Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 19.10.2017, Blaðsíða 36
Adam Eldjárn fæddist 7. apríl. Þá vó hann 4.156 gr. og var 54 cm. Foreldrar hans eru Hildur Þ. Rúnarsdóttir og Birgir Hilmarsson. Hann á fullt af syst- kinum: Emmu Kamillu, Gabríel Tuma, Ídu Maríu, Ólaf Daða og Viktoríu Mist. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Guðjón Freyr fæddist 7. maí 2017. Hann var 3.100 gr og 50 cm. Foreldr- ar eru Ingibjörg S. Guðjónsdóttir og Guðbjörn Jón Pálsson. Fjölskyldan býr í Skeljatanga. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Væntingar Öll höfum við vonir og væntingar fyrir framtíðina, fjölskylduna okkar og ættingja. Einnig varðandi ýmsa hluti í kringum okkur, já eða bara ástandið yfirleitt. Það er komið haust og við byrjum þetta haust á rigningu og roki, og stöku sinnum að skafa rúðurnar á morgnana. Undirritaður hefur þurft að beita sköfunni fjórum sinnum þetta haustið. Það er nú ekki vandamál enda hokinn af reynslu með ýmis vopn á lof ti svo sem bókasafnsskírteini, geisladisk a- hulstur, illa nagaðar neglur, já og svo inneignalaus debetkort, svo eitthvað s é nefnt. Það er líka komið að árlegum viðburði eða þannig. Kosningum. Það er ekki nema ca. ár síðan við kusum síðast þannig að við ættum að vera í góðri æfingu við að koma X-inu okkar fyrir á réttan stað. Ég nenni ekki í neinn kosningaáróður í þessum pistli þannig að þið kjósið eftir ykkar hentisemi. Nú ef þið eruð eitthvað óánægð með ykkar v al þá bara kjósið þið öðruvísi næsta haus t, ef þetta á að vera árlegur viðburður hér á landi. Ef það gerist ekki og þið eruð yfirbuguð af söknuði í að komast í kjörklefann þá eru alltaf sveitarstjórna r- kosningarnar í vor.... En öll höfum við væntingar hvað framtíðin ber í skauti sér og allt það, ef ég nota hátíðlegt orðalag, hvort sem það er pólitíkin eða eitthvað annað. Ég rifjaði eitt upp sem ég sagði þegar ég var svona ca. 10 ára. Í gegnum árin hef ég verið ágætlega yfirlýsingaglaður og sjaldan verið innistæða fyrir stóru orðunum eða loforðunum enda hef ég ekki alltaf hugsað þau til enda. En þett a var sennilega 1990-1991 sem ég lét þet ta loforð falla: „Þegar Ísland kemst á HM þá ÆTLA ÉG AÐ FARA, þótt ég þurfi að selja allt sem ég á,“ minnir mig að ég hafi sagt. Ég átti nú ekki von á þá að ég þyrfti að efna þetta loforð enda fátt sem benti til þess að þetta væri á döfinni næstu 50 árin, (þegar maður er 10 ára er maður gamall karl um 35) eða þangað til að ég yrði gamall karl. Ég var heldur ekki að spá í að HM gæti verið haldið í Suður-Ameríku, Afríku, Dúbaí, nú eða Rússlandi. Ég var heldur ekki að spá í að ég yrði kominn með fjölskyldu og í vinnu og gæti því ekki bara skroppið á HM sisvona. En á dauða mínum átti ég von á frekar en árið 2018 þyrfti ég að efna þessi stóru orð 10-11 ára gutta úr sveit- inni, og það skal ég glaður gera, ef yfirdráttarguðirnir verða mér hliðholl ir. Högni snær Kreólkjúklingur Í eldhúsinu Catherine og Hafliði deila að þessu sinni uppskrift með Mosfellingi af Kreól- kjúklingi fyrir fjóra. Innihald: • 1 kjúklingur • 2 beikonsneiðar • 1 laukur • 4 hvítlauksrif • 6 tómatar • 1 tsk túrmerik (má sleppa) • 1/2 chilipipar (má sleppa) • Steinselja • Olía • Salt • Pipar Aðferð: Kjúklingurinn skorinn í bita (læri höggvin í tvennt eða heil). Bitarnir brúnaðir í olíu við góðan hita ásamt smátt skornu