Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 2
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan ÚR LJÓSMYnDaSaFnI ÁhaLDahÚSS MoSFELLSBÆJaR Þessir heiðursmenn, Guðjón Haraldsson og Herberg Kristjánsson voru um áratugaskeið áberandi í þjónustu við sveitunga sína. Guðjón með sín öflugu jarðvinnslutæki og Herberg með umsjón á vatnsveitum bæjarins. Bíllinn á myndinni var þjónustubíll í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar og var í daglegu tali nefndur BELJAN. Áfram Afturelding MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 9. nóvember Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Kosningar eftir rúma viku. Það hef-ur varla farið fram hjá nokkrum manni. Sérstaklega ekki þeim sem opna samfélagsmiðla þessa dagana. Alltaf finnst mér magnað að sjá hversu fólk er duglegt að drulla yfir náungann. Deilandi hinu og þessu um alla þá sem það ætlar pottþétt ekki að kjósa. Oftar en ekki óhróður og níð. Hvað varð um það að deila með okkur því sem betur má fara og hvað flokkarnir ætla að gera til að bæta hag okkar Íslendinga? Sama hvar menn svo sem standa í pólitík. Svona hegðun er ekki beint til að auka trú almennings á stjórn- málunum og þeim sem þar eru í fararbroddi. Ég hef sagt það áður að ég dáist að öllu því fólki sem vill vinna veg okkar sem bestan í samfélaginu. Ég trúi því að það sé að gera sitt besta. Segið okkur fyrir hvað þið standið og af hverju maður ætti að kjósa þetta góða fólk til starfa fyrir land og þjóð. Á eigin verðleikum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Sveitungar eru vanari því að sjá þessa „kalla“ í vinnugallanum við að þjónusta bæjarbúa. Hér gera menn sér dagamun frá amstri vinnudagsins. Frá vinstri: Kristinn Magnússon, Friðþjófur Haraldsson, Haukur Níels- son, Jón Friðjónsson, Erlingur Árni Friðgeirsson, Gísli Snorrason, Arnar Stefánsson, Elías Þorsteinsson, Njörður Snæland, Bergþór Engilbertsson.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.