Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 24
 - Bókajól 201724 Bjartur í Sumarhúsum í miklu uppáhaldi Nafn: Valur Oddsson. Aldur: 75 ára. Staða: Ellilífeyrisþegi. Lestu mikið? Já, ég les eitthvað á hverjum degi. Sagnfræði, endurminning- ar og spennusögur. Hvað er það besta við bókasafnið? Gott viðmót starfsfólksins. Uppáhaldsrithöfundur? Það er Tryggvi Emilsson. Einar Kárason og Jón Kalman Stefánsson eru líka í uppáhaldi. Uppáhaldsbók? Baráttan um brauðið eftir Tryggva Emilsson. Bókin ætti að vera skyldulesning fyrir alla til að sjá baráttu alþýðunnar fyrir rétti sínum. Uppáhaldspersóna í bók? Bjartur í Sumarhúsum. Þrjóskan í honum á sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Syndafallið eftir Mikael Torfason, Magni: Ævisaga Magna Kristjánssonar skipstjóra frá Neskaupsstað eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, Vargöld á vígaslóð eftir Magnús Þór Hafsteinsson og Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson. Legg allt til hliðar þegar ég les góða bók Nafn: Halldóra Björnsdóttir. Aldur: 56 ára. Staða: Íþróttafræðingur, framkvæmdastjóri Bein- verndar og framhaldsskóla- kennari. Lestu mikið? Ég er skorpumanneskja varðandi lestur fagurbókmennta. Þá legg ég allt annað til hliðar. Ég dregst alveg inn í söguna og get ekki hætt fyrr en bókin er búin. En ég þarf að lesa mikið vegna vinnu minnar en það eru nú ekki fagurbókmenntir heldur fræðigreinar. Hvað er það besta við bókasafnið? Góð þjónusta og notalegt umhverfi. Uppáhaldsrithöfundur? Ég á kannski engan uppáhalds- rithöfund en ef ég þarf að nefna einhvern þá er það Jón Kalman Stefánsson. Uppáhaldsbók? Sú bók sem ég er að lesa hverju sinni. Uppáhaldspersóna í bók? Það er erfitt að gera upp á milli persóna því ef ég tengi vel við þær persónur sem ég er að lesa um þá eru þær uppáhalds þá stundina. Hvaða bækur langar þig til að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Ég er byrjuð á bókinni eftir Jón Kalman, hver setning er eins og konfekt. Síðan langar mig að lesa bók Bjarka um Guðrúnu Tómasdóttur. Ég á eftir að skoða Bókatíðindi betur og vona að ég fái góðar bækur í jólagjöf. Anna Ólöf kannaði jólabókastemninguna hjá Mosfellingum • Margir spennandi titlar í Bókatíðindum fyrir jólin 2017 Hvað eru Mosfellingar að lesa? Gæti ekki hugsað mér að þekkja ekki Karítas Nafn: Anna Björg Ingadóttir. Aldur: 52 ára. Staða: Grunnskólakennari og þjóðfræðingur. Hvað er það besta við bókasafnið? Hmm, bara allt eiginlega. Finnst þetta bara gott bókasafn. Lestu mikið? Já, mjög mik- ið. Ég er yfirleitt með nokkr- ar týpur af bókmenntum á náttborðinu. Allt frá þykkum klassískum bókmenntum niður í spennureyfara og það fer eftir nennu og skapi hvað ég les. Uppáhaldsrithöfundur? Ég er mjög hrifin af Jo Nesbö. Kann vel við hvað hann sleppir öllum landslagslýs- ingum og óþarfa skreyting- um. Hlakka alltaf til þegar það kemur ný Nesbö-bók. Uppáhaldsbók? Líklegast er það nú Karitas án titils. Fannst Angelique bókaröðin frábær á sínum tíma og grét yfir hverri og einni og svo er bókin um Martin Guerre ógleymanleg. Uppáhaldspersóna í bók? Karitas og líka Harry Hole. Get ekki hugsað mér að þekkja þau ekki. