Mosfellingur - 18.05.2017, Side 4

Mosfellingur - 18.05.2017, Side 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagurinn 21. maí Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Fimmtudagurinn 25. maí - Uppstigningardagur Heilunarguðaþjónusta í Lágafellskirkju 20:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagurinn 28. maí Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 14:00 Árleg kirkjureið hestamannafélagsins Harðar. Sr. Arndís Linn sunnudagurinn 4. júní - Hvítasunnudagur Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Rut G. Magnúsdóttir djákni aðstoðar skráningarguðsþjónusta fermingar- barna sunnudagskvöldið 14. maí gekk vel. Þau sem skilað hafa inn skráningar- blaði, munu fermast á þeim degi sem beðið var um. kyrrðardagur í Mosfellskirkju verður laugardaginn 27. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu kirkjunnar. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Skipt um gervigras að Varmá á þessu ári Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipt verði um gervigras á stóra æfingavellinum við Varmá á þessu ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar erindis sem barst frá Aftureldingu þess efnis að félagið óskaði eftir því að byggt yrði hálft knattspyrnuhús á svæðinu en ekki heilt hús yfir umræddan völl. Það er í samræmi við framtíðarsýn knattspyrnudeildar Aftureldingar. Verkefnið er hluti áætlunar um að skipta um gervigras og gúmmíkurl á öllum leik- og fótboltavöllum í bænum. Auk stóra vallarins verður battavöllur á lóð Lágafellsskóla endurnýjaður á þessu ári. Hugað verði að öðrum vegi til Þingvalla Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur óskað eftir því við samgönguráð- herra að skoðaðir verði möguleikar á uppbyggingu nýs vegar frá höfuðborgarsvæðinu til Þingvalla. Bæjaryfirvöld taka undir áhyggjur íbúa en íbúasamtökin Víghóll í Mosfellsdal hafa leitað leiða til að bæta úr því ástandi sem skapast hefur vegna mikillar umferðaraukn- ingar um dalinn. Fulltrúar Víghóls fengu verkfræðistofuna Verkís til að gera kostnaðaráætlun fyrir annan veg sem liggja myndi frá Geithálsi að Kjósarskarðsvegi, á svipuðum slóðum og gamla þjóðleiðin. Liggur leiðin að hluta til um Nesjavallaveg. Bæjarstjóri segir að full þörf sé á endurbótum á veginum enda verði hann áfram notaður þótt í framtíð- inni komi annar vegur til að dreifa álaginu á leiðinni til Þingvalla. Mosfellsbær styrkir 11 ungmenni • Sumartíminn notaður til æfinga • Laun frá vinnuskóla styrkir til efnilegra ungmenna Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið með styrkjunum er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum gefast til að njóta launa, á sama tíma og þau stunda af kappi sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnu- skóla Mosfellsbæjar og er einstaklingum þannig gefið tækifæri til að einbeita sér frekar að sinni grein og ná enn meiri ár- angri. Að þessu sinni sóttu 36 ungmenni um styrkinn en 11 hlutu styrk. Arna Karen Jóhannsdóttir badminton, Arnór Daði Rafnsson gítar, Arnór Gauti Jónsson knattspyrna/handbolti, Cecelía Rán Rúnarsdóttir knattspyrna, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir rafgítar, Erna Sóley Gunn- arsdóttir frjálsar, Hlynur Logi Ingólfsson körfubolti, Kristín Sól Guðmundsdóttir golf, Ólafur Már Einarsson, knattspyrna, Magnús Þór Sveinsson rytmískt píanónám, Ragnar Már Ríkarðsson, golf. Magnús Þór, Cecelía Rán, Arnór Daði, Kristín Sól, Hlynur Logi, Arna Karen og Ragnar Már. Á myndina vantar Arnór Gauta, Ólaf Má, Ernu Sóleyju og Dagmar Ýri. gleðbeitt ungmenni taka við styrkjum nefndin að störfum Laugardagurinn 13. maí var Fyrirmyndar- dagur í Mosfellsbæ. Verkefnið var forvarna- tengt og hugmynd Kolbrúnar Þorsteins- dóttur bæjarfulltrúa. „Mín hugmynd er að forvarnir þurfa ekki endilega að snúast um það sem er bannað. Heldur leggja áherslu á það sem við viljum sjá. Það er samvera fjölskyldna, hreyfing og útivist,“ segir Kolbrún. Íslandsmótið í YFIR var haldið á Hlé- garðstúninu og hugmyndasmiðurinn Lexi er bjartsýnn á að mótið sé komið til að vera. Auk þess var ratleikur í Reykjalundarskóg- inum sem hefur nú bæst við afþreyingar- möguleika Mosfellinga. Nemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar spiluðu tónlist á miðbæjartorginu þar sem hjólabrautin vinsæla er nú staðsett. hluti af Nýtt og betra Nesti í mosfellsbæ Við höfum breytt og bætt N1 stöðina í Háholti og bíðum spennt eftir að taka á móti þér með nýbökuðu og ilmandi bakkelsi, matarmiklum salötum, frískandi boozti og eðal kaffidrykkjum sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitunum. Sjáumst í Háholti! E N N E M M / S ÍA / N M 8 2 0 7 0 H a ́ h ol N1 Háholti MOSFELLINGUR kemur næst út 8. júní fyrirmyndardagur í mosó tónlist á torginu keppt í yfir vinsæl hjólabraut frá fyrsta íslandsmótinu í yfir við hlégarð

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.