Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 14
Fjölmennt var við opnun sýningarinnar Letur og list í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 7. október. Letur og list er samsýning mynd- mennta- og skriftarkennarans Þorvaldar Jónassonar og bókbindaranna Guðlaugar Friðriksdóttur og Ragnars G. Einarssonar. Þorvaldur sýnir ýmsar sögulegar letur- gerðir og Guðlaug og Ragnar verkfæri, áhöld og efnivið til bókbands auk fullgerðra verka. Á sýningunni má m.a. sjá letur sem not- að var fyrir um 2.000 árum, sveinsstykki afa Ragnars og bók með útstæðu auga bundna inn í selskinn. Sýningargestir, jafnt ungir sem aldnir, voru almennt hæstánægðir með að hinum fornu list- greinum, leturgerð og bókbandi, væri gert hátt undir höfði í sýningu sem þessari. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 28. október. Letur og list - Ný sýning opnuð í Listasal Mosfellsbæjar - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað14 Vetrafrí Það er stundum fín lína á milli þess að leiðbeina og stýra. Á milli þess halda barni í virkni og þess að bóka dag barns- ins í þaula til að fyrirbyggja allan leiða og iðjuleysi. Það að veita aðhald, ákveðna stýringu og halda barni fjarri „rugli“ með virkni er mikilvægt, því verður ekki neitað. Það má hins vegar ekki gleyma að í stýring- arleysinu og dauðu stundunum felast gríðarlega mikilvæg þroskatækifæri sem við megum ekki taka frá börnunum okkar. Það að leiðast er tækifæri. Á þeim stundum skapast svigrúm fyrir barnið að virkja ímyndunaraflið, hugsa sjálf- stætt og kynnast sjálfu sér betur. Það getur tekið á til að byrja með (fyrir foreldra) að leyfa barninu að leiðast, því að það tekur oft tíma fyrir barnið að komast út úr stýringunni og kveikja á sjálfsstýringunni, þ.e. að fara að finna uppá einhverju sjálft. Ofstýring skerðir ekki bara ímynd- unarafl, heldur líka þjálfun í úrlausn vandamála. Börn og unglingar þurfa að fá að láta reyna á það óstudd að takast á við vandamálin, hvort sem það er tengt því að setja saman Lego eða í samskipt- um. Hjá unglingum gerist stýring hvað þetta varðar mikið í gegnum símana. Börnin eru flest með símann á sér öll- um stundum og mörg eru gjörn á hafa samband við foreldra um leið og upp kemur ágreiningur. Mikilvægt er að efla barnið sjálft í sjá lausnir og láta reyna á þær, en jafnframt leiðbeina því með hvert er gott að leita þegar vandinn er of stór (t.d. leita til starfsmanns innan skólans sem barnið treystir). Þessa færni þarf að æfa og það tekur tíma og felur í sér mörg mistök. Með tímanum öðlast barnið trú á eigin færni í að takast á við hinar ýmsu aðstæður. Þessi trú eflir sjálfstraust og styrkir sjálfsmynd og er eitt það mikil- vægasta sem við getum gefið þeim. Starfsfólk fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar að stýra eða ekki stýra... SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Bókasafn Mosfellsbæjar hvetur krakka til að kíkja í heimsókn í vetrarfríinu. Í safninu má finna fjöldann allan af bókum og myndasögum til að lesa, og myndir til að lita. Safninu bárust á dögum ný borðspil sem bætast við þau sem til voru, auk þess sem stóra tafl- og lúdóborðið er á sínum stað. Sjáumst! VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Fjölskyldusvið óskar eftir íbúð á leigu Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka tveggja herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst. Nauðsynlegt er að um samþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða og unnt sé að þinglýsa leigusamningi. Fjölskyldusvið ábyrgist leigugreiðslur til leigusala. Áhugasamir hafi samband við Unu Dögg Evudóttur verkefnastjóra á fjölskyldusviði í síma 525-6700 eða á netfangið unadogg@mos.is Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.