Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 37

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 37
Mörk kVENNA Undanfarnar vikur hefur komið fram holskefla af reynslusögum kvenna um allan heim af kynferðisáreitni og -ofbeldi.­ Uppruna þessarar bylgju má rekja til myllumerkisins #metoo sem fór á flug eftir að konur innan Hollywood afhjúpuðu sjúka hegðun kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein.­ Síðan þá hafa heilu samfé- lagshóparnir um allan heim, nú síðast konur í stjórnmálum á Íslandi, tekið sig saman og lýst þeirri hegðun og því ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hálfu karla.­ Margir karlmenn virðast taka þessu sem ógn, fara í vörn.­ Áframhald á þeim veruleika sem konur búa við alla daga .­ Þar sem einhver annar en þær sjálfar skilgreinir þeirra mörk og upplifanir.­ Að sýn karla á heiminn sé einhvers konar fasti sem rétt sé að ganga út frá.­ Mega konur ekki, líkt og karlar, greina frá sinni upplifun án þess að einhver þurfi að taka til varna? Taka afstöðu, með eða á móti? Stundum er talað um að samskipti kynjanna séu flókin og óskýr.­ En eru þau það í raun og veru? Eru þessi mörk svona óskýr? Eða hentar það bara okkur körlunum að svo sé? Af þeim rúmlega 130 sögum sem konur úr íslenskum stjórnmálum hafa sagt get ég ekki séð sögur af óskýrum mörkum , heldur sögur ýmist af vanvirðingu marka eða af körlum að yfirfæra sín mörk á konur.­ Aðrar sögur eru hrein- lega af ofbeldi.­ Samspil kynjanna er okkur eðlislægt, forsenda lífs og afkomu okkar.­ Það er fallegt og einstakt en einnig hræði- legt og þvingað.­ En hvar mörk þessa samspils liggja er ekki okkar karla að ákveða.­ Það er samtal kynjanna sem hingað til hefur verið eintal karla við konur.­ Nú þegjum við og hlustum.­ Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð Skýja luktirnar fáSt í BymoS smá auglýsingar Þú getur auglýst frítt (...allt að 50 orð) sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is týndur hundur Svartur labrador slapp frá heimili okkar í Klappar- hlíðinni á þriðjudag. Hann er með bláa ól á sér sem stendur á Mummi. Ef þið rekist á hann megið þið gjarnan bjalla í síma 8979823. smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja. www.malbika.is - sími 864-1220 www.bmarkan.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 MOSFELLINGUR kemur næst út 21. des. SkilafreStur fyrir efni og auglýSingar er til hádegiS 18. deS. Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142 a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Verið hjartanlega velkomin! Þjónusta við Mosfellinga - 37

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.