Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 22
Hvíti riddarinn á ferð um helgina Hvíti riddarinn hefur í mörgu að snúast um helgina. Á föstudags- kvöld kl. 19 leikur karlaliðið gegn Selfossi á Selfossi í átta liða úrslit- um á Íslands- mótinu í fútsal. Sigur í leiknum fleytir liðinu í fjögurra liða úrslit í Laugardalshöll á laug- ardaginn. Kvennaliðið leikur fyrsta leik sinn í Faxaflóamótinu á laugar- dag kl. 16:00 á gervigrasvellinum á Varmá, gegn Víkingi Ólafsvík. - Íþróttir22 Sjö nýir Svartbeltingar StóðuSt prófið Í lok haustannar bættust sjö nýir svart- beltingar í iðkendahóp taekwondodeildar Aftureldingar. Svartbeltispróf var haldið í bardagasal Aftureldingar 12. desember. Þeir sem stóðust prófið að þessu sinni voru Ágúst Örn Guðmundsson, Níels Salómon Ágústson, María Guðrún Svein- björnsdóttir, Vigdís Helga Eyjólfsdóttir, Richard Már Jónsson, Aldís Inga Ri- chardsdóttir, Mikael Ingi Richardsson og Herdís Þórðardóttir. Yfirdómari í prófinu var Helgi Rafn Guðmundsson 4. dans meistari. Í lok annar var haldið mjög fjölmennt og vel heppnað gráðupróf hjá deildinni þar sem fjöldi iðkenda bætti við sig gráðu. Ný önn hefst þann 7. janúar og verður mjög fjölbreytt dagskrá í boði. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi, bæði ungir sem aldnir, byrjendur sem og lengra komnir. Frá vinstri: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Richard Már Jónsson, Mikael Ingi Richardsson, Ágúst Örn Guðmundsson, Níels Salómon Ágústson, Herdís Þórðardóttir og Aldís Inga Richardsdóttir. Auður Linda Sonjudóttir varð bikarmeistari í -52 kg flokki á Akur- eyri á dögunum. Hún setti 8 Íslandsmet og lyfti 110 kg í hnébeygju, 55 kg í bekkpressu og 110 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 275 kg. Auður er einng Íslandsmeistari unglinga 2015 og er Kraftlyft- ingakona Mosfellsbæjar 2015. Andri Þór Goethe varð einnig Íslandsmeistari unglinga 2015 í - 93 kg flokki, hann lyfti 472,5 kg í samanlögðu. Andri er Kraftlyft- ingakarl Mosfellsbæjar 2015. Gamlársdagsmót var haldið á vegum Kraftlyftingafélags Mos- fellsbæjar. Var bæði keppt í ólympískum lyftingum og kraftlyft- ingum. Guðni Þór Guðnason tók 290 kg í réttstöðulyftu og Kjartan Elvar Baldvinson lyfti 110 kg í jafnhendingu. Mótið tókst vel í alla staði og miklar bætingar í gangi. Fastir tímar í lyftingum verða kl 18:00 í lyftingaaðstöðunni að Varmá í vetur. Kraftlyftingar og ólympískar lyftingar í mikilli uppsveiflu Guðni Þór lyfti 290 kG í réttstöðulyftu einar Marteinsson framlengir samning Kletturinn og hjarta varnarinnar síðustu sumur, Einar Marteinsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Aftureldingar. Einar sem er á 27. aldursári og á sínu fjórða tímabili með Mosfell- ingum, er gríðarlega sterkur og útsjónarsamur varnarmaður. Hann er uppalinn í Val og var það hvalreki að fá hann til liðs við Aftureldingu. Stærsti hluti leikmannahópsin er nú þegar búinn að spila saman lengi og er að finna gríðarlegan metnað í hópnum að gera vel á komandi leiktímabili. Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur framlengt samninga við 11 leikmenn félagsins sem munu leika með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í sumar. Þetta eru þær Eva Rún Þor- steinsdóttir, Eydís Embla Lúðvíks- dóttir, Gunnhildur Ómarsdóttir, Hrefna Guðrún Pétursdóttir, Krist- ín Þóra Birgisdóttir, Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Sif Elíasdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir, Svandís Ösp Long, Tinna Björk Birgisdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir. Þá gerir hin stórefnilega Sif Elíasdóttir sinn fyrsta samning við félagið en Sif er 16 ára gömul og er nýgengin upp í 2. flokk. Sif hefur staðið sig frábærlega fyrir yngri flokka félagsins í fótbolta en hún er einnig afar fram- bærileg handboltakona og hefur m.a. verið valin í U18 ára landslið Íslands. Að lokum hafa tvær af okkar allra efnilegustu leikmönnum framlengt samninga sína við félagið en þetta eru þær Eydís Embla Lúðvíksdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir. Félagaskipti við sex leikmenn Gengið hefur verið fré félagaskiptum við sex leikmenn sem munu leika með Aftureld- ingu næsta sumar. Þær Jóhanna Svava Gunnarsdóttir, Snjólaug Heimisdóttir, Valdís Ósk Sigurðardóttir og Tinna Dofradóttir hafa allar gengið til liðs við félagið. Jóhanna kemur frá ÍBV, Snjólaug frá Hömrunum, Valdís frá Sindra og Tinna frá Breiðablik. Þá hafa systurnar Halldóra Þóra og Sigríður Þóra Birgisdætur einnig gengið frá félaga- skiptum sínum til Aftureldingar. Halldóra Þóra lék með Hvíta Riddaranum í sumar eftir dvöl í Noregi. Sigríður Þóra er leikja- og markahæsti leikmaður Aftureldingar frá upphafi en hún lék með Íslandsmeisturum Stjörnunnar á síðasta tímabili. Knattspyrnustelpurnar mæta tvíefldar til leiks í 1. deildinni Samið við leikmenn fyrir átökin í sumar hluti stúlknanna sem framlenGt hafa samninGa

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.