Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 40
Útnefningar og
ábendingar óskast
Útnefningar og ábendingar óskast
vegna kjörs íþróttakonu og -karls
Mosfellsbæjar 2018. Þeir sem eru
gjaldgengir sem íþróttakarl og
íþróttakona Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi félaga í
bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ
sem stundar íþrótt sína utan
Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin
ekki í boði innan bæjarins. Allar
útnefningar og ábendingar sendist
fyrir 23. desember á dana@mos.is.
Einnig er óskað eftir útnefningu
og ábendingum um íþróttafólk
sem hefur orðið Íslandsmeistari,
deildarmeistari, bikarmeistari,
landsmótsmeistari og hefur tekið
þátt í og/eða æft með landsliði.
Knattspyrnuiðkendur
yfir 500 í fyrsta sinn
Gríðarleg fjölgun hefur orðið í
knattspyrnudeild Aftureldingar á
síðastliðnum árum. Í upphafi ársins
2018 voru iðkendur í barna- og
unglingaráði knattspyrnudeildar
rúmlega 420 talsins en eru í dag 512.
Þetta þýðir um 20% fjölgun iðkenda
á 10 mánuðum sem er mikið
ánægjuefni fyrir Aftureldingu sem
er ein af fjölmennstu knattspyrnu-
deildum landsins. „Við erum gríð-
arlega stolt af því vera komin með
þennan iðkendafjölda. Markmiðið
á þessu starfsári var að komast yfir
500 iðkenda múrinn og frábært
að ná því strax yfir vetratímann,“
segir Guðbjörg Fanndal Torfadóttir,
formaður barna- og unglingaráðs
knattspyrnudeildar Aftureldingar.
Axel deildarmeistari
með Viking í Noregi
Knattspyrnumaðurinn Axel
Óskar Andrésson varð á dögunum
deildarmeistari með Viking í norsku
B-deildinni. Axel hefur verið að láni
frá Reading frá því í ágúst og átti
stóran þátt í að Viking komst upp
um deild. Axel er tvítugur varnar-
maður uppalinn hjá Aftureldingu
en framtíð hans mun skýrast í
félagsskiptaglugganum í janúar.
- Íþróttir40
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i
Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
Stelpurnar í meistarflokki Aftureldingar í handbolta hafa staðið sig vel það sem af er tímabilinu í Grill 66 deildinni. Þær eru í þriðja sæti
sem stendur en nú er hafið landsleikjahlé fram í janúar. Þær hafa spilað níu leiki, unnið sjö og tapað tveimur.
Strákarnir eiga fram undan tvo heimaleiki næstu sunnudaga kl. 17:00 gegn Gróttu og Stjörnunni.
Í vikunni framlengdi Andri Freyr Jónasson
samning sinn við Aftureldingu til tveggja
ára. Andri Freyr var valinn besti leikmað-
ur 2. deildar í fyrra en hann varð jafnframt
markakóngur þegar Afturelding vann
deildina.
Penninn hefur verið á lofti undanfarna
daga en fimm leikmenn skrifuðu undir nýja
samninga til tveggja ára fyrr í mánuðinum.
Þetta eru Alexander Aron Davorsson, Andri
Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson,
Jason Daði Svanþórsson og Jökull Jörvar
Þórhallsson.
Allir áttu þeir líkt og Andri stóran þátt í
sigri Aftureldingar í 2. deildinni síðastliðið
sumar.
Undibúningur í fullum gangi
Alexander Aron er uppalinn hjá Aftureld-
ingu og einn af reynslumestu leikmönnum
liðsins. Andri Már stóð vaktina af prýði í
hægri bakverði síðastliðið sumar eftir að
hafa komið frá Gróttu. Elvar Ingi er sterkur
framherji sem ólst upp hjá Aftureldingu.
Jason Daði vakti athygli fyrir leikni sína í
2. deildinni síðastliðið sumar en hann var
á bekknum í liði ársins í deildinni. Jökull
Jörvar stimplaði sig af miklum krafti inn í
lið Aftureldingar síðastliðið sumar.
Í vikunni gekk Djordje Pjanic til liðs við
Aftureldingu en hann kemur frá KR. Djor-
dje er 19 ára gamall kantmaður en hann á
að baki leiki með U17 ára landsliði Íslands.
Í fyrra var Djordje á mála hjá stórliði Rauðu
stjörnunnar í Serbíu.
Afturelding fagnar þessum undirskriftum
og hlakkar til að sjá leikmennina í Inkasso-
deildinni næsta sumar en undirbúningur
er í fullum gangi fyrir komandi tímabili.
Leikmenn skrifa undir hjá Aftureldingu
Andri Freyr og djorde pjAnic elvAr ingi, AlexAnder dAvor, jAson dAði, Andri Már og jökull jörvAr
í 3. sæti í jóLAfrí
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar sendi frá sér, í fyrsta sinn lið á
Íslandsmót sem eingöngu var skipað stúlkum.
Liðið samanstendur af stelpum í 4. og 5. bekk og er frábært
að sjá þá uppbyggingu sem í gangi hefur verið undanfarin ár og
verður vonandi bara til þess að fleiri stelpur komi með í körfuna.
Stelpurnar stóðu sig frábærlega og gleðin skein úr hverju andliti.
Hjá Aftureldingu er boðið upp á æfingar í körfu fyrir krakka í 1.-8.
bekk og eru iðkendur orðnir um 60 talsins.
Deildin hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár og er
vonast til að sjá fleiri stelpur á æfingum og minnir á að öllum er
velkomið að prófa.
stúlknalið í íslandsmóti í fyrsta sinn
lAgt á ráðin í leikhléistelpurnAr ásAM elísu þjálFArA