Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 30.11.2017, Blaðsíða 18
 - Héðan og þaðan18 Jólabrunch með heitum og köldum réttum. Úrval girnilegra eftirrétta og sætabrauðs. Jólasveinninn kíkir í heimsókn kl. 12.30 og 15.00. VERÐ: Fullorðnir kr. 3.900 12-18 ára kr. 1.900 11 ára og yngri borða frítt í fylgd með fullorðnum. Bókanir og upplýsingar: sími 859 4040 / blikbistro.is Laugardaginn 10. desember kl. 11.30 - 16.30 Haustið er spennandi tími þegar kemur að útilífi og skátastarfi. Allir aldurshópar hafa fengið skemmtileg tækifæri til útivistar og samveru í nóvember. Drekaskátarnir (2.-4. bekkur) fóru þann 19. nóvember saman í strætó og lá leiðin í Grafarvoginn þar sem svæðið í kringum frístundamiðstöðina var nýtt sem best. Í lok dags fengu svo 20 nýjir drekaskátar gula skátaklútinn sinn og voru vígð inn í skáta- hreyfinguna að viðstöddum foreldrum og systkinum. Í kringum heiminn á einni helgi Helgina 10.-12. nóvember fór stór hópur fálka- og dróttskáta (5.-10. bekkur) í útil- vegu (í skála) á Úlfljótsvatn. Þema helg- arinnar var „Í kring um heiminn á einni helgi“ og tóku krakkarnir þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í takt við það. Sem dæmi má nefna leðurgerð, skylming- ar, útieldun, trommugerð, fjallgöngu og varðeldagerð. Á milli þess að vera í dagskrá gátu krakk- arnir tekið þátt í keppninni Alheimsskátinn 2018 með því að leysa hinar ýmsu þrautir og vera fyrst til þess að fylla vegabréfin sín af stimplum. Ratleikur í kuldanum Að lokum fóru svo rekka- og róverskát- arnir í æsi spennandi ratleik um miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember og þurftu þar að leysa hínar ótrúlegustu þrautir. Allt frá því að semja ljóð í að finna túrista og taka með þeim sjálfu, mannleg listaverk við MR og finna styttuna af Skúla fógeta. Kvöldið endaði svo í nístings kulda í Fógetagerðinum þar sem þeirra beið heitt kakó og nýbökuð skúffukaka. Skátafélagið mun svo nýta desember mánuð til að hjálpa Kiwanis að selja nammikassa til styrktar Sumarbúðanna í Reykjadal og vonast til að bæjarbúar taki vel á móti sér. Mikið að gerast hjá Mosverjum svipmyndir frá kvennakvöldi aftureldingar fálkaskátar í trommugerð drekaskátar í strætó Yfirskrift þemadaganna í Varmárskóla í nóvember var Átthagarnir. Nemendur kynntu sér bæinn sinn á fjölbreyttan og áhugaverðan hátt. Þeir kynntu sér meðal annars umhverfis- stefnu fyrirtækja, heilsusamlegt umhverfi, margvísleg störf og tækifæri innan átthaganna. Afraksturinn var svo sýndur á einstaklega flottri sýningu á sal eldri deildar. allir skemmtu sér vel yfir frumsömdu rappi, tísku- sýningu, viðtölum við bæjarbúa, myndböndum af áhugaverðum stöðum og margvíslegum störfum og tækifærum innan átthaganna. Af verkefnunum að ráða virðast nemendur ánægðir með bæinn sinn og stoltir af skólanum sínum. Gleði á þemadögum í Varmárskóla Laugardaginn 11. nóvember fór fram, í Há- skólabíói, hin árlega tækni- og hönnunar- keppnikeppni First Lego League. Þar kepptu lið frá 20 grunnskólum og sendi Lágafellsskóli sitt lið til þátttöku en þeir nemendur hafa verið í Lego-vali í haust. Veitt voru verðlaun fyrir fjórar keppnisgreinar, fyrir utan sigurverðlaunin. Strákarnir okkar, Lego boys, fengu bikar fyrir bestu liðsheildina sem er magnaður árangur. Einn keppandinn orðaði þetta svo skemmtilega eftir að úrslitin voru ljós. „Við erum lið Lágafellsskóla sem stendur fyrir samveru, samvinnu og samkennd - þess vegna unnum við.” Markmiðið með keppninni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vísindum með því að leggja fyrir þau spennandi verkefni sem örva nýsköpun, byggja upp sjálfstraust og efla samskipta- og skipulagshæfni. Háskóli Íslands hefur staðið fyrir keppninni í rúman áratug. Lið skólans skipuðu þeir Anton Bragi, Hjörtur Elí, Ísak Máni, Jón Kristinn, Kristj- án Leifur, Nökkvi Marz, Óliver Aradhana, Sveinn Orri, Theodór Örn og Vébjörn Dagur. Kennarar hópsins eru Vilborg Sveins- dóttir og Ýr Þórðardóttir. Besta liðsheildin hjá LEGO boys

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.