Mosfellingur - 29.11.2018, Síða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Kormákur Fjeldsted fæddist 28. júní
2018. Hann var 3600 g og 52 cm.
Foreldrar hans eru Arna og Gulli og
systkini hans eru Ísólfur og Karítas.
Í eldhúsinu
sá
bjartsýni
Komið þið sæl, það er komið að
reglulegum tuðpistli frá mér úr Huldu-
hlíðinni, og að þessu sinni er úr mörgu
að velja í tuðdeildinni. Það virðist ekki
vanta fallbyssufóður í tuðvélina enda e
r
hægt að nöldra yfir nánast öllu. Ég er n
ú
eiginlega landsliðsmaður þegar kemur
að nöldri og eiginlega fyrirliði liðsins e
f
því er að skipta.
Það væri til dæmis hægt að tuða
yfir því að lítrinn af bensíni hækki og
hækki, hvort sem það er út af hækkand
i
gengi eða út af einhverju rugli í Banda
-
ríkjaforseta. Það væri hægt að tuða yfir
því að það er byrjað að spila jólalög á
sumum útvarpsstöðum landsins og þa
ð
í byrjun nóvember. Það væri hægt að
nöldra endalaust yfir pólitíkinni og/eð
a
fólkinu í pólitíkinni, hvort sem það er
á
Alþingi eða í bæjarpólitíkinni. Það vær
i
hægt að grenja yfir íslensku krónunni
og
endalausum óstöðugleika hennar. Það
væri hægt að væla yfir því að Wow air s
é
farið á hausinn og að það sé ekki lengu
r
hægt að fljúga milli Íslands og Evrópu
fyrir sama gjald og það kostar að fara
á landsleik í Laugardalnum. Það væri
ennþá hægt að nöldra yfir braggamálin
u
(enda óskiljanleg skita þar á ferð).
En ég bara nenni því ekki í dag. Ég
er búin að skreyta og er komin í léttan
jólafíling. Ég er að undirbúa skötuna í
vinnunni og það fer að styttast í fyrstu
heimsókn frá einum af sveinunum
þrettán. Liverpool er ekki enn byrjað a
ð
skíta upp á bak (njóta á meðan það en
d-
ist), jólabjórinn er kominn í verslanir
og José Mourinho er ennþá stjóri Man
Utd. Ég held bara að ég nenni ekki að
sjóða í einn nöldurpistil að þessu sinni
.
Ég er bara aldrei þessu vant í nokkuð
góðu skapi þessa dagana.
Ég held að við séum orðin of góðu
vön þegar við gerum ekkert annað en
að nöldra yfir svona smámunum eins
og virkir í athugasemdum missa svefn
yfir. Það eru ömurlegir hlutir að gerast
úti um allan sem við minnumst ekkert
á og okkur virðist drullusama um,
en þjóðfélagið hér á Klakanum fer á
hliðina ef Birgitta Haukdal notar orðið
hjúkrunarkona???
En gleðileg jól frá mér úr Hulduhlíðinn
i
og munið að versla við Björgunarsveit-
ina fyrir áramót.
Herdís og Erlendur skora á Tedda og Mæju að deila næstu uppskrift
- Heyrst hefur...52
Herdís Sigurjónsdóttir og Erlendur
Fjeldsted deila hér með okkur
uppskrift að pizzum sem eru
vinsælar á föstudagskvöldum á þeirra
heimili. Krakkarnir kalla þær pabba´s
pizzas og vilja meina að þær séu svo
sannarlega bestu pizzur þótt víðar
væri leitað.
Hér fylgir uppskrift að hvítlauks-
brauði og pizzu sem hægt er að
gera á skömmum tíma. Ef tíminn er
nægur má náttúrulega útbúa pizzurnar
frá grunni. Í dag kaupum við helst tilbúna
pizzabotna frá Shake & Pizza. Við kaupum
líka hvítlaukssósuna og tilbúna beikonsultu
þaðan, sem er mjög þægilegt. Við kaupum
gula pizzakornið (Durum hveiti) og kantaolíu
í IKEA og náttúrulega pizzajárngrindurnar,
sem eru ómissandi að okkar mati.
Hvítlaukspizzubrauð
Láta botninn ná stofuhita. Best er að strá
gulu pizzakorni (Durum hveiti, fæst í IKEA)
áður en botninn er flattur út. Botninn (ca.
16”) er lagður á pizzagrind.
Setja ólífuolíu ofan á deigið, vel af henni.
Strá fínt söxuðum hvítlauk yfir (í það
minnsta 1-2 solo laukar).
Krydda vel með hvítlaukskryddi og grófu
salti.
Strá rifnum pizzaosti yfir og krydda
aðeins í restina með pizzakryddi.
Baka í ofni á pizzaprógrammi eða
á 275°C hita í ca. 5-7 mín.
Beikonsultupizza
Láta botninn ná stofuhita.
