Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr bæjarlífinu8 Uppbygging í miðbæ Mosfellsbæjar er að hefjast af fullum krafti. Auglýstar hafa verið lóðir fyrir fjölbýli við Þverholt og svo núna síðast við Bjarkarholt og Háholt. Í Þverholti stendur til að byggja 30 leigu- íbúðir í bland við 12 íbúðir á almennum sölumarkaði. Til úthlutunar eru lóðir við Bjarkarholt og Háholt þar sem áætlað er að byggja að minnsta kosti 52 íbúðir í fjölbýli. Ásýnd og þéttleiki byggðar í miðbænum mun því breytast talsvert á næstu misserum í takt við nýlegt deiliskipulag miðbæjarins. Sérstaklega mun verða breyting í Háholti þar sem húsið sem stendur þar númer 23, og hefur hýst margvíslega starfsemi, verður endurbyggt frá grunni í samræmi við núgildandi skipulag. Í útboðsskilmál- um er kveðið á um uppkaup á húsinu og endurbyggingu eða niðurrif. Auðugra mannlíf „Það er okkar von að fleiri íbúðir mið- svæðis í Mosfellsbæ muni skila sér í enn auðugra mannlífi og aukinni verslun og þjónustu í bænum,“ segir Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri. Hann upplýsti jafnframt að verið væri að leggja lokahönd á samninga við fyrirtæki á vegum verktakafyrirtækisins Ris vegna upp- byggingar í Þverholtinu og að framkvæmdir þar muni líklega hefjast í sumar. F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA 3 3ja laga Almennar og sérstakar húsaleigubætur VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar. Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2016 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfells- bæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 16. janúar 2016. Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar Lóðir fyrir 52 íbúðir í fjölbýli við Bjarkarholt og Háholt Uppbygging í miðbæ Mosfellsbæjar háholt 23, fyrir miðri mynd, verður endurbyggt frá grunni tölvugerð mynd af fjölbýlis- húsum við bjarkarholt Næsta blað kemur út: 28. jaNúar Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 25. nóvember. ótakmarkað gagnamagn HRINGDU KYNNIR fyrir heimili hrAðasta nettenging á íslandi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.