Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 40

Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 40
Útnefningar og ábendingar óskast Útnefningar og ábendingar óskast vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins. Allar útnefningar og ábendingar sendist fyrir 23. desember á dana@mos.is. Einnig er óskað eftir útnefningu og ábendingum um íþróttafólk sem hefur orðið Íslandsmeistari, deildarmeistari, bikarmeistari, landsmótsmeistari og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Knattspyrnuiðkendur yfir 500 í fyrsta sinn Gríðarleg fjölgun hefur orðið í knattspyrnudeild Aftureldingar á síðastliðnum árum. Í upphafi ársins 2018 voru iðkendur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar rúmlega 420 talsins en eru í dag 512. Þetta þýðir um 20% fjölgun iðkenda á 10 mánuðum sem er mikið ánægjuefni fyrir Aftureldingu sem er ein af fjölmennstu knattspyrnu- deildum landsins. „Við erum gríð- arlega stolt af því vera komin með þennan iðkendafjölda. Markmiðið á þessu starfsári var að komast yfir 500 iðkenda múrinn og frábært að ná því strax yfir vetratímann,“ segir Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar. Axel deildarmeistari með Viking í Noregi Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson varð á dögunum deildarmeistari með Viking í norsku B-deildinni. Axel hefur verið að láni frá Reading frá því í ágúst og átti stóran þátt í að Viking komst upp um deild. Axel er tvítugur varnar- maður uppalinn hjá Aftureldingu en framtíð hans mun skýrast í félagsskiptaglugganum í janúar. - Íþróttir40 N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is Stelpurnar í meistarflokki Aftureldingar í handbolta hafa staðið sig vel það sem af er tímabilinu í Grill 66 deildinni. Þær eru í þriðja sæti sem stendur en nú er hafið landsleikjahlé fram í janúar. Þær hafa spilað níu leiki, unnið sjö og tapað tveimur. Strákarnir eiga fram undan tvo heimaleiki næstu sunnudaga kl. 17:00 gegn Gróttu og Stjörnunni. Í vikunni framlengdi Andri Freyr Jónasson samning sinn við Aftureldingu til tveggja ára. Andri Freyr var valinn besti leikmað- ur 2. deildar í fyrra en hann varð jafnframt markakóngur þegar Afturelding vann deildina. Penninn hefur verið á lofti undanfarna daga en fimm leikmenn skrifuðu undir nýja samninga til tveggja ára fyrr í mánuðinum. Þetta eru Alexander Aron Davorsson, Andri Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson, Jason Daði Svanþórsson og Jökull Jörvar Þórhallsson. Allir áttu þeir líkt og Andri stóran þátt í sigri Aftureldingar í 2. deildinni síðastliðið sumar. Undibúningur í fullum gangi Alexander Aron er uppalinn hjá Aftureld- ingu og einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Andri Már stóð vaktina af prýði í hægri bakverði síðastliðið sumar eftir að hafa komið frá Gróttu. Elvar Ingi er sterkur framherji sem ólst upp hjá Aftureldingu. Jason Daði vakti athygli fyrir leikni sína í 2. deildinni síðastliðið sumar en hann var á bekknum í liði ársins í deildinni. Jökull Jörvar stimplaði sig af miklum krafti inn í lið Aftureldingar síðastliðið sumar. Í vikunni gekk Djordje Pjanic til liðs við Aftureldingu en hann kemur frá KR. Djor- dje er 19 ára gamall kantmaður en hann á að baki leiki með U17 ára landsliði Íslands. Í fyrra var Djordje á mála hjá stórliði Rauðu stjörnunnar í Serbíu. Afturelding fagnar þessum undirskriftum og hlakkar til að sjá leikmennina í Inkasso- deildinni næsta sumar en undirbúningur er í fullum gangi fyrir komandi tímabili. Leikmenn skrifa undir hjá Aftureldingu Andri Freyr og djorde pjAnic elvAr ingi, AlexAnder dAvor, jAson dAði, Andri Már og jökull jörvAr í 3. sæti í jóLAfrí Körfuknattleiksdeild Aftureldingar sendi frá sér, í fyrsta sinn lið á Íslandsmót sem eingöngu var skipað stúlkum. Liðið samanstendur af stelpum í 4. og 5. bekk og er frábært að sjá þá uppbyggingu sem í gangi hefur verið undanfarin ár og verður vonandi bara til þess að fleiri stelpur komi með í körfuna. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og gleðin skein úr hverju andliti. Hjá Aftureldingu er boðið upp á æfingar í körfu fyrir krakka í 1.-8. bekk og eru iðkendur orðnir um 60 talsins. Deildin hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár og er vonast til að sjá fleiri stelpur á æfingum og minnir á að öllum er velkomið að prófa. stúlknalið í íslandsmóti í fyrsta sinn lAgt á ráðin í leikhléistelpurnAr ásAM elísu þjálFArA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.