Mosfellingur - 11.01.2018, Page 32

Mosfellingur - 11.01.2018, Page 32
Opnum fyrir tækifærunum! Djöfull fannst mér 2017 vera drulluerfi tt ár! En VÁ hvað það var lærdómsríkt!!! Þetta var klárlega erfiðasta ár sem ég hef upplifað hingað til og ég VEIT af öllu mínu hjarta að 2018 er upphafið á nýjum stórkostlegum kafla í lífi mínu o g í samfélaginu sem heild. Ég er komin með ógeð á því að hafa ekki nógu mikla trú á sjálfri mér. Ég er komin með ógeð á því að líða skort. Ég er komin með ógeð á því að bíða eftir a ð draumurinn minn detti upp í hendurn ar mínar. Ég er búin að vera að vinna að þ ví hörðum höndum að af-læra og gleyma öllu sem mér hefur verið kennt um lífi ð og um sjálfa mig, hvernig ég eigi að vera og hvað ég eigi að gera. Hvað lífið sé erfitt og hvaða leið ég þarf að fara í samfélaginu til þess að öðlast velgengn i. Helsti galli mannkynsins er nefnilega s á að við höldum að við vitum svo mikið! Þar af leiðandi erum við ekki eins móttækileg fyrir nýjum hugmyndum, fróðleik og tækifærum. Við sjáum ekki sannleikann því við höldum að við vit- um nú þegar hvað sé satt. Við sjáum ek ki tækifærin því við höldum að við vitum að þau séu ekki í boði fyrir okkur, vegn a þess að við erum „of mikið svona og ek ki nógu mikið hinsegin“... svo sönnum vi ð það fyrir sjálfum okkur og öðrum með því að benda á fortíðina okkar og segja : „Sko! Þetta gerist alltaf fyrir mig“ eða „Sjáðu! Þetta er aldrei í boði fyrir mig.“ Við þurfum að gleyma þessu BULLI! Spyrjum nýrra spurninga til þess að opna hugann okkar með því að hlusta eftir svarinu frá hjartanu. Í stað þess að spyrja: „Af hverju er lífið svona erfitt o g ósanngjarnt og af hverju get ég ekki...? “ spyrjum þá: „Hvernig langar mér að lí ða og hvaða hæfileika get ég notað til þess að öðlast lífsfyllingu og velgengni?“ Ef við spyrjum okkur alltaf sömu spurninganna og breytum engu við þa ð hvernig við hugsum, þá breytist ekki NEITT í lífinu okkar. Nýjar meðvitaðar , hugvíkkandi spurningar kalla á nýjar og betri hugsanir... sérstaklega ef við biðjum hjartað um svar en ekki gömlu hugsanamynstrin, sem kunna bara að færa okkur sönnunargögn úr fortíðinn i. Við viljum ekki skapa fortíðina aftur er það? Hættum þá að fylla núið okkar af forrtíðardraugum! Því það sem þú hugsar og gerir NÚNA er það sem skap ar framtíðina þína. HALLÓ 2018!!!! svanhildur steinarrsdóttir Í eldhúsinu Alda Steingrímsdóttir og Þröstur Sigur- jónsson í Stórateig deila hér með okkur partýrétti sem er vinsæll á þeirra heimili. Kjúklinga-partýréttur Léttsteiktar kjúklingalundir kryddaðar með kjöt- og grillkryddi. Settar í eldfast mót og smurðar með þriggja lita pesto (fæst í Hagkaup), helli svo rjóma yfir og set ofan á það fetaost (ekki safann) og döðlur smátt skornar yfir fetaostinn Borið fram með súrdeigsbrauði og fersku salati. Algjört möst að drekka með þessu ískalt hvítvín :) Alda og Þröstur skora á Birnu og Sibba að deila næstu uppskrift með Mosfellingum hjá Öldu og þresti Kjúklinga-partýréttur - Heyrst hefur...32 heyrst hefur... ...að Greta Salóme hafi fengið bónorð á Taílandi frá kærastanum sínum Elvari Þór. ...að heildverslunin Mirella sé að loka og standi fyrir mikilli lagersölu í Háholti 23 en til stendur að rífa húsið á næstunni. ...að víkingasveitin hafi mætt í Mosó með byssur og grímur á mánudag- inn. Fyrst fóru þeir þó mannavillt og héldu saklausum borgara í 20 mínútur fyrir utan Krónuna. ...að Kári Tryggvason hafi verið endurkjörinn formaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar. ...að óperusöngvarinn Davíð Ólafs íhugi framboð fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Mosó. ...að Mosfellsbakarí sé loks komið á Facebook og það með miklu trukki. ...að lögreglan lýsi eftir vitnum eftir að bærinn Stardalur, ofan Mosfellsdals, brann til kaldra kola. ...að okkar besti handboltamaður, Elvar Ásgeirs, hafi fótbrotnað þegar handknattleiksdeildin var að safna jólatrjám Mosfellinga og verði frá næstu mánuðina. ...að strætó sé nú farinn að ganga í bæði Leirvogstungu- og Helgafellshverfi. ...að á föstudag fari fram forsala og borðapantanir á risaþorrablót Aftureldingar sem haldið verður í íþróttahúsinu 20. janúar. ...að björgunarsveitin á Kjalarnesi hafi ekki staðið fyrir flugeldasölu þetta árið til að minnka álag á mannskapnum. ...að kylfingurinn Kristján Þór sé þrítugur í dag. ...að Halla og Keli séu að fara byggja í Bröttuhlíð. ...að FMOS hafi tapað fyrir Versló í fyrstu umferð Gettu betur sem fram fór í vikunni. ...að Toppmaður UMFUS hafi verið valinn Raggi kokkur Sverrisson. ...að Þorrablót Dalbúa verði haldið 27. janúar og hefur Blúsband Þorkels Jóelssonar boðað komu sína. ...að fyrsti Mosfellingur ársins hafi komið í heiminn strax á nýársdag. ...að Kjósverjar hafi ákveðið að vera ekki með neina flugeldasýningu á þrettándabrennunni þetta árið eftir mikinn trylling á nýársnótt með tilheyrandi áhrifum á skepnurnar. ...að Jóndi og Stefanía ætli að gifta sig í sumar. ...að nýtt hanamál sé komið upp í Reykjahverfi. Nú tengist það brunahana. ...að forsetinn hafi sótt sér tré í Hamra- hlíðarskóg fyrir jólin en hann fékk gjafabréf frá skógræktarfélaginu á 30 ára afmæli bæjarins í sumar. ...að Davíð Gunnlaugs og Eyrún eigi von á strák í vor. ...að Lotta verði fertug um helgina. mosfellingur@mosfellingur.is Þann 1. janúar kl. 15:37 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2018 á Landspítalanum. Það var stúlka sem mældist 3.502 gr og 50 cm. Foreldrar hennar eru Arnannguaq Hammeken og Maciek Kaminski og búa þau í Skeljatanga 39. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna en þau fluttu nýverið í Mosfellsbæinn og líkar vel. „Hún átti að koma í heiminn 27. desember en kom mjög snögglega fyrsta daginn á nýju ári. Allt gekk mjög vel og hún er vær og góð, drekkur bara og sefur,“ segir Arnannguaq sem kemur frá Grænlandi en Maciek kemur frá Póllandi. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna. Fyrsti Mosfellingur ársins 2018 býr í Skeljatanga Kom í heiminn 1. janúar stúlkan kom í heiminn kl. 15:37 á nýársdag

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.