Mosfellingur - 22.02.2018, Síða 32
Pizza
bær?
Á meðan ég hugleiði um frumspeki
með samhugsuði mínum Descartes
og les mér til um manngerðir Þeófra-
strosar, kem ég inn á pælingu.
Sem ungur maður í Mosfellsbæ fetand
i
í þá stóru skó sem fyrirrennarar mínir
sem unga kynslóðin var, þá velti ég því
fyrir mér hvaða gömlu gildi bærinn
byggir á, eitt er víst að Pizzabær er
fyrir hruns undur og eitthvað sem mín
kynslóð þekkir bara deili á á kvöldvök-
um í grunnskóla.
Vel flestar hasbeen goðsagnirnar eru
núna að rúnta um á stationbílnum
sínum með tvo barnastóla og sváfu
seinast út í matarboði sem fór úr
böndunum. Við hefur tekið ný kynslóð
krakka sem nenna ekki að slá í gegn
og þurfa ekki að vinna, því góðærið er
orðið svo mikið að það tekur því ekki
að skeina sér.
Ég er á því skeiði mannlegs lífs sem
liggur á milli fávisku frumbernsk-
unnar og heimsku æskunnar og hef
ótal tækifæri til að sofa út og gera
nákvæmlega það sem mig langar, ég
kýs frekar ósóma mannmergðarinnar
en drepsótt einmanaleikans, og
næturpössun er eitthvað sem ég þekki
ekki og mánudagar eru ennþá Miller
time.
Svo ekki vera týpan sem setur út á
stafsetningarvillu í sjálfsmorðsbréfi
og reyna að halda því fram að það sé
ekki kominn tími á nýtt gælunafn fyrir
þetta sannsögulega undur sem Mos-
fellsbær er. Það er meira lýsandi að
kalla flaggskip íslenskra sveitarfélaga
nytjahænsnisbæinn en pizzabæ eins
og staðan er í dag, en þar sem þetta
er ekki ljótunafnakeppni þá leggur
undirritaður til tillögu sem allir geta
fallist á og unað við. HALLDÓRSBÆR,
í höfuðið á hinu merka skáldi Halldóri
Laxness. Nafn höfundar er að sjálf-
sögðu bara heppileg tilviljun í þessu
samhengi.
halldór snær
Í eldhúsinu
Berglind og Hafliði deila hér með okkur
lúðu-cheviche en undirbúningur ætti að
hefjast ca. 5 tímum fyrir mat og miðast
uppskriftin við fjóra.
• 500 gr lúða
• 2 tsk hrísgrjónaedik
• Nokkur lime
• 1 stk rauðlaukur
• Rauðvínsedik
Skerið lúðuna í teninga ca 1 cm og setjið
í skál. Kreistið lime yfir lúðuna þannig að
það fljóti yfir. Bætið við 2 teskeiðum af
hrísgrjónaedikinu. Látið marinerast í 5 klst.
Fínsaxið rauðlaukinn og setjið í sér skál.
Hellið rauðvínsedikinu þannig að fljóti yfir
laukinn. Látið marinerast í 5 klst. Eftir
5 klst í marineringu, hellið vökvanum af
bæði lúðunni og lauknum. Setjið saman í
eina skál. Hellið svo eftirfarandi dressingu
yfir og hrærið saman. Berið fram með t.d.
ristuðu brauði, taco eða snittubrauð (eftir
smekk).
Frábært sem forréttur.
Dressing
• 2 stk lime
• 2 matskeiðar hrísgrjónaedik
• 8 matskeiðar ólífuolía
• 2 matskeiðar af maukuðum hvítlauk
• Rauður chili a.m.k. 1 fínsaxaður án fræja
• Kóríander eftir smekk
• Tabasco eftir smekk
Meðan þið þeytið saman limesafanum og
hrísgrjónaedikinu, bætið olíunni rólega út í.
Blandið svo hvítlauknum, chiliinu,tabasco-
sósunni og kóríander út í dressinguna.
Dressingin er nú til og á að hella henni yfir
maríneruðu lúðuna og laukinn.
Berglind og Hafliði skora á Hjalta og Þorbjörgu að deila næstu uppskrift með Mosfellingum
Lúðu-cheviche
- Heyrst hefur...32
hjá Berglindi og hafl
iða
heyrst hefur...
...að Ice Boost and Burgers taki
breytingum á næstunni og nafninu
verði breytt í MOSÓ-GRILL.
...að Svanni Einars sé orðinn löggiltur
fasteigna- og skipasali.
...að troðin hafi verið skíðagöngu-
braut á fótboltasvæðinu á Tungu-
bökkum.
...að búið sé að stofna samfélags-
sjóð Kaupfélagsins sáluga og 50
milljónum verði úthlutað á næstu
misserum.
...að söngkonan og Mosfellingurinn
Hreindís Ylva bjóði sig fram í 4. sæti
í forvali VG í Reykjavík um helgina.
...að búið sé að stofna kór í ungmenna-
húsinu Mosanum sem er fyrir
16-25 ára.
...að Kalli í Bymos ætli að loka búðinni
innan tíðar.
...að árshátíð hestamannafélagsins
Harðar fari fram á laugardaginn.
...að Anna Sigríður muni áfram leiða
Samfylkinguna í kosningunum í vor.
...að Mosfellingurinn Gyða Margrét
hafi sungið í söngvakeppni
sjónvarpsins um síðustu helgi. Lagið
Brosa komst því miður ekki áfram.
...að Ingvar og Guðbjörg ætli að ganga
í það heilaga í sumar.
...að búið sé að stofna facebook-hópa
fyrir nánast öll hverfi í Mosfellsbæ.
...að hárgreiðslukonan Jónheiður sé
hætt á Aristó.
...að Össur Skarphéðinsson sé að
byggja sér hús í Helgafellshverfi.
...að íbúafundur um uppbyggingu
á Vesturlandsvegi verði haldinn á
Kjalarnesi í dag.
...að vetrarfrí sé í grunnskólum
bæjarins í kringum helgina.
...að Reykjalundur hafi hlotið
forvarnarviðurkenningu frá Vís á
dögunum.
...að Greta Salóme standi í ströngu
þessa dagana og sé að setja upp
söngleikina Phantom of the Opera
og Moulin Rouge.
...að Öddi Unnars sé orðinn meistari í
málaraiðn.
...að Sigurbjartur og Sigrún eigi von á
sínu fyrsta barni í júlí.
...að Stebbi Jak og Ingó úr Dimmu
verði gestir Stormsveitarinnar á
tónleikum í Hlégarði 3. mars.
...að Unnur sé að hætta á hárstofunni
Sprey.
...að Stuðlabandið og Friðrik Dór séu
meðal þeirra sem munu koma fram á
árshátíð starfsmanna Mosfellsbæjar
sem fram fer í íþróttahúsinu að
Varmá 17. mars.
...að minnsta kosti þrjú ný stjórnmála-
öfl í Mosó vinni nú að því að setja
saman lista, Miðflokkurinn, Píratar
og Viðreisn.
...að Auður Jóns hafi verið sýknuð af
meiðyrðakæru Póra í Laxnesi.
mosfellingur@mosfellingur.is