Mosfellingur - 22.02.2018, Qupperneq 29

Mosfellingur - 22.02.2018, Qupperneq 29
Einn tveir og takk Við megum til með að hrósa Aftureld- ingu fyrir að afgreiða matarpakkana frá Einn tveir og elda hér á Varmá. Þvílíkt þægilegt að geta sótt matar- pöntunina sína í sveitinni. Maturinn líka frábær og passlegir skammtar, allavega þegar við höfum pantað. Kærar þakkir  HjóníHöfðahverfi ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Aðsendar greinar - 29 Á heimasíðu Mosfellsbæjar www. mosfellsbaer.is eru einkunnarorðin: „Virðing - Jákvæðni - Framsækni – Umhyggja“ Ekki veit ég hversu margir taka þessi orð alvarlega né hversu margir líta á þessa yfirlýsingu sem eins og hver önnur innantóm orð. Þessi fjögur orð voru sett á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir um áratug. Sjálfsagt er að þeim sem þar áttu hlut að máli hafi ekki gengið nema gott eitt til. Um aldamótin síðustu var vinstri meiri- hluti við stjórn í Mosfellsbæ. Á vegum hans var sett upp umræðusíða í tenslum við síðu Mosfellsbæjar sem margir Mosfellingar notuðu mikið, sumir jafnvel daglega. Á þessari umræðusíðu gátu Mosfellingar skrifað sitt hvað sem þeim þótti ástæða til að tjá sig um, bentu á sitt hvað sem betur mætti fara. Urðu þar oft mjög þarfar um- ræður um þessi mál. En eitt yfirsást þeim meirihlutamönnum: að ráða sérstakan ritstjóra og umsjónar- mann síðunnar. Ekki væri birt efni nema þar gætti hófsemi og um mál- efnaleg sjónarmið væri að ræða. Því miður urðu það endalok þess- arar umræðusíðu að einn aðili tók sér það bessaleyfi og vald að birta oft á tíðum mjög óviðunandi at- hugasemdir við það efni sem var honum ekki að skapi. Varð þetta til að margir urðu miður sín og urðu jafnvel sárir fyrir svona uppivöðslu- semi. Sennilega hefur lýðræði íbúa aldrei komist jafnlangt og á þessum tíma í Mos- fellsbæ. Eitt af fyrstu verkefnum Sjálfstæðis- flokksins eftir kosningarnar vorið 2002 var að taka ofan þennan spjallvettvang. Til stóð að endurvekja hann en nú er liðinn meira en hálfur annar áratugur án þess nokkuð hafi gerst né eitthvað bendi til að aftur verði tekinn upp þráðurinn. Spurning er hvort „virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ séu ekki aðeins orðin tóm. Ég tel mig alla vega vera í þeim hópi efasemdarmanna. Ég hefði gjarnan viljað benda á sitt hvað sem þarf að skoða betur í bæjarfélaginu. Eitt mjög lítið dæmi er að fyrir nokkru hefur einhver húseigandi bæjarins séð ástæðu til að saga ofan af trjám sem bæjarstarfsmenn gróðursettu um aldamótin. Hefði ekki verið æskilegt að íbúar bæjarins geti rætt saman um mál eins og þetta fremur en að einhver taki lögin í sínar hendur og eyðileggi að þarflausu opinberar eigur? Kannski hefði farið betur að hafa samráð við íbúa á sínum tíma um hvort rétt væri að planta hávöxnum trjám rétt utan við stofu- gluggann. Sumar trjátegundir geta jafnvel orðið tugir metrar á hæð. Það þarf að opna að nýju umræðugrund- völl á heimasíðu Mosfellsbæjar eins og vinstri meirihlutinn átti veg og vanda af á sínum tíma. Þegar kosningar fara í hönd þá ræða Mosfellingar gjarnan um skattana sína og fyrir hvað þeir fá til baka í opinberri þjónustu: Er