Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 10

Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 10
Í haust var hleypt af stokkunum 12 vikna tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class. Um er að ræða leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri sem fram fer í World Class í Lágafellslaug. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu og er þetta verkefni einn liður í því. Það eru þær Halla Karen Kristjánsdóttir og Sigrún Björg Ingvadóttir sem kenna á námskeiðinu. Æfingar fara fram tvisvar í viku, klukkutíma í senn. „Það vill enginn missa af tíma” „Þetta er nú með því skemmtilegra sem við höfum gert. Hóparnir eru frábærir og við erum með fjölbreytta og skemmtilega tíma,“ segir Halla Karen. Við sjáum og fólkið finnur mikin mun á sér á þessum vik- um sem liðnar eru frá því við byrjuðum. Ekki bara í styrk- leika því við erum að líka að efla þolið, liðleika og jafnvægi. Það eru 20 manns í hvorum hóp og það má eiginlega segja að það sé alltaf toppmæting, það vill engin missa af tíma.“ „Þetta hefur gengið glimrandi vel og við finnum fyrir mikilli ánægu og sjáum þvílíkar framfarir. Við kynnum þau líka fyrir tækjasalnum og hraðbrautinni og hvetjum þau til að koma í ræktina oftar en þessa tvo tíma í viku. Það er alltaf glens og gaman hjá okkur í tímunum en alltaf tekið vel á því. Svo eru margir sem notfæra sér sund- laugina og pottana eftir æfingar,“ segir Sigrún Björg. Áframhaldandi verkefni „Það er nú þegar búið að taka ákvöruðun um bjóða upp á áframhaldandi 12 vikna námskeið eftir áramót. Við verðum með tvo framhaldshópa og einn byrjendahóp. Svo tökum við stöðuna í framhaldinu hvernig fyrirkomulagið verður. Það er líka verið að skoða frekara samstarf við t.d. Heilsugæsluna. En það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem verður í boði áfram fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ,“ segja þær Halla Karen og Sigrún að lokum. - Leikfiminámskeið 67 ára og eldri10 JÓLAKORT PERSÓNULEG ÞÍN MYND OG ÞINN TEXTI AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM NÝJUM KORTUM AUÐVELT AÐ PANTA Á JÓLA.IS „Þetta er alveg svakalega skemmtilegt. Frábærir kennarar og skemmtilegur hópur. Ég finn mikin mun á mér, miklu liðugri og öll miklu hressari,“ segir Bryndís Jóhannsdóttir. Skemmtilegur félagSSkapur „Þetta er besta framtak sem bærinn hefur sýnt og ég vona að þetta haldi áfram. Fá nýliða inn og þá verðum við framhaldshópur. Þetta er bráðnauðsynleg viðbót við starf eldri borgara í Mosfellsbæ,“ segir Halldór Sigurðsson. frábært framtak hjá bænum Hrærð egg og beikon Amerískar pönnukökur Dönsk purusteik Síld og lekkert Graflaxsalat Sjávarréttasalat Hreindýrabollur Waldorfsalat Carpaccio Paté og sulta Hnetusteik Súkkulaðikaka með rjóma Sætar skyrkökur í krukkum Makkarónur Íslenskir ostar BORÐAPANTANIR: sími 859 4040 eða blik@blikbistro.is í Mosfellsbæ www.blikbistro.is Sunnudaga frá kl. 11 til 14 18/11 | 25/11 | 2/12 | 9/12 | 16/12 Verð kr. 5.900 á mann Börn undir 12 ára á hálfvirði / Börn yngri en 6 ára borða frítt Úrval gómsætra rétta af hlaðborði hverju sinni: Samstarfsverkefni FaMos, Mosfellsbæjar og World Class • Unnið með grunngildi eins og þol, styrk, liðleika og jafnvægi Leikfimi eldri borgara slær í gegn stund milli stríða á leikfimi- námskeiði 67 ára og eldri Bryndís og halldór að loknum tíma í world class M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.