Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 24
ARTPRO PRENTÞJÓNUSTA • HÁHOLTI 14 • MOSFELLSBÆ 566 7765 • artpro@artpro.is • www.artpro.is VIÐ PRENTUM FYRIR ÞIG Gleðilegt nýtt ár +ÞÖKKUM FYRIR VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM - Gaui og völvan24 Borða, sofa, æfa Grunnurinn er mikilvægastur. Í öllu sem við gerum. Ef grunn- urinn er ekki sterkur, getur það sem á honum er byggt aldrei verið sterkt. Hús er skýrt dæmi. Heilsa er nákvæmlega eins. Þú þarft að byggja sterkan heilsugrunn til að vera full- komlega heilsuhraust/ur. Heilsugrunnurinn byggir á þrem-ur meginstólpum: næringu, svefni og hreyfingu. Ef þú vanræk- ir einhvern af þessum stólpum, er heilsugrunnur þinn ekki sterkur. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli þótt þú mætir á æfingu fimm sinnum í viku, ef mataræðið eða svefninn er ekki í lagi vantar sterka stólpa í grunninn. Sama gildir ef þú sefur í átta tíma á hverri nóttu en sinnir ekki líkamanum. Allir stólparnir eru mikilvægir og við þurfum að sinna öllum vel. Þetta er alls ekki flókið, í raun sáraeinfalt. Málið er bara að við erum svo ótrúlega góð í að búa okkur til afsakanir og selja sjálfum okkur þá vondu hugmynd að við þurfum að leyfa okkur allt, gera vel við okkur, að allt sé gott í hófi. Afleið- ingin af þannig hugsunarhætti er að við vökum allt of lengi yfir einhverju sem skiptir litlu máli, borðum allt of mikið rusl og nennum ekki að hreyfa okkur. Leiðin út úr þessu er sjálfsagi. Aga sjálfan sig til að hætta að gera það sem fer illa með okkur. Hætta að leyfa sér allt og falla fyrir öllum freistingum. Horfa þess í stað fram á veginn. Hugsa sex mánuði fram í tímann. Setja sér einföld markmið sem skila þér árangri, láta þér líða miklu betur, líkamlega og andlega. Gefa þér hámarksorku. Prófaðu þetta: Sofa í 7-8 tíma á sólarhring, borða mat en sleppa ruslfæði, nammi og gosi, labba úti á hverjum degi og mæta þri- svar sinnum í viku í styrkjandi hreyf- ingu. Hlustaðu á líkamann, finndu orkuna flæða og njóttu þess að vera heilsuhraust/ur. Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Völvan sem blaðamaður Mosfellings ræddi við fyrir ári síðan var ansi sann- spá fyrir árið 2015. Margt sem hún taldi upp hefur ræst, m.a. hefur veðrið á bæjarhátíðinni sjaldan verið betra og fyrstu umferðarljósin í Mosfellsbæ voru tekin í notkun. Völvan hefur eitt og annað að segja um árið 2016 en tekur það fram að allar völvuspár einkennist bæði af því góða og því slæma, og að hver og einn túlki það eins og hann vilji. Hún segir jafnframt að spáin sé til gamans gerð þó að heil- mikið sé að marka hana. Völvan segir að eina mestu skilnaðar- öldu sem riðið hefur yfir í Mosó lægi með vorinu. Þorrablót Aftureldingar mun fara vel fram og margir brottfluttir Mosfell- ingar munu mæta á blótið í ár. Völvan sér að það verður stórbruni í Mosó á árinu, slökkvistöðin sannar gildi sitt. Nýtt hótel mun rísa, völvan sér mögulega staðsetningu fyrir neðan Krikahverfið og mun ferðamannastraum- ur aukast í Mosfellsbæ í kjölfarið. Völvan telur að friður mun ríkja í bæjarpólitíkinni. Ákveðin sátt mun ríkja yfir bænum með nokkrum undan- tekningum þó. Þekktur Mosfellingur mun láta af störfum á sínum vettvangi á árinu og mun í kjölfarið verða mikið milli tannanna á fólki. Prestadeilunni er ekki lokið, og mun hún draga dilk á eftir sér, en allt mun þó blessast að lokum. Rithöfundur sem tengist bæjarfélag- inu verður á árinu tilnefndur til virtra verðlauna á heimsvísu. Völvan sér að stór lottóvinningur kemur á miða í Mosó. Salmonella gerir vart við sig í kjúklingabænum, þó vonandi ekki í tengslum við bæjarhátíðina. Arion banki mun loka útibúi sínu og yrði því bankalaust í Mosó. Nýtt sjórnmálaafl mun halda stofnfund í Mosfellbæ og mun það fá góðar undirtektir. Völvan skynjar mikinn öldugang við golfvöll Mosfellsbæjar. Keppandi verður staðin að svindli í 7 tinda hlaupinu, úr því verður mikið blaðamál. Bæjarhátíðin verður með stærra sniði þetta árið og mun vekja athygli á landsvísu þá sérstaklega fyrir samstöðu bæjarbúa. Völvan sér mikið líf í kringum Brúarland á nýju ári, mikil ánægja mun ríkja með ráðstöfun þessa sögufræga hús. Íbúatala í Mosfellsbæ mun fara yfir 10.000 þúsund við mikinn fögnuð. Stórt hneykslismál skekur netheim- ana og munu þekktir Mosfellingar dragast inn í það mál með óvægnum hætti. Völvan sér stórt brúðkaup haldið á sólríkum degi í Hlégarði. Breytingar verða í skólamálum í Mosfellsbæ, völvan sér óvænt útspil. Völvan skynjar góða strauma í kringum EM og finnst eins og Mosfellingar verði áberandi á meðal íslensku stuðningsmannanna. Mætur Mosfellingur fellur frá. Völvan skynjar að mikil sorg muni ríkja yfir bænum. Völvan sér mikið líf í Mosfellsdal í tengslum við ferðaþjónustu og sögu lands og þjóðar. Mosfellingar kætast á árinu þegar þekktur hollustustaður hefur starfsemi sína í bænum. Skemmtanalíf mun blómstra, bæjarbúar verða duglegir að sækja þá viðburði sem í boði eru. Sorpfnykurinn sem angrað hefur bæjarbúa er á undanhaldi og telur völvan sig jafnvel hafa fundið síðasta fnykinn. VölVa Mosfellings 2016 völvan hefur verið endurráðin eftir góða frammistöðu í fyrra M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.