Mosfellingur - 11.01.2018, Síða 21

Mosfellingur - 11.01.2018, Síða 21
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017 Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017, og afrekum þeirra á árinu. Kosning á www.Mos.is Fimleikakona Aftureldingar Mia er á 17. ári og hóf æfingar hjá Fimleikadeild Aftureldingar haustið 2014. Ferill hennar í fimleikum er því ekki langur en með samviskusemi, jákvæðni og keppnisskapi hefur hún náð ótrúlegum árangri. Hún æfir með keppnishópi 12 klst. á viku. Hún sýnir sanngirni, er til staðar fyrir liðsfélaga, leggur mikinn metnað í æfingar og að liðið geri sitt besta. Hún er að keppa með nokkur af erfiðustu stökkum hóps- ins og er þekkt fyrir fágaða og fallega framkomu á dansgólfinu. Flokkurinn hennar vann til gullverð- launa á vorönn og lenti í 3. sæti á haustmóti. Mia var valin í úrvalshóp Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Mia Viktorsdóttir fimleikar Íþróttakona blakdeildar Aftureldingar Thelma Dögg er fyrsti atvinnumaður sem Mosfellsbær eignast í blaki og er frábær íþróttakona og til mikils sóma jafnt utan vallar sem innan. Thelma Dögg er fædd árið 1997. Afrek ársins 2017: • 2.sæti í Mizunodeild kvenna • 2.sæti á Íslandsmóti kvenna • Bikarmeistari 2017 • Stigameistari í strandblaki 2017 • Lykilmanneskja í íslenska landsliðinu • 1. sæti á móti á Ítalíu og stigahæsti leikmaður mótsins með landsliðinu. • Evrópumeistari smáþjóða í júní 2017 • Blakkona ársins 2017 • Stigahæsti leikmaður VBC Galina Thelma Dögg grétarsdóttir blak Íþróttakona handknattleiks- deildar Aftureldingar Þóra María er fædd árið 2000 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið lykilleikmaður meistaraflokks kvenna undanfarin ár sem leikstjórnandi. Hún hefur tekið miklum framförum á þessu ári og bætt sig í bæði vörn og sókn. Þóra hefur verið valin í lokahóp allra unglingalandsliða frá því hún náði aldri til og spilað á mörgum alþjóðlegum mótum. Síðasta sumar keppti hún á EM í Makedóníu þar sem liðið endaði í 6. sæti. Einnig spilaði liðið vináttulands- leik við Pólland þar sem Þóra María var valin maður leiksins. Hún var nýlega valin í U20 ára kvennalandslið Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Þóra María sigurjónsdóttir handknattleikur Knattspyrnukona Aftureldingar Sigrún Gunndís Harðardóttir er fædd árið 1996 á Ísafirði, hún gekk til liðs við Aftureldingu undir lok árs 2016. Hún var máttarstólpi í sterku liði Aftureld- ingar sem gjörsigraði 2. deild kvenna í sumar. Sigrún lék stöðu miðjumanns og skoraði 8 mörk í 16 leikjum og þar af eitt af mörkum sumarsins. Sigrún Gunndís er mikill leiðtogi innan sem utan vallar og hefur sannað sig sem frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins. Hún kom t.a.m. inn í þjálfun hjá félaginu um leið og hún gekk til liðs við félagið og hefur þjálfað yngstu kvennaflokka félagsins við góðan orðstír. sigrún gunndís Harðardóttir knattspyrna Íþróttakona taekwondodeildar Aftureldingar María Guðrún Sveinbjörnsdóttir hefur náð undraverðum árangri í taekwondo á þeim 7 árum sem hún hefur æft íþróttina. Nú í desember þreytti hún próf fyrir 2. dan í greininni. María Guð- rún hefur verið um nokkurra missera skeið burðarás í landsliði Íslands í formum (poomsae). Hún hefur keppt bæði hérlendis sem erlendis við góðan orðstír og lendir yfirleitt í verðlauna- sæti á öllum þeim mótum sem hún keppir á. María Guðrún var nú í lok desember valin taekwondokona ársins af Taekwondosambandi Íslands og er hún fyrsti iðkandinn frá taekwondodeild Aftureldingar sem hlotnast sá heiður. María guðrún sveinbjörnsdóttir taekwondo Kosning fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 11. - 15. janúar. Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 18. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.