Best er að strá gulu pizzakorni (Durum
hveiti, fæst í IKEA) áður en botninn er flattur
út. Botninn (ca. 16”) er lagður á pizzagrind.
Þekja pizzuna vel af beikonsultu, hægt er
að kaupa tilbúna beikonsultu frá Shake &
Pizza í Krónunni. Eins er hægt að gera sína
eigin beikonsultu, ef maður hefur tíma.
Setja pepperoni og vel af steiktum og
krydduðum kjúklingi (hægt að kaupa
tilbúinn rifinn kjúkling, BBQ eða fahitas).
Skera rauða papriku og strá yfir og loks
Doritos-flögum. Cool American er vinsælast
í Rituhöfða 4.
Síðast er pizzaosti og pizzakryddi stráð yfir.
Baka í ofni á pizzaprógrammi eða á 275°C
hita í ca. 5-7 mín. Að bakstri loknum er
ómissandi er að setja nokkra hringi af
Shake & Pizza hvítlaukssósu yfir.
Verði ykkur að góðu!
Heyrst Hefur...
...að Eurobandið, með Friðrik Ómari,
Regínu og Selmu, muni leika fyrir
dansi á Þorrablóti Aftureldingar sem
fram fer í íþróttahúsinu 26. janúar.
...að 13 ára Mosfellingur, Þórdís Karls-
dóttir, sé að taka þátt í Jólastjörnu
Björgvins Halldórs.
...að Arion banka-húsið í Þverholti
sé nú til sölu á 180 milljónir.
...að Afturelding hafi dregist gegn
Haukum í 16 liða úrslitum Coca-Cola
bikars karla.
...að Steindi Jr. sé með bók í jólabóka-
flóðinu sem nefnist Steindi í orlofi.
...að þrír vinningar hafi komið á
Lottómiða sem keyptir voru á N1
og á Lukku Láka í Mosfellsbæ um
síðustu helgi, alls 300.000 kr.
...að mosfellskir unglingar séu langt
yfir landsmeðaltali þegar kemur að
notkun rafretta samkvæmt nýrri
rannsókn á lýðheilsu ungs fólks í
Mosfellsbæ.
...að bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar
séu með milljón á mánuði að jafnaði
samkvæmt vefsíðunni Tekjur.is.
...að handboltamaðurinn Elvar
Ásgeirsson hafi tekið þátt í æfingum
hjá Stuttgart á dögunum og kemur
fljótlega í ljós hvort hann fá tilboð
frá Þýskalandi.
...að björgunarsveitin sé búin að láta
sérstaka Kyndils-köku sem verði
til sölu í flugeldasölunni á milli
hátíðanna.
...að meira en helmingur allra
ökutækja keyri yfir hámarkshraða
framhjá Lágafellsskóla og nú sé
verið að undirbúa uppsetningu á
hraðavaraskilti í Baugshlíðinni.
...að pop-up markaður verði haldinn
í Kjarnanum á laugardaginn.
...að snappararnir vinsælu Sólrún
Diego og Linda Ben séu báðar að
innrétta húsin sín í Mosó og leyfi
fylgjendum sínum að fylgjast með.
...að handboltaparið Íris og Toggi
Rothögg hafi eignast stúlku á
dögunum.
...að tveir heimaleikir séu fram undan
hjá strákunum í handboltanum
næstu sunnudaga kl. 17.
...að jólamarkaður Skálatúns verði
haldinn 1. desember og hjá Ásgarði
laugardaginn 8. desember.
...að Fálkarnir séu búnir að
semja við Jako.
...að sýndir verði fjórir jólaþættir á
RÚV fyrir jólin með álfabörnunum
Þorra og Þuru sem ættuð eru úr
Mosfellsbæ.
...að Matti Matt ætli að syngja á
Miðbæjartorginu þegar ljósin verða
tendruð á laugardaginn.
...að UMFUS ætli að gefa út glæsilegt
afmælisrit fyrir áramót í tilefni 20 ára
afmæli félagsins.
...að höfuðstöðvar Borgarplasts í
Völuteigi séu nú auglýstar til sölu.
...að Laila hafi fengið bónorð
frá Hilmari Harðar á golfvellinum
á Spáni.
mosfellingur@mosfellingur.is
Föstudagspizza Hjá HerdÍsi og ell
a
Þessar 9 ára stúlkur úr Lágafellsskóla,
þær Lísa, Fanney og Daníela hittu
formann Hringsins Önnu Björk
Eðvarðsdóttur og færðu henni
söfnunarfé, alls 22.000.- kr., sem þær
höfðu safnað fyrir Barnaspítalasjóð
Hringsins. Þær gengu í hús og seldu
ýmsan varning sem þær höfðu t.d.
föndrað og seldu bangsana sína.
HLUTAVELTA
(fálkaungi ) kliddi.blog.is
högni snær
Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt
helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is