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Mig langar að lesa þríleikinn hennar Vilborgar Davíðsdóttur um hana Auði Djúpúðgu og líka bókina hans Jóns Kalmans um Ástu. Bókasafnið er frábært af mörgum ástæðum Nafn: Gunnar Helgi Guðjónsson. Aldur: 36 ára. Staða: Nemi í grafískri hönnun og blaðamaður á Gestgjafanum. Lestu mikið? Já, frekar mikið. Hvað er það besta við bókasafnið? Bókasafnið er frábært út af svo mörg- um hlutum, blöðunum, kaffivélinni, andrúmsloftinu og Listasalnum. Og svo auðvitað bókakostinum. Uppáhaldsrithöfundur? J.K. Rowling, Guðrún Eva Mínervudóttir, Auður Jónsdóttir, Andri Snær Magnason og Jane Austin. Get ómögulega gert upp á milli. Uppáhaldsbók? Allar Harry Potter bækurnar og Yosoy-Af líkamslistum. Ég les Harry Potter alla vega einu sinni á ári og safna fyrstu bókinni á mismunandi tungumálum. Svo er Yosoy alveg stórkostleg, hryllileg, grátleg, fyndin, sársaukafull og sjarmerandi. Uppáhaldspersóna í bók? Elizabeth Bennet og Lína Langsokkur. Þær eru báðar svolítið á móti straumnum og það kann ég vel að meta. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun. En það er ein matreiðslubók sem ég þrái að eignast og heitir Sweet og er eftir Yotam Ottolenghi og Helen Goh. Það skrifar engin Íslend- ingur eins og Kalman Nafn: Bubbi Morthens. Aldur: Ég er fæddur árið 1956 og er því 61 árs. Staða: Ég er skáld og tónlistarmaður. Lestu mikið? Já, ég myndi segja að ég læsi mikið, mjög mikið. Hvað er það besta við bókasafnið? Bækur. Uppáhaldsrithöfundur? Jón Kalman, það er engin Íslendingur sem skrifar eins og Kalman. Uppáhaldsbók? Þessa dagana Saga Ástu eftir Jón Kalman. Hvað getur maður sagt - snilld, já, stórkostleg já, en samt nær það ekki utanum þessa bók, hún er svo miklu, miklu meira. Er þetta hans besta bók, ekki lík hinum en samt er kunnuglegt stef þarna. Er hægt að tala um galdur já, Jón Kalman er sér á báti í garði rithöfunda. Ef það er ein skáldsaga sem þú ættir að lesa fyrir jól þá er þetta hún. Uppáhaldspersóna í bók? Margar. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Ég ætla helst að lesa eins margar bækur og ég kemst yfir. Alltaf vel tekið á móti manni á Bókasafninu Nafn: Arna Björk Birgisdóttir. Aldur: 52 ára. Staða: Myndlistarkennari í Lágafellsskóla. Lestu mikið? Já, ég les mjög mikið og hef alltaf gert. Hvað er það besta við bókasafnið? Það er alltaf þægilegt að koma í bókasafnið, vel tekið á móti manni og góð þjónusta. Uppáhaldsrithöfundur? Mjög erfið spurning, held að ég geti ekki nefnt ein- hvern einn rithöfund sem er í uppáhaldi hjá mér. Uppáhaldsbók? Sama hér, mjög erfitt að velja en er nýbúin að klára bækurnar hennar Elenu Ferrante, Napolísögurnar, þær voru frábærar. Ég er líka alltaf fljót að kaupa mér bækurnar hennar Camillu Läckberg. Uppáhaldspersóna í bók? Ef ég á að nefna eina uppáhaldspersónu í bók þá verð ég að fara í Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness og velja Jón Hreggviðsson. Hvaða bækur langar þig til að lesa sem koma út fyrir jólin 2017? Þær eru ansi margar. Jólablað Mosfellings kemur út: Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 18. desember - mosfellingur@mosfellingur.is 21. desember

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.