Mosfellingur - 09.01.2014, Síða 18

Mosfellingur - 09.01.2014, Síða 18
Jökull er ungur og efnilegur tónlistar-maður sem vekur athygli hvar sem hann kemur fram. Þolinmæði og þrautseigja er lykillinn að velgengni hans og hann stefnir hátt á íslenskum tónlist- armarkaði. Jökull var á dögunum tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2013 sem besti söngvari ársins en úrslitin verða kunngjörð á verðlaunahátíð sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu 14. mars næstkom- andi. Jökull Júlíusson fæddist í Reykjavík 20. mars 1990. Hann bjó í Mosfellsbæ frá tveggja til sex ára aldurs en þá flutti hann ásamt móður sinni og stjúpföður til Hafn- ar í Hornafirði þar sem hann bjó til tólf ára aldurs. Þar stundaði Jökull píanónám í nokkur ár en líf hans snerist þó aðallega um fótbolta eins og hjá svo mörgum drengjum á þessum aldri. Fjölskyldan Foreldrar Jökuls eru þau Þórlaug Sveins- dóttir sjúkraþjálfari og Júlíus Hjörleifsson leiðsögumaður og spænskukennari. Stjúp- faðir hans er Guðmundur Vignir Friðjóns- son viðskiptafræðingur. Jökull á þrjár systur þær Kolbrúnu, Sölku og Fanneyju. Unnusta Jökuls til fimm ára er Aldís Mjöll Helgadótt- ir förðunarfræðingur, hún starfar í Krika- skóla ásamt því að spila knattspyrnu með meistaraflokki Aftureldingar. Flutti til Danmerkur Þegar Jökull var á tólfta aldursári flutti fjölskyldan búferlum. „Við fluttum til Ár- ósa í Danmörku og bjuggum þar í tvö ár á meðan Guðmundur stjúpfaðir minn stund- aði mastersnám í viðskiptafræði. Mér var vel tekið í Danmörku og ég var fljótur að ná tungumálinu. Ég eignaðist mikið af góðum vinum sem ég held enn sambandi við.“ Pabbi kenndi mér fyrstu gripin „Við fluttum svo aftur í Mosfellsbæ og vorum með þeim fyrstu sem fluttu í Trölla- teiginn. Ég fór í Varmárskóla og kláraði þar 9. og 10. bekk,“ segir Jökull. Ég hef alltaf verið mikill tónlistar- unnandi, pabbi kynnti mig fyrir tónlist frá fimmta, sjötta og sjö- unda áratugnum. Hann kenndi mér einnig fyrstu gripin á gítar og á ég honum mikið að þakka því án gítarsins get ég ekki verið,” segir Jök- ull brosandi. „Ég fór að æfa knattspyrnu með Aft- ureldingu eftir að hafa spilað með TRIF í Danmörku. Flokkurinn minn var gífurlega sterkur og þar var að finna mikið af hæfi- leikaríkum leikmönnum.” Útskrifaðist frá FMOS „Áhuginn og metnaður fyrir að mæta á knattspyrnuæfingar minnkaði eftir að grunnskólanum lauk. Ég fór í Menntaskólann við Sund eins og svo margir aðrir Mosfellingar. Eftir tvö ár tók ég mér hlé frá námi og hef á undanförnum árum unnið ýmis störf fyrir Mosfellsbæ meðal annars sem stuðningfulltrúi fatlaðra í frístundasel- inu í Lágafellsskóla. Ég tók síðan eina önn í Borgarholtsskóla en kláraði svo þrjár síð- ustu annirnar í Framhaldsskólanum í Mos- fellsbæ og var einn af fyrstu fimm nemend- unum sem útskrifaðist þaðan vorið 2012.” Timburmenn spiluðu víða „Ég hef síðan í grunnskóla verið með skólafélögum mínum þeim Daníel Ægi Kristjánssyni og Davíð Antonssyni í hljóm- sveitinni Timburmönnum. Félagsmið- stöðin Bólið útvegaði okkur æfingahús- næði sem var aðgengilegt fyrir mosfellskar hljómsveitir á þeim tíma og erum við mjög þakklátir fyrir það. Við spiluðum aðallega ábreiður (cover lög) og komum víða við. Við vorum á tíma- bili húsbandið á Ásláki, spiluðum á Hvíta Riddaranum ásamt fleiri stöðum í Reykja- vík eins og Oliver, Dönsku kránni, English Pub og Hressingarskálanum.” Stofnuðum hljómsveitina Kaleo Eftir sumarið 2012 ákváðu strákarnir að leggja áherslu á sína eigin tónlist og