skólamálum nægilega sinnt? Hvað með málefni barnafjölskyldna? Hver er staða félagsmála, húsnæðismála og heilbrigðismála? Hvernig er staðið að umhverfismálum og almenningsþjónustu? Og hvað með málefni aldraðra? Þannig má lengi áfram telja. Við viljum að tekjur sveitarfélagsins nýt- ist sem best og opið bókhald sveitarfélags- ins er stór áfangi að opna lýðræðuslegar umræður. Guðjón Jesson Arnartanga 43 Er gott að búa í Mosfellsbæ? Undanfarin misseri hefur mikið verið byggt í Mosfellsbæ. Ný hverfi hafa risið í Helgafellslandi og Leirvogstungu, íbúðabyggingar af ýmsum stærðum og gerðum. Sömuleiðis hefur atvinnuhúsnæði verið byggt við Desjamýri, og víða eru framkvæmdir inni í eldri hverf- um bæjarins. Undirritaður hefur setið síðastliðin 3 ár í skipulagsnefnd sem fulltrúi Íbúahreyfing- arinnar og fylgst með þessari framkvæmda- semi á ýmsum stigum og reynt að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að beina þeim í farsælan farveg. Við hönnun byggingar er að ýmsu að hyggja. Hún þarf að uppfylla kröfur og þarf- ir húsbyggjandans en jafnframt að falla vel inn í umhverfi sitt, og vera augnayndi fyrir nágranna og aðra. Hún þarf að samræmast fyrirliggjandi deiliskipulagi og uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar. Rétt eins og við aðrar athafnir mann- anna eru margir sem koma að svona verki; hver fagmaður veit hvar hans hæfileiki og þekking nýtist best og sinnir sínu hlutverki af kostgæfni og alúð. Eða hvað? Við uppskurð koma ýmsir að verki, skurðlæknir, hjúkrunar- fræðingar, svæfingarlæknir, lyfja- fræðingar og fleiri. Allir vita hvað til síns friðar heyrir og engum dettur í hug að sinna öðru en sínu hlutverki. Við hönnun bygginga ætti sama verklag að gilda. Arkitektinn hannar bygginguna með tilliti til rýmisuppbyggingar og flæðis, stýrir birtu og litavali og nýtir listfengi sitt til að byggingin sé prýðileg umhverfinu. Verkfræðingurinn sér um að húsið sé traust og öruggt og uppfylli fagurfræðilegar vænt- ingar arkitektsins, og tækni- og byggingar- fræðingurinn tryggja að húsið hvorki leki né mygli eða sé tæknilega ófullnægjandi. Síðan eru gerðar lagnateikningar fyrir raf- magn og hitaveitu, vatnslagnir og fráveitu og ýmislegt annað. Oft kemur landslags- arkitekt að hönnun umhverfis hússins, ver- anda og garðs. Allir vita hvað til síns friðar heyrir og engum dettur í hug að sinna öðru en sínu hlutverki. Því miður er veruleikinn annar í raun. Löggjafinn lítur svo á að allir sem eiga tölvu með teikniforriti hljóti að geta gert það sama, og því skuli þeir allir hafa sömu réttindi. Allmargir bygginga- og tæknifræð- ingar gefa sig út fyrir að vera jafn hæfir arki- tektum við húsahönnun, þótt uppbygging náms þeirra sé á engan veg sambærileg, og taka að sér að gera aðalteikningar af húsum. Þessu hefur verið líkt við að gefa slátrara læknisleyfi. Húsbyggjendur eru granda- lausir og treysta sínum hönnuði í blindni. Þegar svo byggingin er risin og mistökin og klúðrið blasa við er of seint að iðrast. Vitaskuld er ekkert mál að búa í vondu húsi. Maður getur sofið víðast, salernið virkar yfirleitt og gegnumsneitt kemst maður af fyrirhafnarlítið. En þó skynja