Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 19
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015 Íþróttakona handknattleiks- deildar árið 2015 Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir er íþróttakona handknattleiksdeildar Aftur- eldingar 2015. Ingibjörg Bergrós er 18 ára gömul og hefur spilað handknattleik í mörg ár. Undanfarin þrjú ár hefur hún æft og spilað bæði með 3. flokki og meistaraflokki. Á síðasta ári er hún markahæst í 3. flokki og með þeim markahæstu í meistaraflokki. Ingibjörg Bergrós er einn af lykilleik- mönnum Aftureldingar hvort heldur er í 3. flokki eða meistaraflokki. Hún er mikil keppnismanneskja og veit fátt verra en að tapa. Hún er sér yngri leikmönnum mikil fyrirmynd hvort heldur er innan eða utan vallar og hefur í vetur áunnið sér gott orð sem þjálfari hjá yngri flokkum félagsins. Ingibjörg Bergrós varð síðastliðið vor bæði Íslandsmeistari og deildarmeistari með meistaraflokki kvenna í 1. deild. Ingibjörg er því vel að því komin að vera í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2015. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir handknattleikur Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015, og afrekum þeirra á árinu. Karatekona Aftureldingar 2015 Telma Rut hefur æft karate frá 9 ára aldri hjá Aftureldingu. Árið 2009 hóf hún æfingar með landsliðinu í Kumite. Hún þjálfar nú nýliða- og afrekshóp deildarinnar. Telma Rut hefur verið í fremstu röð karatefólks hér á landi um árabil. Hlaut þann heiður að vera boðin þátttaka í fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í sumar, auk þess keppti hún á heimsbikarmótum. Hún er nú í 74. sæti á heimslista. Afrek á árinu 2015: 2. sæti, kumite opinn flokkur, RIG Reykjavík international games 2015. 1. sæti, kumite opinn flokkur, Bikarmót 1 - 2015. 1. sæti, kumite, opinn flokkur. Bikarmót 2 - 2015. 2. sæti, kumite, opinn flokkur Bikarmót 3 – 2015. 7.-8. sæti, kumite -68 kg karate 1 heims- mótaröð í Austurríki 2015. 1. sæti, kumite -68 kg. Íslandsmeistaramót fullorðinna 2015. 1. sæti, kumite opinn flokkur, Íslandsmeistaramót fullorðinna 2015 6. árið í röð. Telma Rut Frímannsdóttir karate Skotfimikonan Íris Eva Einarsdóttir æfir með Skotfélagi Reykjavíkur og er fædd árið 1990. Hún var sigurvegari í öllum innanlands- mótum í loftriffli kvenna sem haldin voru á keppnisárinu og náði meistaraflokks- árangri á öllum mótum sem og Ólympíu- lágmörkum í þessari grein. Hún fékk gullverðlaun á Reykjavíkurleik- um sem haldnir voru í Reykjavík í janúar 2015. Vann til gullverðlauna á Smáþjóða- leikum sem haldnir voru í Reykjavík í sumar. Þetta voru einu gullverðlaunin fyrir Ísland í skotíþróttinni. Varð Íslands- og bikarmeistari árið 2015 ásamt því að verða Reykjavíkurmeistari. Íris er nú númer 241 á styrkleikalista Alþjóða skotsambandsins og er fyrsta íslenska konan til að komast á þann lista. Á núverandi Íslandsmet sem sett var árið 2014. Íris Eva Einarsdóttir skotfimi Hestaíþróttakona Harðar 2015 Súsanna Katarína Sand Guðmundsdótt- ir er 19 ára afrekskona í hestaíþróttum. Hún er uppalin í Hestamannafélaginu Herði og hefur aðeins keppt fyrir það félag. Hún hefur áður verið tilnefnd til íþróttamanns Mosfellsbæjar. Súsanna Katarína keppti á öllum mótum sem Hörður hélt á árinu og einnig á öllum sterkustu mótum á landinu. Hennar glæsilegasti árangur varð á mjög sterku Íslandsmeistaramóti en þar varð hún Íslandsmeistari í fimi, í 9. sæti í gæðingaskeiði og 10. sæti í fimmgangi. Súsanna Katarína er frábær Harðar- félagi. Hún tók þátt í fjölda sýninga á vegum félagsins, fánaberi á helstu viðburðum félagsins og starfaði mikið sem sjálfboðaliði á vegum félagsins. Hún er alltaf tilbúin til að starfa og taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Veturinn 2014 – 2015 er hún formaður mótanefndar Harðar sem er ein stærsta nefnd Harðar. Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir hestaíþróttir KoSnInG á www.MoS.IS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.