Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 14
JóiPé færir Reykja
lundi listaverk að gjöf
Listamaðurinn Jóhannes Damian
Patreksson, einnig þekktur sem
JóiPé, færði iðjuþjálfunardeildinni
listaverk að gjöf. Listaverkið
heitir Þöglir Dagar og er á biðstofu
iðjuþjálfunardeildarinnar þar sem
það gleður augað. Starfsmaður á
Reykjalundi hafði séð myndina á
sýningu nema Fjölbrautaskólans í
Garðabæ. Jóhannesi bárust tilboð
í myndina en hann vildi endilega
gefa Reykjalundi hana. Starfsfólk
deildarinnar þakkar Jóhannesi
kærlega fyrir fallega gjöf. Á mynd-
inni má sjá Jóhannes ásamt Birgi
Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar.
Á Reykjalundi fer fram alhliða end-
urhæfing sem miðar að því að bæta
lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu
þeirra sem þangað leita. Reykja-
lundur er heilbrigðisstofnun í eigu
Sambands íslenskra berkla- og
brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur
samkvæmt lögum um heilbrigðis-
þjónustu á Íslandi.
Þann 14. september afhentu Vorboðarnir,
kór eldri borgara, skjöl kórsins til Héraðs-
skjalasafns Mosfellsbæjar við hátíðlega at-
höfn. Fjölmenntu félagar kórsins og gerðu
sér síðan glaðan dag í tilefni afhendingar-
innar.
Kolbrún Jónsdóttir hefur haldið utan um
skjalamál kórsins síðustu ár af tærri snilld
og var ómetanlegum heimildum um sögu
kórsins komið í örugga varðveislu á héraðs-
skjalasafninu.
Kórinn Vorboðarnir var stofnaður 16.
desember 1989. Forvígismenn stofnunar
kórsins voru Svanhildur Þorkelsdóttir og
Páll Helgason sem einnig var kórstjóri.
Nútíð verður fortíð
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar langar
að biðja sveitungana að athuga hvort ekki
leynist fjársjóður í þeirra fórum. Oft hafa
merkileg gögn dagað uppi hjá einstakling-
um. Þá kunna einnig að finnast opinber
gögn tengd stjórnsýslu- og félagsmála-
störfum viðkomandi einstaklings. Slíkum
gögnum má endilega koma til safnsins.
„Rétt er að hafa í huga að nútíð verður
fortíð og það sem við erum að sýsla við í
dag verður komandi kynslóðum hulin
fortíð ef ekkert varðveitist. Þetta er okkur
nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi og ekki
síst þeim er fást við margþætt félags- og
stjórnunarstörf. Ef félag eða fyrirtæki hættir
starfsemi er nauðsynlegt að koma gögnum
þess á skjalasafn til varðveislu,“ segir Birna
Mjöll Sigurðardóttir héraðsskjalavörður.
Kór eldri borgara afhenti skjöl kórsins til Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar
Vorboðar varðveita sögu sína
vorboðar fjölmenntu
við afhendinguna
KöKubasar 7. desember
Hvernig væri að bjóða vinnufélögunum upp á heimabakað í seinnakaffinu?
Kvenfélagskonur geta auðveldlega aðstoðað, þú finnur þær í Kjarna.
Kvenfélag Mosfellsbæjar heldur sinn árlega köku- og handverksbasar
í Kjarna föstudaginn 7. desember frá kl. 14:00 og fram eftir degi.
Það fé sem safnast verður gefið til góðra málefna í Mosfellsbæ.
- Fréttir úr bæjarlífinu14
Lítið mál að elda fuglakjöt • Hvítvínið lætur vita þegar rétt kæling næst • Verði ykkur að góðu
Hversdags- eða veislumatur?
Kjúklingur er vinsæl fæða, hvort heldur er hversdags- eða sem veislumatur. Það er fljótlegt og einfalt að elda holla og ljúffenga
máltíð úr kjúklingi fyrir alla fjölskylduna. Kjúklingakjöt er afar vel samsett næringarfræðilega; próteinríkt og fitusnautt í senn.
UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
JEEP GRAND CHEROKEE
TRAILHAWK
TORFÆRUÚTGÁFAN AF
ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN.
LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
AUKAHLUTIR Á MYND: DRÁTTARKRÓKAR AÐ FRAMAN.
®
HÖRKUTÓL SEM ENDIST
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED.
RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.395.000 ÁN VSK.
KR. 7.929.800 MEÐ VSK.
STAÐALBÚNAÐUR M.A.: Bíll á m
ynd er 33” breyttur
jeep.is
ramisland.is
40” BREYTTUR
RAM 3500 LIMITED
UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
JEEP RA D C E EE
TRAIL
TORF RUÚTGÁFAN AF
ÞESSUM FRÁB RA JEPPA
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN.
LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFIN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
AUKAHLUTIR Á MYND: DRÁT ARKRÓKAR AÐ FRAMAN.
®
HÖRKUTÓL SEM ENDIST
TRYGGÐU ÞÉ , I A LIMITED.
RAM 350 VERÐ FRÁ KR. 6.395.000 ÁN VSK.
KR. 7.929.800 MEÐ VSK.
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
Bíll á m
ynd er 33” breyttur
jeep.is
ramisland.is
40” BREYTTUR
RAM 3500 LI ITED
UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
JEEP GRAND CHEROKEE
TRAILH WK
TORFÆ UÚTGÁFAN AF
ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN.
LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
AUKAHLUTIR Á MYND: DRÁTTARKRÓKAR AÐ FRAMAN.
®
HÖRKUTÓL SEM ENDIST
T YGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED.
RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.395.000 ÁN VSK.
KR. 7.929.800 MEÐ VSK.
STAÐA BÚNAÐUR M.A.:
Bíll á m
ynd er 33” breyttur
jeep.is
ramisland.is
40” BREYTTUR
RAM 3500 LIMITED
Við mælum með:
Mar de Frades
Þetta frábæra spænska hvítvín er búið til
úr vinsælu þrúgunni Albarino. Þegar vínið
hefur náð réttri kælingu myndast blátt
skip framan á miðanum. Meðalfylling,
sýruríkt, ósætt, blómlegt og ferskt.
Virkilega vandað vín - 2.499 kr.
Mexíkóskar
kjúklingabringur
(fyrir 6-8)
Hráefni
• 6 kjúklingabringur
• 1 dl sítrónusafi
• 2 msk. ólífuolía til penslunar
• 2 msk. ólífuolía
• 1 meðalstór laukur
• 1 dós niðursoðnir tómatar
• 2 msk. möndlur
• 2 msk. rúsínur
• 2 tsk. kapers
• 5 grænar ólífur
• 1/2 msk. niðursoðinn
grænn pipar
• 1 rauð paprika
• 1/2 græn paprika
• 1/2 gul paprika
• 2 1/2 dl appelsínusafi
• 1 dl kjúklingasoð
• 1/2 tsk. kanill
• 1 msk. kóríander
(ferskt)
KjúKlingabringur er
hægt að elda á marga vegu
Aðferð
• Raðið kjúklingabringunum í eldfast
mót og hellið sítrónusafa yfir.
Látið standa í ísskáp í 2 klst.
• Penslið með ólífuolíu og bakið í ofni
við 180°C í 20 mín.
• Hitið olíu í potti og mýkið smátt
saxaðan laukinn.
• Bætið tómötum, rúsínum, kapers,
ólífum og piparkornum út í og
látið suðuna koma upp.
• Hreinsið og takið kjarna úr paprikum
og skerið í strimla. Bætið út í ásamt
appelsínusafa og kjötsoði og sjóðið
í 15 mín. Bragðbætið með kanil.
• Hellið sósunni yfir kjúklinginn
og bakið áfram í 20 mín. í ofninum.
• Skreytið með fersku kóríander
og berið fram með soðnum
hrísgrjónum og brauði.
Fleiri uppskriftir má finna á www.isfugl.is
Matarhorn
Mosfellings