allir á eigin skinni muninn á „fermetrum með þaki“ og góðri byggingarlist, og oftast er byggingarlistin ódýrari þegar til kastanna kemur, og ánægjulegri, bæði fyrir eigand- ann og umhverfið. Sem nefndarmaður í skipulagsnefnd hef ég því miður horft upp á hvernig húsbyggj- endur í Mosfellsbæ hafa látið vanhæfa að- ila hanna sín hús og þannig klúðrað þeim möguleikum sem spennandi lóðir hafa boðið upp á. Ég hef margoft lýst eftir byggingarlist- arstefnu Mosfellsbæjar, sem boðuð er í núverandi aðalskipulagi en hefur ekki enn séð dagsins ljós. Gildandi byggingar- reglugerð er mjög yfirgripsmikil varðandi byggingartækni og öryggismál, en þar er hvergi tæpt á fagurfræði eða formskyni, sjónmenntun eða öðru sem gæti hjálpað byggingarfulltrúum landsins til að verjast verstu smekkleysunni. Ég hvet alla sem hyggja á húsbyggingar að vanda val sitt á ráðgjöfum og muna að vel skal til þess vanda sem lengi á að standa. Gunnlaugur Johnson Höfundur er arkitekt og fulltrúi Íbúahreyfingar- innar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar „Fermetrar með þaki“ eða byggingarlist Gallup gerir skoðanakönnun árlega meðal íbúa stærstu sveitarfélaga landsins og spyr almennra spurn- inga um ýmis atriði sem snúa að þjónustu sveitarfélaganna. Svarendur í Mosfellsbæ 2017 voru 438 en úrtakið er að stærstum hluta unnið upp úr viðhorfahópi fyrirtækisins að viðbættu úrtaki úr Þjóðskrá. Ég hefði getað lent í síðara úrtakinu en gerði ekki. En hverju hefði ég svarað? Jú, spurningunni um hversu ánægð ég væri með bæinn minn sem stað til að búa á hefði ég óhikað svarað mjög ánægð. Því vissulega er gott að búa í Mosfellsbæ. Hér er fallegt og skjólsælt, fjöldi skemmti- legs og áhugaverðs fólks sem fæst við margt og mikið. Hér er rólegt og gott umhverfi fyrir fjölskyldur, frábær lítill bær til að ala upp börn. Steinsnar niður í fjöru og upp á fell. Stutt í höfuðstaðinn og næturstrætó heim um helgar! Helst að búðarferðir geti tekið of langan tíma því maður hittir alltaf einhverja sem maður vill að spjalla við. Gott silfur gulli betra? Við lentum víst í 2. sæti 2017, sem er auðvitað fínn árangur. En um hvað er spurt í könnuninni og hvernig geta bæjaryfirvöld nýtt sér niðurstöðurnar? Undanfarið hafa niðurstöðurnar verið teknar fyrir á fundum nefnda sveitarfélagsins og nefndirnar skoð- að sérstaklega þá málaflokka sem að þeim snúa. Skipulagsnefnd skoðar niðurstöður skipulagsspurningar, menning- armálanefnd sinn málaflokk, fræðslunefnd sinn o.s.frv. Afgreiðsla er nánast samhljóða, könnunin lögð fram. Enda litlar vísbendingar um hvað það er ná- kvæmlega sem fólk er vansælt með þar sem óánægja kemur fram, sem og hvað er sérstaklega gott þar sem það á við. Eða hvernig ber að skilja spurn- inguna um ánægju almennt með skipulags- mál í bænum? Er átt við aðalskipulagið? Einstök deiliskipulög? Hringtorg? Þéttingu í miðbæ? Það er ómögulegt að vita út frá könnuninni. Eða hversu miklar forsendur hefur fólk, sem hvorki er sjálft fatlað né er í fjölskyldu með fötluðum einstaklingi, til að meta þjónustu við þann fjölbreytta hóp? Samkvæmt könnuninni eru 20% þeirra sem notið hafa þjónustu við fatlað fólk sjálfir eða við fjölskyldumeðlim, óánægð- ir. En um hvað óánægjan snýst er óljóst. Könnunin kafar ekki dýpra. Tilgangurinn Til að fá niðurstöður könnunarinnar í hendur og leyfi til að birta þær greiðir Mosfellsbær árlega upphæð. Miðað við þá vitneskju sem niðurstöðurnar veita um álit og upplifun íbúa af þjónustunni leyfi ég mér að efast um að þessum peningum sé vel varið. