Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Ljósin tendruð Laugardaginn 2. desember kl. 16 á Miðbæjartorginu Vinnustaðabikarinn 2017 til Krikaskóla Út er komin bókin Póri skoðar heiminn eftir Jónas Sveinsson lækni. Hér er um að ræða frumútgáfu bókarinnar en útgefandi hennar er Þórarinn sonur Jónasar, betur þekktur sem Póri í Laxnesi. „Ég fann handritið í dán- arbúi föður míns og hef varð- veitt það í áratugi,“ segir Póri í viðtali við Mosfelling. „Mig langaði alltaf að gera eitthvað með þetta og snemma árs fékk ég Bjarka Bjarnason rithöfund til liðs við mig. Hann yfirfór handritið og ritstýrði útgáfunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og að hafa ráðist í þetta verkefni.“ Er bókin um þig? „Það má segja það að einhverju leyti. Pabbi skrifaði hana um ferðalag fjölskyld- unnar um Evrópu árið 1950 og bókin er skrifuð út frá mínu sjónarhorni. Þess vegna heitir hún Póri skoðar heiminn. Faðir minn var þekktur læknir á sinni tíð og var stöðugt að afla sér framhaldsmennt- unar erlendis og að þessu sinni fór öll fjöl- skyldan með honum utan. Við flugum til Kaupmannahafnar og ókum síðan suður til Vín- arborgar þar sem faðir minn starfaði á sjúkrahúsi þá um sumarið.“ Manst þú eftir þessu ferðalagi? „Já, svolítið. Þetta var mikið ævintýri fyrir sex ára strák, til dæmis þegar ég sá gíraffa í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn. Faðir minn lýsir ferða- laginu nákvæmlega í bókinni, þarna er mikill fróðleikur samankominn um landafræði, sögu og læknisfræði og einstök samtímaheimild. Þetta voru sérkennilegir tímar, margar borgir voru illa leiknar eftir heimsstyrj- öldina og heilu þjóðirnar í sárum. Við dvöldum mest í Vínarborg en henni var þá skipt í nokkur hernámssvæði, eitt tilheyrði Bandaríkjamönnum og annað Rússum.“ Það eru einnig teikningar í bókinni, eftir hvern eru þær? „Það veit enginn en þær fylgdu hand- ritinu og hafa greinilega verið ætlaðar til útgáfu. Kannski kemur það loksins núna í ljós hver listamaðurinn er. Svo fengum við Margréti Tryggvadóttur, nú varaþingmann, í lið með okkur og hún útvegaði mikið af ljósmyndum af söfnum og úr myndabönkum. Þessar myndir lýsa tíðarandanum vel.“ Er Póri ennþá að skoða heiminn? „Já, það er hluti af lífinu, segir Póri í Lax- nesi að lokum.“ Gefur út bók sem byggir á gömlu handriti eftir föður sinn Póri skoðar heiminn póri í laxnesi Tuttugustu aðventu­ tónleikar Diddúar Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju þann 20. desember. Margir Mosfellingar og gestir hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim af þessu tilefni, enda eru tónleikar í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla. Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett. Hljóðfæraleikarar eru Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson sem leika á klarínettur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson sem leika á horn og á fagott leika Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason. Tónleikarnir verða nú haldnir í tuttugasta skipti enda hafa þeir verið stór partur af menningarlífi Mosfellinga. Mosfellsbær stóð á dögunum fyrir vinnu- staðasamkeppni á milli vinnustaða bæjar- ins. Starfsmenn þurftu þar að vinna saman og leysa hinar ýmsu þrautir. Krikaskóli fór með sigur af hólmi með 51 stig af 60 mögulegum og hreppti því glænýjan vinnustaðabikar Mosfellsbæjar. Þá mun vinnustaðurinn fá að halda upp á sigurinn eftir eigin höfði við tækifæri. Sérstök dómnefnd fór yfir herlegheitin en hún var skipuð þremur valinkunnum Mosfellingum. Það voru þau María Ólafs söngkona, Hilmar Gunnarsson Mosfelling- ur og Valgarð Már liðsmaður Útsvars. Þrúður skólastjóri og hennar fólk tekur við bikarnum úr höndum Óskars hjá Mosfellsbæ. kalli og davíð pétur, elvar og einar andri sigurður og jón júlíusúlli og bjarki simmi og hjörvar hrannar og steini elvar, maggi og enes hannes og þórir SViPmyndir frá herraKVöldi Herrakvöld Aftureldingar var haldið í Harðarbóli föstudaginn 10. nóvember. Meistara- flokkar Aftureldingar stóðu saman að kvöldinu sem heppnaðis með eindæmum vel.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.