Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 18
Blakkona
Aftureldingar 2015
Fjóla Rut Svavarsdóttir gekk í raðir Aft-
ureldingar haustið 2014. Hún er uppalin
í Þrótti Reykjavík, en mikið samstarf
var milli Aftureldingar og Þróttar þegar
hún var í yngri flokkum og æfði hún því
oft í Mosfellsbænum og keppti undir
merkjum Aftureldingar í yngri flokkum.
Fjóla Rut er einn af máttarstólpunum
í meistaraflokki kvenna, en liðið fór
taplaust í gegnum deildarkeppnina
2014-2015, liðið hampaði deildar- og
bikarmeistaratitli á því tímabili en beið
ósigur í æsispennandi útslitarimmu um
Íslandsmeistaratitilinn við HK í apríl
2015.
Fjóla Rut er mjög mikilvægur liðsfélagi
og öflugur leikmaður. Einnig er hún
mjög hvetjandi og drífandi fyrir aðra
leikmenn og tekur af skarið þegar á
þarf að halda. Hún er ávallt tilbúin til aðstoðar ef til hennar er leitað vegna vinnu
fyrir félagið.
Fjóla Rut Svavarsdóttir blak
Íþróttakona Golfklúbbs
Mosfellsbæjar 2015
Heiða hefur lengi verið meðal fremstu
kvenkylfinga landsins en síðastliðið
sumar var hennar besta í keppnisgolfi.
Heiða varð Íslandsmeistari í holukeppni
á Akureyri og var í kjölfarið valin í
landslið kvenna sem keppti á Evrópu-
móti landsliða í Danmörku.
Heiða var í efsta sæti Eimskipsmót-
araðarinnar að loknum 4 mótum af 6.
Heiða gat ekki leikið á Íslandsmótinu í
höggleik en hún var á sama tíma með
bróður sínum á Special Olympics en
þau kepptu í unified flokki (1 fatlaður, 1
ófatlaður). Þau stóðu sig vel og luku leik
í 3. sæti í efsta styrkleikaflokki.
Heiða var lykilmaður í sveit GM sem
hafnaði í 4. sæti í sveitakeppni GSÍ.
Heiða er góð fyrirmynd, leggur hart að
sér við æfingar og ætlar sér stóra hluti
á komandi keppnistímabili.
Heiða Guðnadóttir golf
Knattspyrnukona
Aftureldingar 2015
Kristín er 17 ára gömul og lykilmaður
í meistaraflokki kvenna. Hún lék sinn
fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2014
og síðasta sumar lék Kristín 17 leiki auk
fjögurra leikja fyrir U17 landslið Íslands.
Kristín, sem fór á kostum sem bak-
vörður í Pepsideildinni í sumar, hefur
leikið 29 leiki fyrir Aftureldingu og 11
leiki með U17 landsliði Íslands og hefur
verið valin á úrtaksæfingar með U19
landsliðinu frá því í haust.
Kristín er einn efnilegasti leikmaður
landsins og er Afturelding mjög stolt af
henni fyrir störf hennar í þágu félagins.
Kristín Þóra er frábær fyrirmynd
yngri knattspyrnustúlkna, hógvær
og skemmtilegur persónuleiki sem á
framtíðina fyrir sér.
Kristín Þóra Birgisdóttir knattspyrna
Kraftlyftingakona
Mosfellsbæjar 2015
Auður er Íslandsmeistari unglinga,
hún er einnig bikarmeistari 2015.
Auður setti 8 Íslandsmet á árinu og á
núverandi met í flokki -18 ára og -23
ára, núgildandi met Auðar eru 110 kg í
hnébeygju, 55 kg í bekkpressu og 110
kg í réttstöðulyftu, samanlagt 275 kg í
flokki - 52 kg.
Auður er í flokki með bestu
kraftlyftingakonum landsins og verður
að teljast mjög líklegt að hún fái sæti í
A landsliði Íslands á árinu 2016.
Auður sýndi frábæra takta á Bikarmóti
Kraftlyftingasambandsins á Akureyri
þegar hún fékk gildar 9 lyftur af 9.
Auður Linda Sonjudóttir kraftlyftingar
Íþróttakona taekwondodeildar
Aftureldingar árið 2015
María æfir og keppir með báðum
landsliðunum í taekwondo, bæði tækni
„poomsae“ landsliðinu og bardaga
„sparring“ landsliðinu. Auk þess er
María mjög virk í starfi deildarinnar,
er í stjórn og virk í öllu innra starfi
deildarinnar.
Hennar besti árangur á árinu var silfur
á NM í sparring og gull á Danmark
Open í poomsae, Reykjavíkurleikarnir
sparring (B flokkur) silfurverðlaun, ein-
staklings poomsae (B flokkur) gullverð-
laun og hópa poomsae gullverðlaun.
Norðurlandamót sparring (A flokkur)
silfurverðlaun, bikarmót 2 einstaklings
poomsae (A flokkur) silfurverðlaun,
Íslandsmeistaramót Kyrogi sparring
(A flokkur) silfurverðlaun, Danmark
open einstaklings poomsae (B flokkur)
gullverðlaun, Íslandsmeistaramót
poomsae einstaklings poomsae (B
flokkur) gullverðlaun, Bikarmót 1 sparring silfurverðlaun, einstaklings poomsae (B
flokkur) gullverðlaun, hópa poomsae gullverðlaun og para poomsae gullverðlaun.
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir taekwondo
KynninG á ÍÞRóttAKonuM
SeM tiLneFndAR eRu
KoSninG FeR FRAM
á www.MoS.iS
ÚRSLit veRðA tiLKynnt
FiMMtudAGinn 21. jAnÚAR
Kosning fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 7. -
15. janúar. velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3.
sæti, kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða
kynnt fimmtudaginn 21. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum
í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl
og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015.