Mosfellingur - 11.01.2018, Qupperneq 30
Ein á viku
Við hjónin ákváðum yfir hátíð-arnar að fara með fjölskylduna
í eina fjallgöngu á viku árið 2018.
Fell telja líka með, sem er praktískt
þegar maður býr í Mosfellsbæ.
Ástæðan fyrir ákvörðuninni var sú
okkur fannst vanta aðeins meiri
samverustundir, utandyra, með
yngstu guttunum okkar. Við vorum
dugleg í fjallaferðum með elstu
syni okkar en áttuðum okkur á því
að þeir yngri, sérstaklega sá yngsti,
hafa fengið minni skammt en hinir.
Það var alls ekki meðvitað og kom
okkur eiginlega á óvart þegar við
gerðum okkur grein fyrir þessu.
Þetta bara gerðist, að við fækkuðum
útivistarferðunum. Líklega vegna
þess að það er margt í gangi hjá
okkur og dagarnir þéttskipaðir. En
það er engin afsökun fyrir því að nýta
ekki þessa frábæru náttúru sem við
höfum svo góðan aðgang að.
Í gær gengum við á Lágafell. Í fyrsta skipti! Það er ótrúlegt eftir að hafa
búið í næstum 18 ár í Mosfellsbæ.
Það hefur bara einhvern veginn
ekkert togað okkur upp á Lágafellið.
Við hófum gönguna í Krikahverf-
inu, fórum upp göngustíg sem
liggur frá Litlakrika. Þaðan í roki,
hálku og stundum rigningu upp á
Lágafellið. Við fundum góðan snjó,
gerðum skakkan snjókarl og nutum
útsýnisins þegar við vorum komin
á toppinn. Útsýnið af Lágafellinu er
betra en maður gerir ráð fyrir. Síðan
fórum við niður við Olíshringtorgið,
komum við í bakaríinu til að ná
okkur í munkabrauð og röltum svo
í rólegheitum þaðan yfir brúna í
Krikahverfið til að ná í bílinn.
Miklum rólegheitum verður að segjast, það var mjög hált
og við lengi að koma okkur á milli
staða. Allt í allt tók þetta um 2
klukkustundir. Komum
hundblaut en
katthress heim eftir
góða samveru-
stund í hressandi
vetrarveðri í
mosfellskri
náttúru. Nú er bara
að láta sig hlakka til
næstu fjalla- eða
fellagöngu. Þetta
verður gott ár!
HEilsumolar Gaua
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
- Heilsa30
VölVa
Mosfellings
20
18
völvan veldur
lesendum vonbrigðum
Blaðamaður Mosfellings var búin að mæla
sér mót við Völvuna en Völvan afboðaði sig á
síðustu stundu vegna veikinda.
Ekki er vitað hvað hrjáir Völvuna, hvort að
það sé kosningaskjálfti, stress eða alræmd
inflúensa. Völvan vonar þó að geta séð sér fært
að mæta á Þorrablót Aftureldingar og á sér
þann draum heitastan að ná dansi við hinn
þjóðþekkta huldumann Indriða Indriðason.
Völvan biður fyrir góðar kveðjur og vonar að
árið 2018 verði öllum Mosfellingum farsælt og
hamingjuríkt.