Mosfellingur - 29.11.2018, Side 50
JólagJafir
Ég gaf konunni minn brim-brettanámskeið í jólagjöf fyrir
nokkrum árum. Brimbrettanámskeið
í nágrenni Þorlákshafnar. Mér fannst
þetta geggjuð gjöf, hafði sjálfur
fengið samskonar afmælisgjöf stuttu
áður og fannst magnað að læra að
standa á bretti í íslenskum öldum.
Ekki það að ég hafi sýnt neina meist-
aratakta, en náði að hanga á brettinu
og skemmti mér konunglega.
Konunni minni fannst þetta ekki jafn geggjuð gjöf. Sendi mér
áhugavert augnaráð þegar hún opn-
aði pakkann. Aðalástæðan fyrir því
var líklega að hún var vel ólétt þessi
jól, alveg komin á steypirinn, og
fannst í því ástandi ekki spennandi
að henda sér út í kaldan íslenskan
sjó um miðjan vetur.
Þrátt fyrir að hafa aðeins mis-reiknað mig um þessi jól er
ég enn sannfærður um að bestu
jólagjafirnar séu hreyfi- og upplif-
unargjafir. Helst þannig að sá sem
gefur gjöfina og sá sem þiggur hana
geti farið saman í upplifunarferðina,
á námskeiðið, á leikinn eða hvað nú
sem gjöfin akkúrat snýst um.
Möguleikarnir eru margir og hægt að sníða þá að þykkum
og þunnum veskjum. Það er hægt að
kaupa gjöfina en svo er líka hægt að
skipuleggja viðburðinn sjálfur, útbúa
gjafabréf og sjá um framkvæmdina.
Ég held að við höfum flest pláss og
þörf fyrir meiri samveru með þeim
sem standa okkur svo nærri að við
gefum þeim gjafir og með upplifun-
argjöf getur maður slegið tvær flugur
í einu höggi. Gefið góða gjöf og
fengið góða og skemmtilega samveru
í leiðinni.
Ég gæti talið upp ótal atriði sem hægt er að flokka sem upplif-
unargjöf. En ég ætla ekki að gera
það. Frekar ætla ég að
hvetja þig til að velta
fyrir þér hvað sá/sú
sem þú gefur gjöf
hefur gaman af að
gera. Eða gæti haft
gaman af að gera.
Bara passa sig á að
gefa ekki háóléttri
eiginkonu brim-
brettanámskeið
að vetri til.
Heilsumolar gaua
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Þverholti 2
- Heilsa og kennsla50
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Íslenska ullin er einstök
Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem
náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.
lopi 38
Ný prjóNabók
er komiN út
Bráðgerir nemendur í Varmárskóla
Árni Jón Hannesson, umsjónarkennari í Varmárskóla hefur kennt
mörgum nemendum þar á bæ. Hann hóf kennslu við Varmárskóla
árið 1998. Hann hefur allar götur síðan tileinkað starf sitt börnum,
menntun þeirra og velferð.
Árni hefur verið að þróa kennsluefni fyrir börn alveg frá því að
hann hóf störf sem kennari. Haustið 2017 byrjaði hann að bjóða
bráðgerum nemendum viðbótarkennslustundir. Kennslustund-
irnar eru í boði eftir hefðbundna kennslu og hafa nemendur
Varmárskóla ásamt nokkrum nemendum Krikaskóla mætt í þessa
skapandi tíma hjá Árna.
En gefum Árna orðið:
„Ég leyfi nemendum svolítið að ráða hvað er rætt um hverju
sinni. Hvað langar þau að læra meira um, hvar liggur áhuginn.
Það hafa verið að mæta hjá mér 15-20 börn úr 4. til 5. bekk annan
hvern þriðjudag, svo hina þriðjudagana hafa verið að mæta 18-23
börn úr 6. til 8. bekk.
Í einni kennslustundinni tókum við fyrir umræður um Hubble
sjónaukann, skoðuðum myndir og myndbönd. Út frá þeirri um-
ræðu spratt áhugi barnanna á sólinni. Við skoðuðum myndbönd af
sólinni, stjörnuþokum, vegalengdum í alheiminum, lofthjúp jarðar
og nokkrum þekktu, stjörnum í okkar ímynduðu stjörnumerkjum,
s.s. stjörnurnar í Órionþokunni, Fjósakonurnar 3 og Andrómedu
og margt fleira.
Reikistjarnan Mars er í miklu uppáhaldi hjá mér og krökkunum.
Við erum búin að skoða myndir af algengum hlutum og lífverum
sem eru teknar í gegnum rafeindasmásjá.“
Eins og fram kemur í greininni er Árni duglegur að leyfa áhuga
krakkanna að ráða för. Stjörnufræðin er þar ofarlega á blaði og
vildu krakkarnir vita ýmislegt um fjarlægðir og stærðir. Sífreri og
metangas ásamt öðrum náttúrufyrirbærum er eitthvað sem vekur
áhuga barnanna.
Árni vinnur með ýmis stærðfræðihugtök eins og flatarmál og um-
mál. Einnig hefur hann verið duglegur við að kenna stærðfræðina
verklega eins og að búa til þvívíddarform, þríhyrninga og ferstrend-
inga. Krakkarnir reikna svo stærðfræðidæmi út frá hugtökunum.
Svo er tilvalið að ljúka tímanum með því að skoða myndband úr
alheiminum þar sem stærðarhlutföll eru vegin og metin.
Sem sagt alltaf gaman í Varmárskóla.
Ásgerður Inga, Elfa Dís Austmann, Kristín Svanhildur
Kennarar í 1. bekk Varmárskóla