Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 12
- Bókmenntahlaðborð 201812
AÐSKOTAHLUTUR
Í UMHVERFINU,
AUÐLIND Í SORPU
Íbúar Mosfellsbæjar geta sett allt plast saman í lokuðum
plastpoka í sorptunnuna. Plastpokarnir eru flokkaðir
vélrænt frá öðru rusli og þeim komið í endurnýtingu.
Flokkuðu plasti má einnig skila í grenndargáma eða
á endurvinnslustöðvar SORPU.
Nánari upplýsingar á facebook.com/plastipoka
ÍBÚAR MOSFELLSBÆJAR!
NÚ FER ALLT PLAST Í POKA
SORPTUNNA
(ORKUTUNNA)
PLAST SKOLAÐ STAFLAÐ
SETT Í PLASTPOKA OG
BUNDIÐ VANDLEGA FYRIR
Hið árlega og sívinsæla Bókmenntahlað-
borð Bókasafnsins var haldið 15. nóvember.
Um 330 gestir hlýddu á lestur úr glænýjum
jólabókum.
Í þetta sinn mættu rithöfundarnir Hall-
dóra Thoroddsen með bók sína Katrínar-
saga, Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló
af sólskini, Þórdís Gísladóttir með Horfðu
ekki í ljósið, Jónas Reynir Gunnarsson
með bókina Krossfiskar og handhafi bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018,
Auður Ava Ólafsdóttir, en hún las úr nýrri
bók sinni Ungfrú Ísland.
Gestum var einnig boðið upp á drykki og
piparkökur auk ljúfra tóna í upphafi kvölds
frá Sigurjóni Alexanderssyni og Inga Bjarna
Skúlasyni sem spiluðu á gítar og flygil.
Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur
og forsætisráðherra stjórnaði líflegum
umræðum höfunda að lestri loknum.
Hún dró saman helstu einkennisþræði
skáldsagnanna sem lesið var úr og komst
að þeirri niðurstöðu að allar fjölluðu þær
að einhverju leyti um andlega líðan og
tilvistarspurningar. Katrín hafði á orði að
þátttaka í Bókmenntahlaðborði Bókasafns
Mosfellsbæjar væri núorðið eitt af því
skemmtilegasta sem hún gerði.
Tveimur dögum síðar var aftur veisla í
Bókasafninu þegar Bókmenntahlaðborð
barnanna var haldið. Rúmlega hundrað
börn og fullorðnir hættu sér út í rigninguna
til að heyra Sigrúnu Eldjárn, Evu Rún Þor-
geirsdóttur og Ævar Þór Benediktsson lesa
upp úr nýútkomnum bókum sínum. Helgi
R. Einarsson lauk svo dagskránni með því
að syngja og spila á gítar með börnunum.
Til sölu
Fallegar stúkur til sölu,
margir litir, 5.000 kr. parið,
stór teppi 15.000 kr. stykkið.
Tilvalið í jólapakkann.
Upplýsingar í síma 897-8897.
Tilvalið til skreytinga
utandyra um jólin
s. 867-2516
www.skogmos.net
Lifandi tré 8.000-19.000 kr.
Toppar 3.000-8.000 kr.
Jólaskógurinn
í Hamrahlíð
opnar
9. desember
330 gestir hlýddu á upplestur úr nýjum bókum • Forsætisráðherra stjórnaði umræðum
GlæsileGt hlaðborð
rithöfundar ásamt Katrínu JaKobs-
dóttur og auði halldórsdóttur
sigurJón og ingi bJarni
með lJúfa tóna í upphafi
börnin fengu
líKa sitt hlaðborð
þéttsetinn beKKurinn
lesið upp úr nýJum bóKum
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la