Mosfellingur - 11.01.2018, Side 29
Talsvert rusl fellur til um áramót þegar
landsmenn kveikja í mörgum tonnum af
flugeldum, skottertum og blysum. Það er
algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar
skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um
bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil
bæjarprýði.
Það flugeldarusl sem ekki er fjarlægt og
komið til förgunar grotnar niður og verður
að lokum að drullu og sóðaskap.
Því vilja bæjaryfirvöld biðla til íbúa og
fyrirtækja í bænum að huga að nærum-
hverfi sínu og taka höndum saman við
að hreinsa upp eftir áramótagleðina og
koma til förgunar. Margar hendur vinna
létt verk.
Athuga þarf þó að umbúðir og leifar af
flugeldum mega ekki fara í bláu pappírs-
tunnuna, heldur þarf að setja í almennt
sorp. Þó svo að flugeldar séu úr pappa,
þá situr eftir í þeim leir sem gerir það að
verkum að pappinn sem eftir verður er
ekki hæfur til endurvinnslu. Best er að
skila umbúðum og leifum af flugeldum og
skottertum í almennt rusl á endurvinnslu-
stöð SORPU við Blíðubakka. Ósprungnum
flugeldum og skottertum sem þarf að farga
ber að skila í spilliefnagáminn á endur-
vinnslustöðvum SORPU.
Sýnum gott fordæmi og hjálpumst að
við að hreinsa upp eftir áramótin.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar
Hreinsum til eftir áramótin
Nú þegar árið 2018 er gengið í garð
er verið að brýna fyrir öllum að
minnka plastnotkun inn á heim-
ilum.
Minn draumur er sá að Mosfells-
bær fari alla leið í flokkun á sorpi
því þetta er jú það sem koma skal
og ekki mun umfang sorps minnka
miðað við að íbúum bæjarins fjölg-
ar, sem og íbúum landsins alls.
Kröfur hafa verið að aukast um flokkun
almennt og þurfum við að gera enn betur
í þessum málum, við gætum byrjað að
flokka allt sorp, plast og allan lífrænan
úrgang, einnig allt gler ásamt öðru end-
urvinnanlegu sorpi. Við ættum að taka til
fyrirmyndar önnur bæjarfélög sem hafa
stigið þetta skref til fulls og kynna okkur
hvernig þau haga flokkuninni og fengið
upplýsingar um hverjir séu helstu
kostirnir við flokkun. Það þarf ekki
alltaf að finna upp hjólið, nýtum
okkur frekar reynslu og þekkingu
í þessum málum hjá öðrum sveit-
arfélögum.
Mosfellsbær er nú þegar byrjað-
ur að huga að aukinni sorpflokk-
un með því að hafa tvær sorptunnur við
hvert hús, gráa fyrir almennt sorp og bláa
fyrir pappírsúrgang svo sem tímarit, fernur,
eggjabakka og bylgjupappa. Grenndar-
gámar eru á nokkrum stöðum hér í Mos-
fellsbæ sem hægt er að nýta. Ég hvet svo
alla hér í Mosfellsbæ að flokka.
Kristín Ýr Pálmarsdóttir.
Sækist eftir 5.-9. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins þann 10. febrúar.
Hver er framtíðin
í flokkun á sorpi?
Árið var sérstaklega tileinkað lífs-
gæðum þar sem horft var til allra
áhersluþátta heilsueflandi samfé-
lags, þ.e. næringar og mataræðis,
hreyfingar og útivistar auk geð-
ræktar og vellíðunar.
Gulrótin 2017
Heilsudagurinn var haldinn í
júní sl. og hófst að venju með hressandi
morgungöngu á Mosfell í samstarfi við
Ferðafélag Íslands. Einnig var blásið til
glæsilegs málþings í FMOS þar við heyrðum
m.a. af mörgum flottum verkefnum í skól-
um bæjarins, skyggðumst á bak við tjöldin
á EM með Þorgrími Þráinssyni og urðum
margs vísari um mikilvægi einstaklingsins
í sterkri liðsheild.
Síðast en ekki síst var Gulrótin, lýðheilsu-
viðurkenning Mosfellsbæjar, afhent í fyrsta
sinn. Verðlaunahafinn að þessu sinni var
Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari, en
hún hefur í áratugi eflt lýðheilsu og heilsu-
eflingu allra aldurshópa í Mosfellsbæ.
