Mosfellingur - 09.01.2014, Page 8
- Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ8
LISTRÆN FAGMENNSKA
ARTPRO
WWW.ARTPRO.IS
PRENTÞJÓNUSTA
ARTPRO Prentþjónusta / Jóla.is I Háholti 14 I 270 Mosfellsbæ I Sími 566 7765 I artpro@artpro.is I www.jola.is I www.artpro.is
VANTAR ÞIG VINNU ?
ARTPRO PRENTÞJÓNUSTA
ÓSKAR EFTIR LAGHENTUM STARFSMANNI Í HLUTASTARF EÐA FULLT STARF
STARFSLÝSING:
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins.
• Hönnun og vinna við uppsetningu prentskjala.
• Prentun, frágangur og önnur störf tengd þjónustu okkar og framleiðslu.
• Fullt starf eða hlutastarf. Einnig kemur tímabundin verktakavinna til greina.
HÆFNISKRÖFUR:
• Laghent og sveigjanleg manneskja, 30 ára eða eldri.
• Góð kunnátta og reynsla af hönnun og uppsetningu prentskjala.
• Góð PC tölvukunnátta og notkun InDesign, Photoshop, Illustrator og annarra Adobe forrita er algjört skilyrði.
• Starfsreynsla úr prentun, hönnun eða skyldu tæknifagi er líka nauðsynleg.
• Reynsla af stafrænni prentun er kostur.
• Kunnátta og reynsla í notkun DK sölukerfis er kostur.
ARTPRO Prentþjónusta er prenþjónustufyrirtæki með fyrsta flokks tækjabúnað sem sinnir stafrænni prentun og stórmydaprentun fyrir
fyrirtæki og einstaklinga. Einnig rekum við vefverslunina Jóla.is sem selur og framleiðir persónuleg jólakort og aðrar vörur til einstaklinga.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 3-4 manns, auk fleiri við tímabundin verkefni.
Aðeins er tekið við umsóknum og fyrirspurnum í tölvupósti á netfangið gudni@artpro.is
EKKI ERU VEITTAR UPPLÝSINGAR Í SÍMA
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram
föstudaginn 20. desember 2013 við hátíðlega athöfn í
nýju húsnæði skólans við Háholt 35. Framhaldsskólinn
í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009 og hefur verið
starfræktur að Brúarlandi frá upphafi. Nú um áramótin
flyst hinsvegar starfsemin í nýtt og glæsilegt húsnæði við
Háholt og hófst þar kennsla í gær, 8. janúar.
Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda
við skólann um tvö hundruð og fimmtíu.
Brautskráðir voru tuttugu og fimm stúdentar af félags-
og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísindabraut.
Útskriftarnemendum voru veittar eftirtaldar viður-
kenningar fyrir góðan námsárangur. Rannveig Dögg
Haraldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í
sálfræði og einnig fyrir góðan árangur í textíl og hönnun.
Viðurkenningu fyrir góðan árangur í líffræði fékk Stefán
Birnir Stefánsson. Fyrir góðan árangur í sögu, íslensku,
spænsku, dönsku, heimspeki og stærðfræði fékk Alfreð
Andri Alfreðsson viðurkenningu. Mosfellsbær veitti jafn-
framt Alfreð Andra Alfreðssyni viðurkenningu fyrir hæstu
einkunn á stúdentsprófi.
Efri röð frá vinstri: Alda Guðlaug Atladóttir, Sunna Ösp Þórsdóttir, Guðmundur Bjarkason, Hanna Karen Hafþórsdóttir, Halldóra Eik Reynisdóttir, Arna Kara Agnarsdóttir Engley, Sóldís Björg Óskarsdóttir, Ólöf
Anna Guðmundsdóttir, Anna Kristjana Hjaltested, Aron Bjarki Björnsson, Andri Eydal, Andri Már Ingason, Daníel Örn Heimisson, Stefán Birnir Stefánsson, Anna Hjaltalín Agnarsdóttir, Hafþór Daði Halldórsson,
Alfreð Andri Alfreðsson, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Neðri röð frá vinstri: Thelma Rós Sigurðardóttir, Sandra María Bergþórsdóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir, Hafdís Ása Óskarsdóttir, Erna Elísabet
Óskarsdóttir, Telma Ýr Birgisdóttir, Anna Kristín Árnadóttir, Andrea Ösp Andradóttir, Rannveig Dögg Haraldsdóttir, Herdís Birna Heiðarsdóttir, Guðrún Birna Kristmundsdóttir, Erla Svansdóttir.
Útskriftarhátíð í nýju húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ • Kennsla í Háholti hófst í gær, 8. janúar 2014
29 nemendur brautskráðir frá FMOS
Fundað um lýðræði
og sveitarstjórnir
Samfylkingin í Mosfellsbæ boðar
til fundar með Degi B. Eggertssyni
laugardaginn 18. janúar kl. 11.
Dagur mun ræða samstarf flokka
í borgarstjórn
Reykjavíkur og
þær lýðræðis-
umbætur sem
innleiddar hafa
verið. Á fundin-
um verður einnig
rætt um stjórnar-
hætti í Mosfells-
bæ, stöðu minnihlutans í nefndum
og ráðum bæjarins og línur lagðar
varðandi framhaldið. Á fundinum
verður auk þess kosið um aðferð
við val á framboðslista og fulltrúar
kosnir í valnefnd sem hefur með
höndum að ganga frá framboðslista
Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ
fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.
Bláa tunnan tæmd
oftar á árinu 2014
Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið
2014 hefur verið birt á heimasíðu
Mosfellsbæjar. Það felur í sér aukna
þjónustu vegna bláu tunnunnar en
hún verður nú tæmd á þriggja vikna
fresti í stað fjögurra áður. Almennt
sorp er hirt á 10-11 daga fresti.
Minnum á að flugeldarusl má ekki
fara í bláu tunnurnar, það þarf að
fara í almennt sorp. Nánar á mos.is.