yfirþjálfari deildanna hjá
Fram og ÍR.
Arnar Bragason taekwondo