beikoni. Bitarnir teknir af pönn- unni en olían látin standa eftir (má hella af henni, ef mikið). Þunnar lauksneið- ar og pressaður hvítlauk- ur gljáð í olíunni við miðl- ungshita þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Smátt skornir tómatar settir út í og allt steikt við góðan hita þar til tómatarnir eru vel soðnir (hræra vel í á meðan). Túrmerik, chilipip- ar (mjög smátt skorinn), salti og pipar bætt við. Steiktum kjúklingabitunum bætt út í og velt upp úr sósunni. Allt látið malla á pönnunni (lok yfir) við vægan hita þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn (20-25 mínútur) – gott að snúa bitunum nokkrum sinnum. Slökkt undir og smátt skorinni steinselju stráð yfir réttinn á pönnunni. Borið fram með hrísgrjónum. hjá CAThERINE og hAF LIÐA Catherine og Hafliði skora á Þorbjörgu og Ómar að deila með okkur næstu uppskrift - Heyrst hefur...36 hEyRsT hEFuR... ...að Stormsveitin taki þátt í sjón- varpsþættinum Kórar Íslands á sunnudaginn. Kosninganúmerið þeirra verður 900-9003. ...að konukvöld Lionsklúbbsins Úu verði haldið föstudaginn 3. nóvem- ber á Hvíta Riddaranum. ...að framkvæmdastjóri Aftureldingar skipi 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir alþingiskosn- ingarnar. ...að handbolti, fótbolti og blak ætli að standa fyrir sameiginlegum skemmtunum í Harðarbóli helgina 10.-11. nóvember þegar fram fara konukvöld og herrakvöld. ...að Maggi Már.net verði nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks í knattspyrnu. ...að enginn Mosfellingur sé á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingis- kosningarnar. ...að Mosfellsbær hafi unnið Horna- fjörð í Útsvarinu um síðustu helgi. ...að Ístak sé að fara að nota Víðines sem búðir fyrir erlenda verkamenn. ...að Steindi Jr. sé andlit nýrrar herferðar á vegum Ispired by Iceland þar sem hann syngur erfiðasta karókílag í heimi. ...að Viðreisn sé að undirbúa komu flokksins í Mosfellsbæ fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar næsta vor. ...að efstu Mosfellingar á lista fyrir alþingiskosningarnar séu Bryndís Haralds í 2. sæti hjá XD og Una Hild- ardóttir í 3. sæti hjá VG í Kraganum. ...að hið vinsæla bókmenntahlaðborð í bókasafninu fari fram þriðjudaginn 14. nóvember. ...að Björn Óskar hafi farið holu í höggi í háskólagolfinu í Tennessee. ...að Lionsklúbbarnir í Mosó muni mæla blóðsykur í Krónunni föstu- daginn 27. október kl. 17:00-18:30. ...að næsta þriðjudag verði stofnuð íbúasamtök Krikahverfis. ...að Einar Grétars hafi orðið fimmtugur í vikunni. ...að stelpurnar í handboltanum taki á móti Haukum á föstudaginn kl. 19:30. ...að Gísli á Uppsölum sé væntanlegur í Hlégarð í Mosó sunnudaginn 29. október. ...að Mosfellsbær sé að fara að taka á móti 10 flóttamönnum frá Úganda sem allir eru samkynhneigðir en það er bannað samkvæmt lögum þar í landi. ...að Bubbi Morthens verði með tón- leika á sínum heimavelli, Félagsgarði í Kjós, á föstudagskvöldið. ...að handboltastrákarnir í Aftureld- ingu sé ekki ennþá búnir að vinna leik í Olís-deildinni eftir 6 umferðir. ...að Anton og Andrea eigi von á litlu kríli með vorinu. ...að erfiðlega hafi gengið fyrir Framsóknarmenn að ná völdum á Facebooksíðu sinni eftir að stjórnin lét sig hverfa öll á einu bretti. mosfellingur@mosfellingur.is www.kliddi.blog.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.