Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 16
Kynning á íþróttaKörlum sem tilnefndir eru Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt fimmtudaginn 21. janÚar Kosning fer fram á vef mosfellsbæjar www.mos.is dagana 7. - 15. janúar. velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti, kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 21. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Íþróttamaður taekwondodeildar aftureldingar árið 2015 Arnar er fastur maður í landsliði Íslands í flokki Senior, 18 ára og eldri, -68kg, auk þess að vera yfirkennari taekwondodeildar Aftureldingar. Hann stýrir keppnisliði deildarinnar, sem bætir sífellt árangur sinn og fjölgar landsliðsmönnum innan sinna raða. Arnar náði einum besta árangri sem ís- lenskur taekwondo keppandi hefur náð þegar hann varð í öðru sæti á European Masters Games í október 2015. Reykjavíkurleikarnir: Keppt í Senior, 18 ára og eldri, -68kg. 2. sæti. Bikarmót 2: Keppt í Senior, 18 ára og eldri, -68. 1. sæti. Íslandsmeistaramót 2015: Keppt í Senior, 18 ára og eldri, -68kg. 1. sæti. Manchester Spring Open, í Bretlandi: Keppt í 3 keppnisflokkum sem undir- búningur fyrir European Masters Games í Senior, 18 ára og eldri, -68kg. 1. sæti. Veteran, 35 ára og eldri, -68. 1. sæti. Bikarmót 3: Keppt í Senior, 18 ára og eldri, +80kg. 3. sæti. arnar Bragason taekwondo Handknattleiksmaður aftureldingar 2015 Pétur hefur æft og keppt í handbolta með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu frá því hann var ungur drengur. Pétur er mjög öflugur og þroskaður leikmaður, spilar stórt hlutverk í liði meistaraflokks karla og átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olís- deildinni á síðasta tímabili. Pétur er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og öflugasti línumaður í íslensku deildinni. Pétur hefur verið í unglingalandsliðum Íslands frá 14 ára aldri og hefur keppt á alþjóðlegum mótum undanfarin ár. Pétur var valinn í íslenska A landsliðið á árinu og spilaði með því á æfingamóti í haust. Pétur er af mörgum talinn framtíð- ar landsliðsmaður í íslenska landsliðinu. Pétur hefur allt til að bera sem góður íþróttamaður og sinnir æfingum af dugnaði og samviskusemi, er reglusamur og meðvitaður um andlega og líkamlega þætti sem skipta máli í þjálfun og keppni. Hann á mjög auðvelt með öll samskipti við félaga í liðinu og er sterkur móralslega. Pétur júníusson handknattleikur Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015. Hestaíþróttamaður Harðar 2015 Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst heimsmeistaratitill á gríðarsterku móti í Herning og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra knapa á öllu mótinu þar sem keppendur voru frá 18 löndum. Reynir Örn varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn ársins, 8.88. Reynir Örn er mjög ofarlega á heims- listum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í topp 10 í fjórum greinum. Reynir Örn keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og var alltaf í úrslitum. Reynir Örn er framúrskarandi afreks- maður í hestaíþróttinni. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka eitt stærsta hrossaræktarbú landsins. Hann hefur oft verið valinn í landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu reynir örn Pálmason hestaíþróttir Íþróttamaður Golfklúbbs mosfellsbæjar 2015 Kristján hefur í áraraðir verið einn fremsti kylfingur landsins. Árið hjá Kristjáni var gott og endaði hann nr. 2 á stigalista golfsambandsins. Kristján sigraði á fyrsta móti Eimskips- mótaraðarinnar sem haldið hefur verið á Hlíðavelli og einnig gerði hann sér lít- ið fyrir og sigraði einstaklingskeppnina á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Reykjavík síðastliðið sumar. Kristján tók einnig þátt með landsliði Íslands á Evrópumóti landsliða og stóð hann sig þar með prýði. Sveit GM stóð uppi sem Íslandsmeistari félagsliða og gerði Kristján sér lítið fyrir og sigraði alla sína andstæðinga í þeirri keppni. Kristján er góð fyrirmynd og margir ungir kylfingar líta upp til hans. Kristján Þór Einarsson golf

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.