stofn- uðum hljómsveitina Kaleo ásamt því að fá til liðs við sig gítarleikarann Rubin Pollock. „Ég skipti út kassagítar fyrir rafmagnsgít- ar og við það breyttust áherslurnar og lagasmíðarnar. Ákveðið var að taka þátt í Músíktilraunum í mars 2013 og komumst við áfram í úrslit en náðum ekki þremur efstu sætunum.” Boltinn fór að rúlla „Eftir þáttökuna gáfum við út lagið Rock ‘n’ Roller og fórum með það í útvarpið. Það fékk strax spilun á X-977 en það var ekki fyrr en við fórum í þáttinn Skúrinn hjá Gunnari Gunnarssyni á Rás 2 að boltinn fór að rúlla. Þar spiluðum við gróflega tilbúna útgáfu af laginu Vor í Vaglaskógi í okkar búningi. Þeir á Rás 2 hrifust strax af lag- inu, tóku upp myndaband við það og settu á Youtube. Í kjölfarið fór einhver hringrás í gang og fólk deildi myndbandinu út um allt á netinu.” Stuðningurinn ómetanlegur „Við ákváðum að taka lagið upp í stúdíó og fórum svo með það á útvarpsstöðvarnar. Það náði gífurlegum vinsældum í sumar og má nánast segja að það hafi verið ofspil- að. Ég tel að þessar vinsældir hafi gert það að verkum að fólk fór að hlusta á hin lögin okkar sem við áttum sem voru aðgengileg meðal annars á netinu. Við finnum fyrir miklum meðbyr hér í sveitinni og sá stuðningur er ómetanleg- ur. Við erum stoltir af því að vera mosfellsk hljómsveit enda eru margar góðar sveitir héðan eins og Gildran og Sigurrós. Það er hvergi betra að búa en í Mosfellsbæ, stað- fest,” segir Jökull. Gerðu útgáfusamning við Senu „Útgáfufyrirtækið Sena hafði samband við okkur í sumar og sýndu áhuga á að gera með okkur ellefu laga breiðskífu. Við höfðum upphaflega ætlað okkur að gera smáskífu með 4-6 lögum en vissulega var meira spennandi að gera breiðskífu. Við tóku samningaviðræður og við náðum samkomulagi í september, þá höfðum við sex vikur til stefnu.” Leggja land undir fót „Við unnum plötuna með Arnari Guð- jónssyni upptökustjóra og það gekk hratt og vel fyrir sig. Á plötunni eru tvö tökulög, Vor í Vaglaskógi og Ísland er land þitt, sem er einskonar forspil á plötunni. Restin af lögunum eru frumsamin. Platan kom út í nóvember og varð ein söluhæsta plata landsins fyrir jólin.“ Ég spyr Jökul að lokum hvað taki nú við? „Að fylgja plötunni eftir og koma fram, við ætlum líka að leggja land undir fót og spilum á Friggfestival í Danmörku ásamt ýmsum hljómsveitinum frá hinum Norð- urlöndunum, svo það eru bara spennandi tímar framundan.” - Mosfellingurinn Jökull Júlíusson18 Fjölskyldumynd frá árinu 2000. Salka, Þórlaug, Jökull, Guðmundur og Fanney. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfs, Guðný Ágústsdóttir, Raggi Óla og úr einkasafni. Jökull Júlíusson tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Kaleo er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins. Leggjum áherslu á okkar eigin tónlist Árið 2012 ákváðum við að leggja áherslu á okkar eigin tónlist. Ég skipti út kassa- gítar fyrir rafmagnsgítar og við það breyttust áherslurnar og lagasmíðarnar. Uppáhaldsveitingastaður? Argentína steikhús. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Álafosskvos. Hvaða hlutar getur þú ekki verið án? Ég á erfitt með að vera lengi án gítars. Besti rakspírinn? Armani Day. Hvern faðmaðir þú síðast? Mína kæru móður. Uppáhaldshljómsveit? The Beatles. Þrjú orð sem lýsa þér best? Framsækinn, ákveðinn, óþolinmóður. Hvaða hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Gítar og tannbursta. HIN HLIÐIN Kaleo með pabba á spánijöKull og aldís

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.