Stekkjarflöt og strandblakvöllur
Þetta skemmtilega útivistarsvæði okkar
Mosfellinga hefur heldur betur fengið
andlitslyftingu og er sannkölluð útivistar-
paradís fyrir fjölskylduna. Í þessu fallega
umhverfi er að finna skemmtileg leiktæki,
grill og nýjasta viðbótin er strandblakvöll-
ur sem hefur notið mikilla vinsælla. Við
hvetjum alla til að koma út að leika og nýta
það sem þetta frábæra svæði hefur upp á
að bjóða.
Hreyfivika UMFÍ
Við tókum að sjálfsögðu þátt í þessu
verkefni eins og síðustu ár og það
er skemmst frá því að segja að dag-
skráin var stórglæsileg, mun fleiri
stóðu fyrir viðburðum og þátttakan
hefur aldrei verið betri. Við stefnum
að sjálfsögðu enn hærra að ári.
Upplýst börn
Í haust gáfu Heilsuvin og
Mosfellsbær í samvinnu við TM öllum
nemendum í 1. og 2. bekk í grunnskólum
Mosfellsbæjar endurskinsvesti til eignar.
Vestin voru afhent í tengslum við verkefnið
Göngum í skólann og eru mikilvægur liður í
öryggismálum yngstu grunnskólanemend-
anna sem eru að byrja að ganga, hjóla eða
ferðast á annan virkan hátt í skólann.
Lýðheilsugöngur FÍ
Ferðafélag Íslands stóð fyrir Lýðheilsu-
göngum á landsvísu alla miðvikudaga í
september og gengið var á tveimur stöðum
í Mosfellsbæ undir leiðsögn heimamanna,
úr Álafosskvos og upp á Úlfarsfell úr
Hamrahlíðarskóginum.
Óhætt er að segja að Mosfellingar hafi
hafi tekið þessu framtaki vel og fór þátt-
taka fram úr björtustu vonum enda margir
göngugarpar í heilsubænum Mosfellsbæ.
Þetta er eingöngu hluti af því sem var
gert á árinu og við hlökkum til þess sem
árið 2018 ber í skauti sér. Við þökkum ykkur
fyrir frábært samstarf og velvilja og óskum
ykkur heilbrigði og gleði á nýju ári.
Ólöf Kristín Sívertsen,
lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri
Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ
Litið yfir heilsuárið 2017
Þegar líður að kosningum verður
eitt aðal umræðuefni kaffistofa og
annarra starfsmannasvæða hin
alræmda forgangsröðun.
Almennt er talið mikilvægast að
menntun, tómstundir og laun gangi
fyrir en nú virðist þó svo vera að
Mosfellsbæ sé mikilvægast að taka
þátt í samgönguverkefni sem eng-
inn getur með neinni vissu sagt fyrir hvað
muni kosta. Þetta er svokölluð Borgar-lína
sem margir fremur kalla Dag(s)drauma.
Falleg lausreimuð plön ganga út á 1,1
til 1,15 milljarða á km og þannig 63 til 70
ma. Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslu
Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu (SSH) „Borgarlína,
hlutverk, hvað, hvar hvernig“ að fyrstu 18
km muni kosta 30-65 ma. (bls. 30 í skýrsl-
unni). Hinir 39 km hljóta þá að vera nánast
fríir, jafnvel borga með sér.
Raunhæfara væri að taka meðaltal af
útgildum fyrstu 18 km og ætla þá að hver
km kosti 2,64 ma. og 57 km verkefnið þá um
150,4 ma.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
„Planið“ gengur nefnilega út á að hækka
notkun almenningssamgangna úr 4% í
12% auk þess að minnka bílaumferð um
75>58%. Slíkt er vart raunhæft m.v. að
notkun almenningssamgangna hefur að-
eins einu sinni skriðið yfir 4% og það var
á fyrstu mánuðunum eftir Hrun sem notk-
unin slefaði í 5%.
Hvert 1% sem upp á 12% notkun vantar
kostar um hálfan milljarð á ári í „töpuð
fargjöld“ og þar af Mosfellsbæ allt að 20
milljónir á ári á hvert 1% sem geta verið
allt að 6.
