Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 28
Föstudagurinn 15. september 2017 byrjaði eins og allir aðrir dagar hjá fjölskyldu Júlíu Rutar sem býr í
Klapparhlíðinni. Börnin fóru í skólann og
foreldrarnir til vinnu en stuttu síðar fékk
faðirinn símtal frá leikskólanum um að
Júlía væri komin með hita svo hún var
sótt og farið var með hana heim.
Eftir að Júlía Rut var lögst fyrir fann
móðir hennar eitthvað ílangt og hart í
maga hennar sem var langt frá því að
vera eðlilegt og leitaði hún því til læknis.
Tveimur dögum síðar var komin end-
anleg niðurstaða, Júlía var greind með
bráðahvítblæði.
Júlía Rut er fædd
11. apríl 2014.
Foreldar hennar
eru þau Louisa Sif
Mønster iðjuþjálfi sem starfar á geðheilsu-
sviði Reykjalundar og Lárus Arnar Sölvason
hársnyrtir á Quest Hair, Beer and Wisky
Saloon.
Systkini Júlíu Rutar eru þau Sölvi Már f.
2009 og Arna Sif f. 2015.
Keyptu sér íbúð í Mosfellsbæ
„Ég ólst upp í Hafnarfirði og Lárus í
Breiðholtinu en árið 2004 keyptum við
okkar fyrstu íbúð hér í Mosfellsbæ,“ segir
Louisa Sif. „Ástæða þess er kannski sú að
við eltum mág minn hingað upp eftir og
þegar þau keyptu sér nýja íbúð í Klappar-
hlíð þá slógum við til líka. Á árunum 2006-
2011 bjuggum við í Danmörku þar sem ég
stundaði nám í iðjuþjálfun.“
Fann eitthvað ílangt og hart
„Það er ótrúlegt hvað líf manns getur
breyst á örskotsstundu,” segir Louisa Sif
þegar ég spyr hana hvernig veikindi Júlíu
Rutar hafi uppgötvast.
„Lárus fékk símtal frá leikskólanum um
það að Júlía Rut væri komin með hita svo
að hún var sótt og farið með hana heim.
Hún sofnaði í stuttan tíma og þegar hún
var að vakna strauk ég yfir magann á henni
og finn þá eitthvað ílangt og hart sem mér
fannst eitthvað skrítið.
Ég ráðfærði mig við Jennýju vinkonu
mína sem starfar sem hjúkrunarfræðing-
ur og hún ráðlagði mér að panta tíma hjá
Domus Medica sem ég gerði og við kom-
umst að sama dag. Á móti okkur tók Ólafur
Gísli læknir sem skoðaði Júlíu Rut og eftir
að skoðuninni lauk bað hann mig um að
fara með hana beint á bráðamóttökuna.“
Smávægileg einkenni komu í ljós
Á bráðamóttökunni fór Júlía Rut í rann-
sóknir og í sneiðmyndatöku. Rétt fyrir mið-
nætti fengust þær fréttir frá læknunum að
þeir töldu að hún væri með bráðahvít-
blæði. Endanleg greining kom svo í
ljós tveimur dögum seinna, bráða-
eitilfrumuhvítblæði (T-ALL).
Það sem fannst í maga Júlíu
Rutar var bólgið milta sem
var búið að ryksuga allar
hvítblæðisfrumurnar. Ef
þessi bólga hefði ekki upp-
götvast þá hefðu næstu
einkenni verið blóðnasir
og húðblæðingar. Með
tímanum hefði hún
líka hækkað í hvít-
blæðisprósentunni,
en hún var með
67% við grein-
ingu.
„Þegar við hugsum til baka þá voru
smávægileg einkenni sem tengdust sjúk-
dómnum smám saman búin að koma í ljós.
Hún hafði t.d. kvartað undan
verkjum í fótum, þreytu
og kulda og að henni
væri illt í maganum en
það lagaðist oft fljótt
þegar hún var búin að
borða.
Heimurinn hreinlega hrundi við þessar
fregnir og það eina sem komst að í huga
okkar var að við gætum misst hana. Þessi
heimur var okkur mjög framandi og okkur
leið eins og búið væri að kippa undan okkur
fótunum.“
Þurfti ekki að fara til Svíþjóðar
„Þegar við Lárus vorum aðeins búin að ná
áttum fengum við fljótlega þær upplýsingar
að mikið væri búið að gerast í krabbameins-
rannsóknum barna og þá sérstaklega síðustu
10 ár og að batahorfur væru mjög góðar.
Júlía Rut greinist á föstudegi og byrjaði
í meðferð þremur dögum seinna eða 18.
september. Meðferðartíminn er tvö og hálft
ár þannig að hún ætti að klára meðferð
vorið 2020.
Hún var nánast á spítalanum samfellt
fyrstu átta mánuðina. Hún fór í margar
háskammtameðferðir, fór heim í nokkra
daga, fékk hita, fór þá í einangrun og fékk
sýklalyf og svo byrjaði næsta meðferð,
svona gekk þetta í margar vikur.
Í nóvember 2017 eða eftir nokkrar
háskammtameðferðir fengum við þær
gleðifregnir að hvítblæðisprósentan væri
komin niður í 0,04%. Það þýddi á þessum
tímapunkti að hún þurfti ekki að fara til
Svíþjóðar í beinmergsskipti. Hún hélt því
áfram í háskammtameðferð og 13. desem-
ber var hvítblæðið horfið. Það þýddi þó
ekki að meðferðin væri búin, meðferðin er
alltaf tvö og hálft ár, annars er hætta á að
hvítblæðisfrumurnar fjölgi sér aftur.“
Vorum lömuð af hræðslu
„Eftir stífar átta mánaða háskammta-
meðferðir fór Júlía Rut yfir á viðhalds-
meðferð. Í þeirri meðferð er lengra á milli
meðferða. Það var búið að segja okkur að
nú yrði þetta allt betra og okkur var létt við
þær fregnir.
Hún hafði grennst mjög mikið, verið með
mikla ógleði, átti erfitt með gang og fleira.
En þar sem ónæmiskerfið er oft svo bælt,
greindist Júlía Rut með CMV-veiru í júní
sl. Þetta er veira sem er ekki hættuleg fyrir
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Júlía Rut Lárusdóttir Mønster greindist með bráðahvítblæði árið 2017 aðeins þriggja ára gömul
Heimurinn hreinlega
hrundi við þessar fregnir
- Mosfellingurinn Júlía Rut Lárusdóttir Mønster28
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir og úr einkasafni.
SyStkinin ArnA Sif,
Sölvi Már og JúlíA rut