Mosfellingur - 22.02.2018, Page 16

Mosfellingur - 22.02.2018, Page 16
 - Bókasafnsfréttir16 Bókasafnið, Listasalurinn og Héraðsskjala- safnið voru í annað sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri. Dagskráin var fjöl- breytt og skemmtileg. Fjölskyldujóga var í Listasalnum sem var mjög vinsælt. Draugaþema var í barnadeildinni þar sem búið var að koma upp draugahúsi með viðeigandi skreytingum. Sigrún Harðardótt- ir las draugasögu fyrir krakkana og spilaði á fiðlu. Boðið var upp á draugalegar veitingar fyrir börnin. Ratleikur var í gangi allt kvöldið og mikill fjöldi tók þátt. Fimm svarseðlar voru dregnir út og er búið að hafa samband við vinningshafa. Fullorðinsdagskráin hófst með því að listamaðurinn Steingrímur Gauti spjallaði við gesti um sýningu sína. Þá tók kaffihúsa- stemning við og hljómsveitin Piparkorn lék ljúfa tóna ásamt söngkonunni Maríu Gyðu Pétursdóttur. Boðið var upp á kaffi og léttar veitingar. Spurningaleikur á vegum Safnanætur var vinsæll og verður unnið úr svörum hjá Höfuðborgarstofu í Reykjavík. Dregið var 15. febrúar og hægt að sjá vinningshafa á vefsíðunni vetrarhatid.is. Bókasafn - Listasalur - Héraðsskjalasafn Fjölbreytt dagskrá á Safnanótt í Mosfellsbæ Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ sumarið 2018 Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er m.a. að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Fyrir unglinga á grunnskólaaldri er greitt í samræmi við samþykktan taxta Vinnuskólans. Eldri hópurinn fær greitt í samræmi við önnur sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ. Skilafrestur er til og með 11. mars 2018 og skal umsóknum ásamt fylgigögnum skilað í þjónustuver Mosfellsbæjar, 2. hæð Kjarna, eða rafrænt á mos@mos.is. Umsóknareyðublöð, reglur um styrkveitingu og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Mosfellsbæjar www.mos.is Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar Draugaþema í barnaDeilDinni maría gyða og piparkorn kaffihúsastemning með léttum veitingum

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.