Til 2040, áætlaðra verkloka, myndi slíkt
teljast til 66 milljarða á gengi dagsins í dag
hvar alls gætu fallið á Mosfellsbæ
2,7 milljarðar.
150 milljarða framkvæmd, 25
ma. frá ríkinu, 66 milljarða reikn-
ingsskekkja, 4,1% hlutur Mosfells-
bæjar (hlutfall af rekstri Strætó).
125 + 66 = 191 x 0,041 = 7,83
milljarðar.
Það allra skrýtnasta er þó ekki
nefnt. Forsendur Borgarlínu eru nefnilega
að horfið sé frá nokkrum framkvæmdum
mislægra gatnamóta. Þar m.a. er horfið frá
mislægum gatnamótum Vesturlandsvegar
og Korpúlfsstaðabrautar. Nákvæmlega þau
gatnamót eru ein af forsendunum fyrir
því að Mosfellsbær geti tengst Borgarlínu
beint.
Einu gleyma allir aðilar. Það er stefna
Reykjavíkurborgar að eyðileggja flugvöllinn
í Vatnsmýri. Þarf þá Borgarlína ekki að ná
a.m.k. í vallarstæði nýrra plana í Hvassa-
hrauni? Ef svo er hækkar kostnaðurinn um
10% hið minnsta.
Hluti Mosfellsbæjar þá 8,6 milljarðar. 8
þúsund og sex hundruð milljónir. Um 850
þúsund á hvern einstakling í bænum. 3,44
milljónir á vísitölufjölskylduna.
Helmingur fjárútláta er 2018-2022 eða
allt að 4,3 milljarðar. Slíkt er um 20% ætl-
aðra útsvars- og fasteignaskatttekna kjör-
tímabilið 2018-2022. Að láni á 5% vöxtum
er afborgunin 215 milljónir á ári.
Það er því til lítils að ætla að prumpa
út milljónum í kosningaloforð 2018 um
„lækkanir“ ef að skuldir bæjarins hækka
um meira um meira en sem þeim nemur
vegna dag(s)draumaverkefna.
Óskar Guðmundsson
Greinarhöfundur er formaður
Framsóknarfélags Mosfellsbæjar.
Dreymir Mos-Sjalla
Dag(s)drauma?
Nýtt ár er runnið upp og fram undan eru
ný tækifæri. Láttu vaða á þessu ári, náðu
árangri, auktu hæfni þína. Hvað þarft þú að
gera til að ná markmiðum þínum?
Í Powertalk-deildinni Korpu hefur fólk
komið og aukið sjálfstraust sitt, bætt sam-
skiptahæfni sína og almennt stigið út fyrir
þægindahringinn sinn.
Vissir þú að til að fólk heyri það sem þú
vilt koma á framfæri, þá skipta svipbrigði
þín og líkamstjáning jafn miklu máli og það
sem þú segir? Æfingin skapar meistarann
og með því að fá þjálfun í framkomu, bæta
markvisst beitingu raddar, framburð og
tónhæð nærðu frekar athygli fólks. Að vera
meðvitaður um handahreyfingar og svip-
brigði gerir kynningu enn áhrifaríkari.
Þjálfun í framkomu og samskiptum
er mikilvæg. Hún leiðir til þess að fólk
tekur frekar að sér verkefni, lærir hvernig
kynningar verða áhrifaríkari og tjáir sig á
fundum, t.d. foreldrafundum eða vinnu-
fundum.
Nú er nýtt ár fram undan og ný tækifæri
bíða. Tími til að stíga fyrsta skrefið. Hvern-
ig viltu bæta þig á nýju ári? Hvaða árangri
viltu ná?
Í Korpu hefur fólk víkkað þægindahring-
inn sinn, náð árangri í að tala fyrir framan
hóp, fengið kjark til að taka meiri áhættu,
sett sér markmið og náð þeim. Upplýsingar
um starfið má finna á powertalk.is.
Allir eru velkomnir á fundi deildarinnar
og verður næsti fundur miðvikudaginn 17.
janúar klukkan 20:00 í Safnaðarheimili
Lágafellssóknar, Þverholti 3 á 2. hæð.
POWERtalk deild Korpu
Nýtt ár - ný tækifæri
frá jólafundi korpu
Aðsendar greinar - 29