Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 17
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015 Íþróttamaður blakdeildar Aftureldingar Jón Ólafur Bergþórsson er blakmaður Aftureldingar 2015. Jón Ólafur kom inn í liðið eftir að leiktíðin 2014-2015 byrjaði og kom liðinu til hjálpar á erfiðum tíma þar sem liðið var uppspilaralaust. Hann hvetur ungu leikmennina áfram og er tilbúinn til að hjálpa deildinni að byggja upp lið þar til yngri leikmenn eru tilbúnir í slaginn. Jón Ólafur hefur spilað með karlaliði Aftureldingar undanfarin ár í neðri deildum og á öldungamótum. Jón Ólafur er mikill keppnismaður og er tilbúinn að leggja mikið á sig til að liðinu gangi sem best. Jón Ólafur Bergþórsson blak Knattspyrnumaður Aftureldingar 2015 Kristinn Jens Bjartmarsson, eða Kjensi eins og hann er kallaður, gekk til liðs við Aftureldingu í febrúar 2015 og lék hverja einustu mínútu á Íslandsmótinu í sumar. Kristinn var lykilmaður í liði Aftureldingar og lék vel í sumar og fékk afgerandi kosningu sem leikmaður ársins á lokahófi Aftureldingar haustið 2015. Kristinn er sókndjarfur bakvörður sem einnig getur spilað sem miðvörður. Kristinn er mikill leiðtogi og heyrist gjarnan mikið í honum á vellinum þar sem hann stjórnar og leiðbeinir liðsfélögum sínum allan leikinn. Rödd Kristins er sömuleiðis afar áberandi á æfingum og hann sættir sig aldrei við neitt nema allir leggi sig 100% fram. Kristinn Jens var til fyrirmyndar innan sem utan vallar og hlýtur nafnbótina knattspyrnumaður ársins 2015. Kristinn Jens Bjartmarsson knattspyrnumaður Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015, og afrekum þeirra á árinu. Óliver Örn Sverrisson er 17 ára og hefur stundað motocross frá 7 ára aldri og byrjaði að keppa 12 ára undir merkjum MotoMos. Óliver er tvöfaldur Íslands- meistari í unglingaflokki (aldur 14-18 ára) fyrir árið 2014 og 2015, og sá fyrsti í mörg ár sem ver titil sinn í þeim flokki en Íslandsmeistaramótið samanstendur af fimm keppnum víðsvegar um landið. Óliver keppir að meðaltali í átta keppnum yfir árið og tók þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ á síðasta ári ásamt að taka þátt í stærstu vélíþrótta- keppni landsins sem haldin er á Íslandi ár hvert á Klaustri með góðum árangri, en um er að ræða sex tíma þolaksturs- keppni í krefjandi landslagi með hátt í 400 keppendum. Samhliða þessu stundar Óliver crossfit og aðra líkamsrækt á hverjum degi. Að meðaltali eyðir hann um 28 tímum á viku við æfingar, allt árið. Það þarf vart að taka það fram að Óliver hvorki reykir né neytir áfengis. Óliver Örn Sverrisson akstursíþróttir Kraftlyftingakarl Mosfellsbæjar 2015 Andri Þór Goethe er Íslandsmeistari unglinga 2015 í -93 kg flokki, hann lyfti 162,5 kg í hnébeygju -110 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 472,5 kg á Íslandsmóti unglinga í Hafnarfirði. Andri keppti einnig á gamlársmóti Kraftlyftinga- félags Mosfellsbæjar í –105 kg flokki, þar lyfti hann 200 kg i hnébeygju, 125 kg í bekkpressu og 225 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 550 kg. Andri er í námi í Háskólanum í Reykja- vík og hefur náð þessum frábærum árangri jafnframt því að vera í erfiðu námi. Andri er gríðarlega efnilegur íþróttamaður fullur sjálfstrausts og aga. Andri Þór Goethe kraftlyftingar KoSninG á www.MoS.iS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.