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir bæjaryfirvöld að hafa sem gleggsta hug- mynd um hvaða augum íbúar líta þjónustu bæjarins, til að geta brugðist við ef ánægjan dalar. En til þess að geta brugðist við, t.d. niðurstöðum um að 15% foreldra grunn- skólabarna séu óánægðir með grunnskóla bæjarins, þarf mun nákvæmari könnun. Könnun sem spyr dýpri spurninga. Því megintilgangurinn með því að verja pen- ingum í skoðanakannanir hlýtur að vera að finna út hvar gera má betur, finna veikleika til að geta unnið með þá og úr þeim, til að gera góðan bæ betri. Tilgangurinn getur ekki verið sá að fá yfirborðskennda niðurstöðu til að flagga í einhverri sætakeppni, eða á ég að leyfa mér að segja pissukeppni, sveitarfélaga. Auðvitað getur verið upplýsandi að spyrja almennra spurninga og fá almenn svör en er ekki nóg að gera svona almenna könn- un á þriggja til fjögurra ára fresti og nýta fjármuni í afmarkaðri kannanir á þjónustu- þáttum þess á milli? Silfurverðlaun á íþróttamóti eru flott og ástæða til að flagga og fagna og jafnvel að ærast af fögnuði um stundarsakir. En grunnþjónusta sveitarfélags, s.s. fræðslu- málin og félagsþjónustan, aðbúnaður og líðan íbúa, er ekki íþróttakeppni heldur verkefni sem tekur ekki enda, þarf sífellt að vera í skoðun og þarf dýpra samtal um þá þætti sem bæta þarf. Dýpra samtal en þjónustukönnunin gefur færi á. Anna Sigríður Guðnadóttir Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Mosfellsbær sem staður að búa á Lítil febrúarfrásögn Dóttir mín úr Reykjanesbæ var í heimsókn hjá okkur hér í Mosfellsbæ um liðna helgi, þegar töluverður snjór hafði fallið og búið að „hreinsa“ götur. Hún hefur þann sið í heimabyggð að fá sér heilsubótargöngu daglega og þar sem mikið er talað um góða göngu- stíga í Mosfellsbæ fór hún auðvitað út að ganga. En hrifningin var ekki mikil þegar hún kom til baka og sagði frá reynslu sinni: „Ekki fær Mosó háa einkunn fyrir snjómokstur, miðað við minn „skítblanka“ heimabæ fær þessi staður algjöra falleinkunn. Göngu- stígar illa eða ekkert mokaðir eða sandaðir, búið að ýta öllum snjó uppá gönguleiðir og moka fyrir innkeyrslur að lóðum. Í Reykjanesbæ er farið daglega yfir gangstéttir og göngustíga en þar er líka verið að stuðla að heilsueflandi samfélagi“. Hafði þá farið framhjá bæjarbúum hér að samskonar átak er í gangi hér án þess að við tökum eftir því. Fyrir alla muni gerið þið betur, svona vinnubrögð þvinga fólk til að ganga út á miðjum götum. Heilsan batnar ekki við fjölda beinbrota sem sagt er frá í fréttum, við skorum á þá sem ráða hér að gera betur í þessum málum, annars er þessi „efling“ bara sýndarmennska sem fólk úr öðrum bæjarfélögum gerir grín að. Með ósk um bætt vinnubrögð.  MaríaS.G.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.