Mosfellingur - 09.01.2014, Page 7

Mosfellingur - 09.01.2014, Page 7
Velkomin í heimsókn Fimmtudaginn 6. febrúar milli kl. 16:00 og 20:00 bjóðum við í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ öllum í heimsókn. Skólinn er byggður utan um hugmyndafræðina sem birtist í kennsluháttunum. Þeir miða að því að gera nem- endur tilbúna fyrir síbreytilegt sam- félag 21. aldarinnar. Í nýja húsinu hefur öll aðstaða bæst til muna og nú geta nemendur og kennarar loksins látið hugmyndafræð- ina koma að fullu til framkvæmdar. Skólinn skiptist sex kennsluklasa eftir náms- greinum eða námsgreina- hópum og í hverjum klasa eru stór rými, lítil, opin og lokuð. Stundum eru allur hópurinn saman í kennslustofunni en skiptist líka niður í minni hópa sem dreifast um klasann. Fram- haldsskólinn í Mosfellsbæ býður upp á nám í fremstu röð og framúrskarandi skólabrag. Þeg- ar nemendur voru beðnir um að lýsa skólanum í einu orði komu upp orð eins og: hamingja, virðing, samvinna, sjálfs- öryggi og jákvæðni. Við viljum því hvetja ykkur til að kíkja við og s koða hið glæsilega nýja hús og kynna st lífinu í FMOS ! 10. bekkingar eru boðnir sérstaklega velkomnir.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.