Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 28
- Aðsendar greinar28
Við búum í fallegum bæ. Stutt er
til fjalla og í fjöru. Allir sem vilja
stunda útivist geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Talað er mikið um það að menn
eigi að hreyfa sig daglega og þá sér-
lega börnin. Mér finnst til dæmis
mjög hjákátlegt þegar menn mæta
í íþróttamiðstöðvar og vilja helst
keyra beint inn að inngangnum. Mæta
menn ekki til þess að hreyfa sig? Er þá ekki
í lagi að labba nokkur skref?
En talað um útivist: Ómældan fjársjóð er
að finna hér í bæ. Og það besta er að það
kostar ekki neitt. Ganga meðfram Leiru-
voginum eða fara upp á eitthvað af okkar
fjöllum í nágrenninu er besta líkamsrækt.
Eða fá sér hjólreiðaferð á stígunum milli
bæjarfélagana.
Veturinn er einnig mjög heillandi. Þeir
sem eru sprækir geta skemmt sér á skíðum.
Ein lítil toglyfta myndi nú ekki kosta mik-
ið. Miður er að engin gönguskíðabraut er
rudd um golfvallarsvæðið eins og
í fyrra. Þetta var mjög skemmtilegt
framtak. En gönguskíðabrautin um
Tunguvöllinn er ekki spennandi,
enda einungis 900 m á jafnsléttu
og þjónar einungis þeim sem búa
í Leirvogstungu.
Auðvitað gegna íþróttafélögin
okkar mikilvægu hlutverki. En við
eigum ekki alltaf að þurfa að borga fyrir það
að við viljum hreyfa okkur. Þannig að allt
sem stuðlar að hollri útiveru burtséð frá
félagsaðild að einhverjum félögum þarf að
styðja sérlega vel. Skógræktarsvæðin eiga
að fá fjármagn til að tryggja áframhald á
starfseminni, mest notuðu göngustígar upp
á fjöllin okkar þurfa varanlegt viðhald.
Mosfellsbærinn okkar á að stefna áfram
að því að vera heilsueflandi samfélag og
hlúa sérlega að því að menn á öllum aldri
uni sér vel í að vera úti í nátturunni.
Úrsúla Jünemann,
situr í umhverfisnefnd fyrir Íbúarhreyfingu
Heilsueflandi bærinn okkar
Rótarý er hreyfing fólks úr við-
skipta- og atvinnulífi og opinberri
þjónustu. Rótarýhreyfingin er
alþjóðafélagsskapur sem er starf-
andi í meira en 200 löndum í öllum
heimsálfum.
Félagar eru rúmlega 1,2 milljón-
ir í um 35 þúsund klúbbum. Þessi
alþjóðlegu samtök standa fyrir
mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að
sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og
hvetja til góðvildar og friðar í heiminum.
Til marks um það er opinbert kjörorð al-
þjóðahreyfingarinnar: „Þjónusta ofar eigin
hag“.
Á Íslandi eru starfandi 31 rótarýklúbbur
með um 1300 félaga. Í klúbbunum er lif-
andi starf og vikulegir eða hálfsmánaðar-
legir fundir með fróðlegum fyrirlestrum
og umræðu. Félagar eru á öllum aldri og
af báðum kynjum. Rótarýfélagi getur sótt
rótarýfund hjá hvaða rótarýklúbbi sem er
í heiminum.
Rótarýdagurinn er haldinn hátíðlegur
þann 24. febrúar næstkomandi og af því
tilefni er Rótarýhreyfingin á landsvísu að
vekja athygli á starfsemi sinni.
Hvað gerir Rótarý fyrir samfélagið ?
Rótarý leggur áherslu á ýmis mannúð-
armál og ber þar fyrst að nefna verkefnið
End Polio Now þar sem klúbbarnir leggja
sitt af mörkum í baráttunni við útrýmingu
lömunarveiki í heiminum. Rótarý á Íslandi
styrkir síðan árlega efnilega tónlistarmenn
í gegnum tónlistarsjóð sinn og var Víkingur
Heiðar Ólafsson fyrsti styrkþegi tónlistar-
sjóðsins. Rótarýklúbbur Mosfellssveitar
hefur veitt árleg samskiptaverð-
laun til grunskólanema og enn-
fremur staðið fyrir skógrækt hér í
heimabænum. Síðast en ekki síst
veitti Rótarý í tengslum við nýlið-
ið Umdæmisþing styrki til þriggja
mjög verðugra samfélagsverkefni
hér í Mosfellsbæ.
Hvað gefur Rótarý félögum sínum ?
Rótarý er félagsskapur sem eflir þekkingu
og kunningsskap milli starfstétta og þar
skapast tækifæri til áralangrar vináttu og
samstarfs í gegnum skemmtileg viðfangs-
efni. Haldnir eru fjölbreyttir og fræðandi
fyrirlestrar þar sem farið er yfir það sem
efst er á baugi hverju sinni. Árlega heldur
klúbburinn skemmtilega hátíðarfundi og
fer saman í ferðir og nýtur útivistar í nær-
samfélaginu en einnig hafa félagsmenn
skellt sér saman í ferðir utan landsstein-
anna.
Rótarýklúbbur Mosfellssveitar
Rótarýklúbbur Mosfellssveitar var
stofnaður þann 17. mars 1981 og er hann
því rétt tæplega 37 ára gamall. Fundað er
yfir vetrartímann á þriðjudögum kl. 18:15 í
nýja Golfskálanum Kletti. Hafir þú eða þið
áhuga á Rótarý eða viljið gerast félagar er
velkomið að hafa samband við Jóhönnu
Björgu Hansen forseta Rótarýklúbbs Mos-
fellssveitar starfsárið 2017-2018 eða Þuríði
Yngvadóttur ritara klúbbsins.
Jóhanna Björg Hansen
Forseti Rótarýklúbbs Mosfellssveitar
starfsárið 2017-2018
Hvað er Rótarý?
frá umdæmisþingi sem haldið
var í mosfellsbæ í október.
www.mosfellinguR. is